„Verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 19. nóvember 2020 12:30 Þuríður Blær hefur verið að sanna sig sem ein allra besta leikkona landsins undanfarin ár. Vísir/vilhelm Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu. Einkalífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Þuríður Blær Jóhannsdóttir hefur slegið í gegn í vetur í þáttunum Ráðherrann sem var á dagskrá RÚV. Þar leikur hún aðstoðarkonu forsætisráðherra sem glímir við geðhvarfasýki. Þuríður hefur fengið góða dóma fyrir sitt hlutverk en hún hefur verið leikkona hér á landi í nokkur ár. Einnig hefur Þuríður slegið í gegn á tónlistarsviðinu með sveitinni Reykjavíkurdætur. Þuríður Blær er gestur vikunnar í Einkalífinu. Blær missti föður sinn seint á síðasta ári en hann var útigangsmaður í borginni í áraraðir. Hún segir að það hafi að einhverju leyti mótað hana sem manneskju. „Ég vil nú alltaf meina að þetta hafi ekki allt of mikil áhrif á mig þar sem hann var ekki mikið á heimilinu en þetta hefur auðvitað áhrif á mann þótt maður vilji ekki viðurkenna það fyrir sjálfri sér,“ segir Blær og heldur áfram. Klippa: Einkalífið - Þuríður Blær Jóhannsdóttir „Þetta er partur af því að ég á auðvelt með að sækja sorg og tilfinningar sem kannski ekki allri á mínum aldri eiga til inni í sér, ekki strax. Þetta hefur þroskað mig mjög mikið og gert mig sterka að mörgu leyti. Ég held að ég sé líka kvíðnari út af þessu af því að þegar maður er barn og neyðist til þess að taka of mikla ábyrgð þá getur maður lent í því að geta bara ekki horfst í augu við ábyrgð þegar maður er orðin fullorðin. Af því að maður þurfti að taka of mikla ábyrgð sem barn, sem maður á ekki að gera og ég þurfti stundum að taka ábyrgð á pabba mínum, þá t.d. á ég bara erfitt með að senda tölvupóst í dag,“ segir Blær og bætir við að kærastinn sjái mest um að skipuleggja ferðalög, senda tölvupósta og fleiri atriði þar sem þarf að skipuleggja hluti. Hefur ekki þurft að horfast í augu við það „Ég verð bara barn í þessum aðstæðum og missi máttinn, sem er ótrúlega skrýtið. Ég veit að fólk tengir við sem hafa verið í svipuðum aðstæðum,“ segir Blær sem hefur ekki áhyggjur af sjálfri sér þegar kemur að fíkninni. Hún skemmti sér oft og þykir mjög gaman. „Mér finnst gaman að fara í partý og þá drekk ég mikið. Það hefur ekki komið til þess að ég hafi þurft að horfast í augu við sjálfan mig og hugsað að þetta sé ekki eðlilegt. Ég get alltaf hætt,“ segir Blær á léttu nótunum. Í þættinum hér að ofan ræðir Blær einnig um leiklistina, hlutverk hennar í Ráðherranum og hvernig lífsreynsla það var að leika í slíku verkefni. Hún fer vel yfir meðgönguna og fæðinguna, samband hennar með Guðmundi Felixsyni og afana Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson. Einnig er farið vel yfir rappsveitina Reykjavíkurdætur og hennar sögu.
Einkalífið Mest lesið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Hélt að hann væri George Clooney Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira