Sjáðu mörk Atalanta á Anfield, sigurmark Fodens og fíflaganginn í Vidal gegn Real Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. nóvember 2020 12:15 Josip Ilicic kemur Atalanta yfir gegn Liverpool í gær. getty/Laurence Griffiths Mikið gekk á í leikjum gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Real Madrid og Atalanta unnu góða útisigra. Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikið var í A-, B-, C- og D-riðlum. Atalanta varð fyrsta liðið til að vinna Liverpool í Meistaradeildinni í vetur. Ítalarnir gerðu góða ferð á Anfield og sigruðu Englandsmeistarana, 0-2. Josip Ilicic og Robin Gosens skoruðu mörkin með fjögurra mínútna millibili í seinni hálfleik. Liverpool er með níu stig á toppi A-riðils, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta þegar tveimur leikjum er ólokið. Manchester City er enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir 0-1 sigur á Olympiakos í Grikklandi. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu. Í stórleik gærkvöldsins vann svo Real Madrid 0-2 sigur á Inter á San Siro. Þetta var fyrsti sigur Real Madrid í Mílanó í Evrópukeppni frá upphafi. Eden Hazard kom Real Madrid yfir með marki úr víti á 7. mínútu og Achraf Hakimi, fyrrverandi leikmaður Madrídarliðsins, skoraði svo sjálfsmark á 59. mínútu. Arturo Vidal, leikmaður Inter, var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda sem hann fékk á sömu mínútunni fyrir mótmæli. Real Madrid er í 2. sæti B-riðils með sjö stig, einu stigi á eftir toppliði Borussia Mönchengladbach sem rústaði Shakhtar Donetsk í gær, 4-0. Inter er í neðsta sæti riðilsins með einungis tvö stig. Klippa: Liverpool 0-2 Atalanta Klippa: Olympiacos 0-1 Man. City Klippa: Inter 0-2 Real Madrid Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira
Átta leikir fóru fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í gær. Leikið var í A-, B-, C- og D-riðlum. Atalanta varð fyrsta liðið til að vinna Liverpool í Meistaradeildinni í vetur. Ítalarnir gerðu góða ferð á Anfield og sigruðu Englandsmeistarana, 0-2. Josip Ilicic og Robin Gosens skoruðu mörkin með fjögurra mínútna millibili í seinni hálfleik. Liverpool er með níu stig á toppi A-riðils, tveimur stigum á undan Ajax og Atalanta þegar tveimur leikjum er ólokið. Manchester City er enn með fullt hús stiga í C-riðli eftir 0-1 sigur á Olympiakos í Grikklandi. Phil Foden skoraði eina mark leiksins á 36. mínútu. Í stórleik gærkvöldsins vann svo Real Madrid 0-2 sigur á Inter á San Siro. Þetta var fyrsti sigur Real Madrid í Mílanó í Evrópukeppni frá upphafi. Eden Hazard kom Real Madrid yfir með marki úr víti á 7. mínútu og Achraf Hakimi, fyrrverandi leikmaður Madrídarliðsins, skoraði svo sjálfsmark á 59. mínútu. Arturo Vidal, leikmaður Inter, var rekinn af velli vegna tveggja gulra spjalda sem hann fékk á sömu mínútunni fyrir mótmæli. Real Madrid er í 2. sæti B-riðils með sjö stig, einu stigi á eftir toppliði Borussia Mönchengladbach sem rústaði Shakhtar Donetsk í gær, 4-0. Inter er í neðsta sæti riðilsins með einungis tvö stig. Klippa: Liverpool 0-2 Atalanta Klippa: Olympiacos 0-1 Man. City Klippa: Inter 0-2 Real Madrid Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Jenas missir annað starf Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Körfubolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Sjá meira