Áhorfendur fá ekki að klæða sig upp á HM í pílu í ár Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2020 10:30 Mynd frá HM í pílu á síðasta ári. Þessi þarf að láta jólapeysu duga í ár ef hann verður einn þeirra 1000 sem fær miða á mótið. Paul Harding/Getty Images Áhorfendur á HM í pílu í ár fá ekki að klæða sig upp eins og venja er ár hvert. HM í pílu er þekkt fyrir skrautlega áhorfendur enda mætir hver einn og einasti í búning, oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Pílukast Bretland England Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira
HM í pílu fer að venju fram í Alexandra Palace, Ally Pally, í Lundúnum frá 15. desember til 3. janúar næstkomandi. Vísir greindi frá því í gær að mótið verður sýnt beint á Stöð 2 Sport 3, um er að ræða 114 klukkutíma af pílukasti. Páll Sævar Guðjónsson, betur þekktur sem Röddin, mun að sjálfsögðu lýsa mótinu af sinni alkunni snilld. Páll Sævar er kynnir á leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu ásamt því að vera einn mesti sérfræðingur landsins þegar kemur að pílu. 96 keppendur munu taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár en þeir 32 bestu á heimslistanum koma ekki inn í keppnina fyrr en í annarri umferðinni. Í fyrstu umferðinni munu 32 pílukastarar úr atvinnumannaröðinni keppa við 32 alþjóðlega keppendur. Vegna kórónufaraldursins verða aðeins þúsund áhorfendur leyfðir í Ally Pally að þessu sinni. Það sem meira er þá verður áhorfendum bæði bannað að syngja sem og að mæta í búningum samkvæmt frétt BBC. Ein stærsta hefð HM í pílu er sú að allir sem mæta á mótið eru í búning að einhverju tagi. Oftar en ekki er þema hjá hverjum vinahóp fyrir sig. Jólapeysur verða leyfðar og reikna má með að fólk reyni að mæta í eins skrautlegum peysum og mögulegt er. Áhorfendur munu þurfa að vera með grímu ásamt því að allur matur og drykkur verður pantaður í gegnum forrit í símanum. Fari fólk ekki eftir settum fyrirmælum þá gæti því verið vísað á dyr. HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
HM í pílukasti er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. HM í pílukasti er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Pílukast Bretland England Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Sjá meira