Atli fær Grammy-tilnefningu Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 12:31 Atli sá að miklu leyti um tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Skapti Hallgrímsson Tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson er tilnefndur til Grammy-verðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire and Saga. Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net. Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum. Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram. „Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net. Íslendingar áberandi á Grammy Íslendingar eru áberandi og með frábæra uppskeru í tilnefningum til á Grammy-verðlaunanna í ár. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence þar sem flutt eru ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tvær tilnefningar. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hins vegar er Hildur tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu Bathroom Dance úr myndinni. Hildur fékk Grammy-verðlaun í fyrra fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl. Eurovision-mynd Will Ferrell Grammy Menning Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Atli er tilnefndur ásamt öllum þeim sem unnu að tónlist kvikmyndarinnar. Þetta kemur fram á frétta- og mannlífsvefnum Akureyri.net. Tilnefningin er í flokknum tónlist í kvikmyndum, þáttum og tölvuleikjum. Grammy verðlaunin verða í Los Angeles í janúar og er þetta í 63. skipti sem verðlaunahátíðin fer fram. „Jú, það er mjög gaman að þessu og mikill heiður. Þetta lítur mjög vel út á ferilskránni,“ segir Atli í samtali við Akureyri.net. Íslendingar áberandi á Grammy Íslendingar eru áberandi og með frábæra uppskeru í tilnefningum til á Grammy-verðlaunanna í ár. Daníel Bjarnason og Sinfóníuhljómsveit Íslands voru tilnefnd í flokknum Besti hljómsveitarflutningur (Best orchestral performance) fyrir diskinn Concurrence þar sem flutt eru ný verk eftir fjögur íslensk tónskáld, Önnu Þorvaldsdóttur, Hauk Tómasson, Maríu Huld Markan Sigfúsdóttur og Pál Ragnar Pálsson. Einleikarar með hljómsveitinni eru Sæunn Þorsteinsdóttir og Víkingur Heiðar Ólafsson. Þá fékk Hildur Guðnadóttir tvær tilnefningar. Hún er annars vegar tilnefnd í flokknum besta tónlist í sjónrænum miðli fyrir tónlist sína við kvikmyndina Joker. Hins vegar er Hildur tilefnd fyrir útsetningu sína á laginu Bathroom Dance úr myndinni. Hildur fékk Grammy-verðlaun í fyrra fyrir tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl.
Eurovision-mynd Will Ferrell Grammy Menning Hildur Guðnadóttir Tengdar fréttir Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51 Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35 Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Hildur tilnefnd til Grammy-verðlauna í annað sinn Hildur vann Grammy-verðlaun á þessu ári. Hún gæti unnið tvenn til viðbótar í janúar 2021. 24. nóvember 2020 20:51
Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gær. 27. janúar 2020 06:35
Hildur ljómaði á Grammy hátíðinni Hildur Guðnadóttir tónskáld vann í gær Grammy-verðlaun fyrir tónlist sína í þáttunum Chernobyl. 27. janúar 2020 10:00