Sextán skipverjar gefa skýrslu um hópsmitið í sjóprófinu Kjartan Kjartansson skrifar 18. nóvember 2020 14:37 Sjóprófið fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Bæjarins besta Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta. Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Sjópróf vegna hópsmits kórónuveiru sem kom upp um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni hefst í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Sextán skipverjar gefa skýrslu í sjóprófinu en skipstjórinn ætlar ekki að taka þátt. Deilt var um hvort að stjórnendur Hraðfrystihússins Gunnvarar gefi skýrslu við fyrirtöku í dag. Tuttugu og tveir af tuttugu og fimm skipverjum um borð í Júlíusi Geirmundssyni veiktust eða smituðust af kórónuveirunni í þriggja vikna túr í síðasta mánuði. Skipverjar byrjuðu að veikjast skömmu eftir að túrinn hófst en skipið hélt engu að síður veiðum áfram. Áhöfnin fór í sýnatöku á Ísafirði en skipinu var snúið aftur út á haf áður en niðurstöður lágu fyrir. Stéttarfélög skipverjanna kærðu framgöngu útgerðarinnar til lögreglu og kröfðust þess jafnframt að sjópróf yrði haldið. Það fer fram í Héraðsdómi Vestfjarða á mánudag. Jónas Þór Jónasson, lögmaður stéttarfélaganna, segir Vísi að eins og stendur muni sextán skipverjar auk Súsönnu Bjargar Ástvaldsdóttur, umdæmislæknis sóttvarna á Vestfjörðum, gefa skýrslu í sjóprófinu. Fimmtán þeirra smituðust af kórónuveirunni. Sjópróf er ekki hefðbundið dómsmál. Í því felst að skýrslur eru teknar um atburðina sem eru til skoðunar. Framburðurinn er svo tekinn saman en enginn dómur felldur. Jónas Þór segir að sjóprófið geti nýst sem mögulegt sönnunargagn í dómsmálum síðar meir. Sakamálarannsókn stendur enn yfir á hópsmitinu hjá lögreglu. Skipstjórinn tekur ekki þátt Jóhannes Bjarni Björnsson, lögmaður Sveins Geirs Arnarssonar skipstjóra, vísaði í yfirlýsingu skipstjórans frá því fyrir helgi um að hann ætlaði sér ekki að taka þátt í sjóprófinu í samtali við Vísi í dag. Í yfirlýsingunni sagðist Sveinn Geir með réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmitinu. Hann ætlaði sér að bíða niðurstöðu þeirrar rannsóknar. Við fyrirtöku málsins í héraðsdómi í dag var deilt um hvað fælist í sjóprófi og hvort stjórnendur útgerðarinnar gæfu skýrslu. Jónas Þór, lögmaður stéttarfélaga, sagði Vísi að forsvarsmenn Gunnvarar ætluðu sér ekki að gefa skýrslu. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður útgerðarinnar og Einars Vals Kristjánssonar, framkvæmdastjóra, segir að þeir líti svo á að lög standi ekki til þess að framkvæmdastjórinn gefi skýrslu í málinu. Hann vildi ekki tjá sig um það að öðru leyti. Ríkisútvarpið greindi frá því í gærkvöldi að skipverjar á Júlíusi Geirmundssyni sem voru í landi þegar smitið kom upp hefðu lýst yfir vantrausti á Svein Geir skipstjóra. Þeir krefjist þess að hann verði látinn hætta.
Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Tengdar fréttir Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58 Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01 Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54 Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Sjá meira
Lýsa yfir vantrausti á skipstjóra sinn Skipverjar á togaranum Júlíusi Geirmundssyni hafa lýst yfir vantrausti á skipstjórann Svein Geir Arnarsson. 18. nóvember 2020 00:58
Skipstjórinn á Júlíusi Geirmundssyni með stöðu sakbornings Sveinn Geir Arnarsson, skipstjóri togarans Júlíusar Geirmundssonar, segist vera með stöðu sakbornings í rannsókn lögreglu á hópsmiti Covid-19 sem kom upp um borð í togaranum í síðasta mánuði. 16. nóvember 2020 14:01
Sjópróf vegna hópsmitsins á Júlíusi Geirmundssyni Ákveðið var að sjópróf skyldi fara fram vegna hópsýkingar kórónuveiru um borð í togaranum Júlíusi Geirmundssyni þegar mál vegna þess var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Stéttarfélög áhafnarinnar fóru fram á sjópróf. 13. nóvember 2020 18:54