Glænýtt í sjónvarpi og kvikmyndahúsum Heiðar Sumarliðason skrifar 25. nóvember 2020 14:44 The Witches kemur í íslensk kvikmyndahús. Það kennir ýmissa grasa í sjónvarpi og kvikmyndahúsum á næstunni. Hér er stiklað á stóru varðandi það helsta sem er verður í boði. The Broken Hearts Gallery - Leigan - 26. nóvember Kvikmyndin The Broken Hearts Gallery varð kórónuveirunni að bráð. Um tíma var það á dagskrá að hún yrði sýnd í Smárabíói, en hún rataði ekki á tjaldið vegna hertra aðgerða yfirvalda. Hún mun hins vegar koma á Leiguna á morgun. Eftir erfið sambandsslit ákveður Lucy að opna gallerí þar sem fólk getur skilið eftir minjagripi úr fyrrum samböndum. Broken Hearts Gallery er hugljúft gaman-drama með Molly Gordon og Dacre Montgomery í aðalhlutverkum. Small Axe: Lovers Rock - Prime Video - 27. nóvember Small Axe er einskonar mínísería frá leikstjóranum Steve McQueen (Widows, 12 Years a Slave) sem Prime Video sýnir. Þetta eru fimm sjálfstæðar sögur byggðar á raunverulegri reynslu íbúa í London sem eru ættaðir frá Vestur-Indíum. Það er í raun erfitt að skilgreina Small Axe, hvort að þetta séu sjónvarpsþættir eða kvikmyndir. Fyrsta myndin/þátturinn, Lovers Rock, er rúmlega tveir tímar að lengd, á meðan annar hluti, Lovers Rock, nær rétt yfir klukkutímann. Þriðji hlutinn Red, White and Blue (sem er 80 mínútur) kemur svo 4. desember, og restin á viku fresti eftir það. Superintelligence - Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó - 27. nóvember Superintelligence er ný kvikmynd með Melissu McCarthy í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig ofurvenjulegt líf Carol Peters breytist skyndilega þegar hún byrjar að heyra einkennilegar raddir úr sjónvarpinu, símanum, örbylgjuofninum og fleiri heimilistækjum. Er hún að missa vitið? Í raun hefur hún verið valin til að prófa fyrstu gervigreindar-ofurvitsmunina, og smátt og smátt yfirtekur þetta líf hennar. Jólaboð Evu - Stöð 2 - 29. nóvember Sjónvarpskonan Eva Laufey býður áhorfendum heim í glæsilegt jólaboð og sýnir þeim hvernig hægt er að galdra fram sannkallaða hátíðarrétti. Eva Laufey jólast á Stöð 2. Briarpatch - Stöð 2 - 29. nóvember Allegra Dill snýr aftur til heimabæjar síns eftir að systir hennar lætur lífið í grunsamlegri sprengingu. Allegra er starfsmaður öldungadeildar Washington og nýtir reynslu sína og eigið innsæi til að rekja upp flókinn lyga- og glæpavef sem virðist tengjast dauða systur hennar. Það er Rosario Dawson sem leikur aðalhlutverkið. Lodgers for Codgers - Stöð 2 - 30. nóvember Lodgers for Codgers eru breskir þættir um einstaka lausn á húsnæðisvandanum í Bretlandi. Hér fylgjumst við með ungu fólki sem hefur lítið á milli handanna flytja inn til eldra fólks sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu. Hvernig mun þessi tilraun ganga og má draga einhvern lærdóm að henni lokinni? Druk - Bíó Paradís og Laugarásbíó - 4. desember Það er til kenning sem segir að við ættum öll að fæðast með dropa af alkóhóli í blóðinu og að sú hógværa ölvun myndi opna augu okkur gagnvart umheiminum, minnka vandamál okkar og auka sköpunargáfu okkar. Með þessa kenningu að leiðarljósi ákveða Martin og þrír vinir hans, allt lífsþreyttir menntaskólakennarar, að gera tilraun um að viðhalda stöðugu ölvunarástandi í gegnum vinnudaginn. Druk er nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Tomas Vintergbergs (Festen). Myndin var frumsýnd á RIFF en fer nú í almennar sýningar. Mank - Netflix - 4. desember Leikstjórinn David Fincher er hér á ferðinni með sína fyrstu kvikmynd síðan Gone Girl, sem kom í kvikmyndahús fyrir sex árum. Hún fjallar um kvikmyndahandritshöfundinn Herman J. Mankiewicz og þróun hans á meistaraverki Orsons Welles, Citizen Kane. Gary Oldman leikur aðalhlutverkið, en Jack Fincher, faðir Davids, skrifaði handritið. Þess má geta að Jack lést árið 2004 og náði því aldrei að sjá myndina verða að veruleika. Sound of Metal - Amazon Prime - 4. desember Sound of Metal er ein af þeim kvikmyndum sem varð kórónuveirunni að bráð og verður því frumsýnd á streymisveitu, fremur en í kvikmyndahúsum. Myndin hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og fengið prýðilegar viðtökur. Það Riz Ahmed (Rogue One, The Night Of) sem leikur hér þungarokkstrommara sem byrjar að missa heyrnina. Godmothered - Disney+ - 4 desember Kvikmyndin Godmothered er ekki ein af kórónuveirumyndunum sem færðar voru á streymisveitur, heldur var hún sérstaklega framleidd fyrir Disney+. Jillian Bell leikur hér álfadís sem þarf að sanna gildi sitt með því að finna unga stúlku sem gleymdist að aðstoða. Hin ástralska Isla Fisher leikur einnig í myndinni. The Witches - Sambíóin - 4. desember Kvikmyndin The Witches varð kórónuveirunni að bráð í Bandaríkjunum og fór beint á HBO Max, en Íslendingar fá að njóta hennar í bíó. Hún fjallar um sjö ára munaðarlausan dreng sem kynnist alvöru nornum þegar hann flytur til ömmu sinnar í bænum Demopolis í Alabama í Bandaríkjunum árið 1967. Hún byggir á samnefndri barnabók Roald Dahl frá árinu 1983. Það er Robert Zemeckis (Back to the Future, Forrest Gump) sem leikstýrir, en Anne Hathaway leikur aðalhlutverkið. Kósýheit í Hveradölum - RÚV - 5. desember. Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög til að koma landsmönnum í jólaskapið. Stjörnubíó Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Það kennir ýmissa grasa í sjónvarpi og kvikmyndahúsum á næstunni. Hér er stiklað á stóru varðandi það helsta sem er verður í boði. The Broken Hearts Gallery - Leigan - 26. nóvember Kvikmyndin The Broken Hearts Gallery varð kórónuveirunni að bráð. Um tíma var það á dagskrá að hún yrði sýnd í Smárabíói, en hún rataði ekki á tjaldið vegna hertra aðgerða yfirvalda. Hún mun hins vegar koma á Leiguna á morgun. Eftir erfið sambandsslit ákveður Lucy að opna gallerí þar sem fólk getur skilið eftir minjagripi úr fyrrum samböndum. Broken Hearts Gallery er hugljúft gaman-drama með Molly Gordon og Dacre Montgomery í aðalhlutverkum. Small Axe: Lovers Rock - Prime Video - 27. nóvember Small Axe er einskonar mínísería frá leikstjóranum Steve McQueen (Widows, 12 Years a Slave) sem Prime Video sýnir. Þetta eru fimm sjálfstæðar sögur byggðar á raunverulegri reynslu íbúa í London sem eru ættaðir frá Vestur-Indíum. Það er í raun erfitt að skilgreina Small Axe, hvort að þetta séu sjónvarpsþættir eða kvikmyndir. Fyrsta myndin/þátturinn, Lovers Rock, er rúmlega tveir tímar að lengd, á meðan annar hluti, Lovers Rock, nær rétt yfir klukkutímann. Þriðji hlutinn Red, White and Blue (sem er 80 mínútur) kemur svo 4. desember, og restin á viku fresti eftir það. Superintelligence - Sambíóin, Smárabíó og Laugarásbíó - 27. nóvember Superintelligence er ný kvikmynd með Melissu McCarthy í aðalhlutverki sem fjallar um það hvernig ofurvenjulegt líf Carol Peters breytist skyndilega þegar hún byrjar að heyra einkennilegar raddir úr sjónvarpinu, símanum, örbylgjuofninum og fleiri heimilistækjum. Er hún að missa vitið? Í raun hefur hún verið valin til að prófa fyrstu gervigreindar-ofurvitsmunina, og smátt og smátt yfirtekur þetta líf hennar. Jólaboð Evu - Stöð 2 - 29. nóvember Sjónvarpskonan Eva Laufey býður áhorfendum heim í glæsilegt jólaboð og sýnir þeim hvernig hægt er að galdra fram sannkallaða hátíðarrétti. Eva Laufey jólast á Stöð 2. Briarpatch - Stöð 2 - 29. nóvember Allegra Dill snýr aftur til heimabæjar síns eftir að systir hennar lætur lífið í grunsamlegri sprengingu. Allegra er starfsmaður öldungadeildar Washington og nýtir reynslu sína og eigið innsæi til að rekja upp flókinn lyga- og glæpavef sem virðist tengjast dauða systur hennar. Það er Rosario Dawson sem leikur aðalhlutverkið. Lodgers for Codgers - Stöð 2 - 30. nóvember Lodgers for Codgers eru breskir þættir um einstaka lausn á húsnæðisvandanum í Bretlandi. Hér fylgjumst við með ungu fólki sem hefur lítið á milli handanna flytja inn til eldra fólks sem hefur komið sér vel fyrir í lífinu. Hvernig mun þessi tilraun ganga og má draga einhvern lærdóm að henni lokinni? Druk - Bíó Paradís og Laugarásbíó - 4. desember Það er til kenning sem segir að við ættum öll að fæðast með dropa af alkóhóli í blóðinu og að sú hógværa ölvun myndi opna augu okkur gagnvart umheiminum, minnka vandamál okkar og auka sköpunargáfu okkar. Með þessa kenningu að leiðarljósi ákveða Martin og þrír vinir hans, allt lífsþreyttir menntaskólakennarar, að gera tilraun um að viðhalda stöðugu ölvunarástandi í gegnum vinnudaginn. Druk er nýjasta kvikmynd danska leikstjórans Tomas Vintergbergs (Festen). Myndin var frumsýnd á RIFF en fer nú í almennar sýningar. Mank - Netflix - 4. desember Leikstjórinn David Fincher er hér á ferðinni með sína fyrstu kvikmynd síðan Gone Girl, sem kom í kvikmyndahús fyrir sex árum. Hún fjallar um kvikmyndahandritshöfundinn Herman J. Mankiewicz og þróun hans á meistaraverki Orsons Welles, Citizen Kane. Gary Oldman leikur aðalhlutverkið, en Jack Fincher, faðir Davids, skrifaði handritið. Þess má geta að Jack lést árið 2004 og náði því aldrei að sjá myndina verða að veruleika. Sound of Metal - Amazon Prime - 4. desember Sound of Metal er ein af þeim kvikmyndum sem varð kórónuveirunni að bráð og verður því frumsýnd á streymisveitu, fremur en í kvikmyndahúsum. Myndin hefur verið sýnd á kvikmyndahátíðum víða um heim og fengið prýðilegar viðtökur. Það Riz Ahmed (Rogue One, The Night Of) sem leikur hér þungarokkstrommara sem byrjar að missa heyrnina. Godmothered - Disney+ - 4 desember Kvikmyndin Godmothered er ekki ein af kórónuveirumyndunum sem færðar voru á streymisveitur, heldur var hún sérstaklega framleidd fyrir Disney+. Jillian Bell leikur hér álfadís sem þarf að sanna gildi sitt með því að finna unga stúlku sem gleymdist að aðstoða. Hin ástralska Isla Fisher leikur einnig í myndinni. The Witches - Sambíóin - 4. desember Kvikmyndin The Witches varð kórónuveirunni að bráð í Bandaríkjunum og fór beint á HBO Max, en Íslendingar fá að njóta hennar í bíó. Hún fjallar um sjö ára munaðarlausan dreng sem kynnist alvöru nornum þegar hann flytur til ömmu sinnar í bænum Demopolis í Alabama í Bandaríkjunum árið 1967. Hún byggir á samnefndri barnabók Roald Dahl frá árinu 1983. Það er Robert Zemeckis (Back to the Future, Forrest Gump) sem leikstýrir, en Anne Hathaway leikur aðalhlutverkið. Kósýheit í Hveradölum - RÚV - 5. desember. Hljómsveitin Baggalútur býður til jólatónlistarveislu í Skíðaskálanum í Hveradölum á laugardögum í desember. Góðir gestir koma í heimsókn og flutt verða gömul og ný jólalög til að koma landsmönnum í jólaskapið.
Stjörnubíó Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið