MOM Air lokaverkefni í Listaháskóla Íslands Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. nóvember 2020 21:19 Oddur Eysteinn Friðriksson, stofnandi eða heldur skapari MOM Air. Odee Flugfélagið MOM Air, eða gjörningurinn réttara sagt, er hluti af verkefni sem listneminn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, vinnur nú að í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi. Verkið var til sýnis í dag í listarýminu Open, en Oddur hóf nám í myndlist við Listaháskóla Íslands í haust. Hann segir að hann hafi skapað MOM Air í undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni sitt og að það hafi tekið um tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Eins og sjá má er verkefnið hér til sýnis á sýningu Listaháskóla Íslands í listarýminu Open.Odee Honum hafi á einum tímapunkti borist tilboð um kaup á flugvélaflota, flugvallastæði og boð um markaðssetningaraðstoð frá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis. Fjölmiðlum barst þann 5. nóvember síðastliðinn tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags og vakti alla helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Meðal annars var bent á að merki félagsins, MOM Air, væri það sama og merki WOW air sáluga, en búið væri að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynduðu M og úr yrði MOM Air. Oddur segir í tilkynningu til fréttastofu að ástæðan að baki gjörningnum sé augljós. Það fari þó eftir því hvernig fólk nálgist verkið, sem sé marglaga og fullt merkingar. „Það mun taka mig margar mánuði að greina allar þær upplýsingar sem ég hef fengið til þess að nýta í listaverk í framtíðinni,“ segir Oddur. Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
Flugfélagið MOM Air, eða gjörningurinn réttara sagt, er hluti af verkefni sem listneminn Oddur Eysteinn Friðriksson, eða Odee, vinnur nú að í námi sínu við Listaháskóla Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Oddi. Verkið var til sýnis í dag í listarýminu Open, en Oddur hóf nám í myndlist við Listaháskóla Íslands í haust. Hann segir að hann hafi skapað MOM Air í undirbúningsvinnu fyrir lokaverkefni sitt og að það hafi tekið um tvær til þrjár vikur. Eftir að vefsíða MOM Air hafi litið dagsins ljós hafi verkefnið öðlast eigið líf, hann hafi fengið fjölda kvartana vegna galla vefsíðunnar, þúsundir bókana, þúsundir fylgjenda á Instagram, fjöldi atvinnuumsókna hafi borist honum, alþjóðlega umfjöllun og svo framvegis. Eins og sjá má er verkefnið hér til sýnis á sýningu Listaháskóla Íslands í listarýminu Open.Odee Honum hafi á einum tímapunkti borist tilboð um kaup á flugvélaflota, flugvallastæði og boð um markaðssetningaraðstoð frá alþjóðlegu stórfyrirtæki. Gjörningurinn hefur vakið mikla athygli, bæði hér á Íslandi og erlendis. Fjölmiðlum barst þann 5. nóvember síðastliðinn tilkynning um yfirvofandi stofnun nýs íslensks lággjaldaflugfélags og vakti alla helst athygli hve kynningarefni félagsins svipaði til flugfélagsins WOW air. Meðal annars var bent á að merki félagsins, MOM Air, væri það sama og merki WOW air sáluga, en búið væri að snúa W-unum tveimur við þannig að þau mynduðu M og úr yrði MOM Air. Oddur segir í tilkynningu til fréttastofu að ástæðan að baki gjörningnum sé augljós. Það fari þó eftir því hvernig fólk nálgist verkið, sem sé marglaga og fullt merkingar. „Það mun taka mig margar mánuði að greina allar þær upplýsingar sem ég hef fengið til þess að nýta í listaverk í framtíðinni,“ segir Oddur.
Fréttir af flugi WOW Air Mest lesið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Frægar í fantaformi Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira