Sameinuðu þjóðirnar freista þess að afstýra hungursneyð Heimsljós 18. nóvember 2020 11:56 Sameinuðu þjóðirnar „Mesti árangur mannkyns var að koma hungursneyð í sögubækurnar. Það stingur því í hjartað að horfast í augu við hana á nýjan leik á sama tíma og við framleiðum nægan mat til að næra sérhvern einstakling í heiminum,“ segja Mark Lowcock og David Beasley í sameiginlegri grein sem birtist í breska dagblaðinu Times í gær. Þeir eru yfirmenn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að verja eitt hundrað milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóð samtakanna (CERF) til að freista þess að afstýra hungursneyð í sjö heimshlutum sem eru í mestri hættu vegna matarskorts. Hungrið er tilkomið vegna átaka, efnahagslegrar hnignunar, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Af þessum hundrað milljónum dala verður áttatíu milljónum skipt á milli Afganistan, Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen, en hæsta framlagið fer til Jemen, þrjátíu milljónir. Tuttugu milljónirnar sem út af standa verða eyrnamerktar Eþíópíu þar sem útlit er fyrir að þurrkar bætist ofan á alvarlegt ástand sem þegar ríkir í landinu. „Þegar Nóbelsnefndin veitti Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna friðarverðlaunin kvaðst hún vilja beina sjónum heimsins að þeim milljónum jarðarbúa sem þjást af hungri eða standa frammi fyrir slíkri ógn. Við erum því hjartanlega sammála. Þegar rúmlega fjórðungur úr milljarði mannkyns er kominn fram á hengibrún er ekki hægt að horfa í aðra hátt, hvað þá að hverfa á braut,“ segir í grein framkvæmdastjóranna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent
„Mesti árangur mannkyns var að koma hungursneyð í sögubækurnar. Það stingur því í hjartað að horfast í augu við hana á nýjan leik á sama tíma og við framleiðum nægan mat til að næra sérhvern einstakling í heiminum,“ segja Mark Lowcock og David Beasley í sameiginlegri grein sem birtist í breska dagblaðinu Times í gær. Þeir eru yfirmenn tveggja stofnana Sameinuðu þjóðanna, Samhæfingarskrifstofu aðgerða í mannúðarmálum (OCHA) og Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP). Sameinuðu þjóðirnar ákváðu í gær að verja eitt hundrað milljónum Bandaríkjadala úr neyðarsjóð samtakanna (CERF) til að freista þess að afstýra hungursneyð í sjö heimshlutum sem eru í mestri hættu vegna matarskorts. Hungrið er tilkomið vegna átaka, efnahagslegrar hnignunar, loftslagsbreytinga og heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Af þessum hundrað milljónum dala verður áttatíu milljónum skipt á milli Afganistan, Búrkína Fasó, Lýðstjórnarlýðveldisins Kongó, Nígeríu, Suður-Súdan og Jemen, en hæsta framlagið fer til Jemen, þrjátíu milljónir. Tuttugu milljónirnar sem út af standa verða eyrnamerktar Eþíópíu þar sem útlit er fyrir að þurrkar bætist ofan á alvarlegt ástand sem þegar ríkir í landinu. „Þegar Nóbelsnefndin veitti Matvælaáætlun Sameinuðu þjóðanna friðarverðlaunin kvaðst hún vilja beina sjónum heimsins að þeim milljónum jarðarbúa sem þjást af hungri eða standa frammi fyrir slíkri ógn. Við erum því hjartanlega sammála. Þegar rúmlega fjórðungur úr milljarði mannkyns er kominn fram á hengibrún er ekki hægt að horfa í aðra hátt, hvað þá að hverfa á braut,“ segir í grein framkvæmdastjóranna. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent