Öryggi landsmanna ógnað Hildur Sólveig Sigurðardóttir og Hafdís Gunnarsdóttir skrifa 27. nóvember 2020 09:01 Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landhelgisgæslan Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Sjá meira
Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. Það mà vissulega vona það besta, að ekki komi til þess að að íbúar landsbyggðarinnar, fólk à faraldsfæti og sjófarendur þurfi ákkúrat þessa tvo sólahringa á bráðaþjónustu björgunarþyrlna að halda sem geta og hafa skipt sköpum og verið lífsspursmál. En við þessar aðstæður er einfaldlega verið að spila rússneska rúllettu með heilsu og öryggi Íslendinga. Slíkt er auðvitað með öllu óboðlegt. Bráðaþjónusta skorin niður á landsbyggðinni Á undanförnum árum hefur bráðaheilbrigðisþjónusta verið markvisst skorin niður á landsbyggðinni en á sama tíma efld í Reykjavík. Þeir einstaklingar sem þurfa sérhæfða bráðaheilbrigðisþjónustu er því vísað í auknum mæli á Landspítala háskólasjúkrahús. Þetta fyrirkomulag hefur kallað á verulega aukningu á sjúkraflugi og hafa björgunarþyrlur sinnt þeim tilfellum þegar veður hamlar för flugvéla. Aðgangur allra að heilbrigðisþjónustu Á sama tíma og veruleg aukning er á sjúkraflutningum af landsbyggðinni eru skipulagsyfirvöld höfuðborgarinnar, aftur mannanna verk, að reyna leynt og ljóst að loka Reykjavíkurflugvelli. Í aðalskipulagi Reykjavíkurborgar er lokun flugbrauta í Vatnsmýrinni enn á áætlun og verður þeirri næstu lokað innan 13 mánaða. Reykjavíkurflugvöllur þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og með uppbyggingu nýs Landspítala háskólasjúkrahúss við Hringbraut var nauðsyn tilvistar Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri fyrir landsmenn alla fest í sessi. Væri Reykjavíkurflugvelli lokað líkt og vilji borgaryfirvalda stendur til yrði viðbragðstími sjúkraflutninga af landsbyggðinni aukinn verulega og þar með aðgengi íbúa landsbyggðarinnar og ferðalanga að sérhæfðri bráðaheilbrigðisþjónustu skert. Það væri einnig fullkomlega óboðlegt, enda er nýr Landspítali nýtt þjóðarsjúkrahús, sjúkrahús allra landsmanna en ekki bara borgarbúa. Brýn nauðsyn sérhæfðrar sjúkraþyrlu Öryggisleysið sem við búum við þessa daga sýnir okkur svo um munar hversu mikilvægt það er að öryggi íbúa sé ávallt í fyrirrúmi. Það sýnir okkur að við þurfum að læra af reynslunni og koma í veg fyrir að sambærilegar aðstæður komi upp aftur. Því þarf að tryggja sérútbúna sjúkraþyrlu með staðarvakt á Suðurlandi. Slík þyrla hefði margvíslega kosti i för með sér. Bráðaviðbragð fyrir íbúa og ferðafólk á Suðurlandi væri mun öruggara og hraðara og það myndi draga úr álagi á sjúkravélinni sem sinnir öllu sjúkraflugi á landinu frá Akureyri og þannig stytta viðbragðstíma vegna sjúkraflutninga annarra landshluta. Tryggja þarf fjármögnun sjúkraþyrlunnar Í desember á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin tillögu heilbrigðisráðherra sem felur í sér undirbúning tilraunaverkefnis um notkun sérhæfðrar sjúkraþyrlu til að styrkja sjúkraflutninga í landinu en lítið hefur heyrst af verkefninu síðan. Afar mikilvægt er að fjármögnun sjúkraþyrluverkefnisins verði tryggð og það komi til framkvæmda sem allra fyrst. Staðan í dag minnir okkur jafnframt á mikilvægi staðsetningar Reykjavíkurflugvallar, því áður en við vitum af munu svipaðar aðstæður blasa við okkur varðandi sjúkraflugið. Ríkisvaldið þarf með afgerandi hætti að tryggja að flugvöllurinn í Vatnsmýrinni fari ekkert, amk. þar til annar sambærilegur eða betri kostur finnst því ef fram heldur sem horfir mun Reykjavíkurborg loka flugvellinum í Vatnsmýri. Samkvæmt lögum eiga allir landsmenn að eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem á hverjum tíma eru tök á að veita. Við skorum á stjórnvöld að bregðast við og tryggja þann lögbundna rétt landsmanna kirfilega svo þessi staða komi aldrei upp aftur. Hildur Sólveig Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum. Hafdís Gunnarsdóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Ísafjarðarbæ
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson Skoðun