Í dag er alþjóðadagur sjálfboðaliða! Anke Prinsen og Lena Pshennikova skrifa 5. desember 2020 16:31 Hvernig hefur heimsfaraldur áhrif á sjálfboðaliðaverkefni? Árlega koma sjálfboðaliðar til Íslands í gegnum sjálfboðaliðaáætlunin European Solidarity Corps (ESC). Sjálfboðaliðarnir vinna fyrir ýmis félagasamtök eins og Veraldarvini, SEEDs, Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS), AFS á íslandi, Skógræktarfélag Íslands, Farfuglar, Hostel International, Rauða Krossinn, Klúbbinn Geysir svo eitthvað sé nefnt. Núna eru 28 sjálfboðaliðar ESC staðsettir á Íslandi sem dvelja frá 2 vikum upp í 12 mánuði. Auðvitað hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á, meðal annars vegna aukinna hafta og lokun landamæra, mörgum verkefnum hefur verið frestað. Lena frá Rússlandi (sjálfboðaliði hjá AUS) og Anke frá Hollandi (sjálfboðaliðastörf hjá AFS á Íslandi) deila hér reynslu sinni af sjálfboðaliðastarfi á tímum Covid. Komið til Íslands „Ég kom til Íslands um miðjan febrúar. Ég var mjög spennt fyrir því sem var framundan. Því miður fór fyrsta bylgjan af stað fljótlega eftir komu mína. Því fylgdi auðvitað mikil óvissa og ég byrjaði að vinna að heiman eftir að hafa verið á Íslandi í um það bil mánuð. Flestum viðburðum hafði verið aflýst eða frestað. Fyrir mig eins og aðra var það áskorunin að vinna verkefnin mín á netinu,“ segir Anke. Lena kom 8 mánuðum síðar og stóð einnig frammi fyrir töluverðum áskorunum. Hún ætlaði upphaflega að koma í mars. En vegna allra takmarkana var komu hennar frestað. „Um miðjan mars 2020 var ég svo spennt að koma til Íslands í sjálfboðavinnu. Ég hafði pantað miða á þremur vikum áður og var að undirbúa mig fyrir brottför. Þá sá ég ekki fyrir það sem koma skyldi, það sem var að gerast í Kína virtist svo fjarlægt en svo bara gerðist allt svo skyndilega - lokun. Fluginu mínu var aflýst,“ segir Lena. Lena fékk loksins tækifæri til að koma til Íslands í október 2020 þrátt fyrir aðra bylgju Covid. Eftir þriggja daga undirbúningsvinnu og samtal við landamæraþjónustu endaði hún á því að bóka rútu frá Moskvu til Riga og tók svo beint flug frá Riga til Reykjavíkur. Þetta var besti kosturinn þar sem Lettland heimilaði flug fyrir útlendinga ef það er gert innan 12 klukkustunda eftir að komið var yfir landamærin. Sjálfboðaliðareynslan Fyrsta bylgja Covid var heldur ekki sú auðveldasta fyrir Anke, hún var þegar á Íslandi. Upphaflegu verkefnin breyttust. Hún ákvað að setja upp netæfingar fyrir sjálfboðaliða AFS. Einnig tók hún að sér ýmis verkefni eins og markaðssetningu fyrir skrifstouna. „Ég lærði fljótt að aðlögunarhæfni mín er góð. Ég öðlaðist nýja færni sem ég bjó ekki yfir áður en ég kom til Íslands. Auðvitað voru erfiðir tímar. Að vinna heima og geta ekki hitt fólk getur verið ansi einmannalegt stundum. Ég er mjög þakklát fyrir að samtökin styðja mig svo mikið og að þau gefa mér tækifæri til að þroskast. Og auðvitað styður fjölskylda mín og vinir mig líka í öllu sem ég geri sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Anke. Fyrir Lenu voru einnig breytingar af völdum COVID. Hún átti upphaflega að vinna að öðru verkefni – á Grund, dvalarheimili aldraðra - en því var frestað vegna þess að aldraða fólkið er hvað viðkvæmasti hópurinn í miðjum heimsfaraldri. Þar sem Lena var tilbúin að koma yfir bauð AUS henni kost á að starfa fyrir þau sem samskiptafulltrúi. „Ég var ánægð að fá þetta tækifæri því ég starfaði sem fréttaritari í Rússlandi þannig að starfið var mér kunnugt. AUS er hvetjandi og styður þær hugmyndir sem ég legg til og ég er þakklát fyrir tækifærið til að auka hæfileika mína á þessu sviði,“ segir Lena. Hlakka til Lena og Anke eru á mjög mismunandi stað í sínu sjálboðaliðaferli. Lena hefur verið hér í einungis einn mánuð og á ellefu mánuði eftir. Á meðan Anke á aðeins rúmlega 2 mánuði af sínu ári. „Tíminn flýgur svo hratt. Þessi reynslan hefur gefið mér mikið. Auk sjálfboðaliðastarfsins hef ég verið mikið á ferð um Ísland. Ég algjörlega elska þetta land. Einnig lærði ég að prjóna og bjó ég til nokkur pör af vettlingum, sokkum og prjónaði tvær lopapeysur sem ég er mjög stolt af. Tími minn hér hefur verið magnaður og ég hlakka til síðustu mánaða,“ segir Anke. Eins hefur Lena verið á ferð um helgar þennan fyrsta mánuðinn en auðvitað er fúlt að barir, sundlaugar, söfn séu lokuð. „Ég fór alla leið norður á Akureyri sem er einn yndislegasti bær sem ég hef séð. Allir vöruðu mig við veðrinu en ég myndi segja að þetta snýst ekki um slæmt veður heldur að velja rétt föt. Ég hlakka virkilega til að bæta íslensku kunnáttu mína. Mér líkar það hvernig hún hljómar og það er mjög freistandi að læra málið vegna þess hve fáir geta talað það. Eins og einn háskólakennarinn minn sagði - lærðu hið óvenjulega vegna þess að margir kunna venjulega hluti,“ segir Lena. Það er mjög mikilvægt að verkefni sjálfboðaliða séu ennþá í gangi þrátt fyrir skrítnar aðstæður. Sérstaklega nú á tímum þegar fólk gæti verið að glíma við skort á samskiptum. Sjálfboðaliðastarf á þessum tímum er krefjandi. En það er samt ótrúlegt tækifæri og reynsla þar sem þú gefur til samfélagsins og bætir um leið þína hæfni og öðast nýja reynslu. Upplýsingar um sjálfboðaliðaáætlunina eru hér: www.erasmusplus.is/european-solidarity-corps Anke Prinsen og Lena Pshennikova Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Góðverk Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvernig hefur heimsfaraldur áhrif á sjálfboðaliðaverkefni? Árlega koma sjálfboðaliðar til Íslands í gegnum sjálfboðaliðaáætlunin European Solidarity Corps (ESC). Sjálfboðaliðarnir vinna fyrir ýmis félagasamtök eins og Veraldarvini, SEEDs, Alþjóðleg ungmennaskipti (AUS), AFS á íslandi, Skógræktarfélag Íslands, Farfuglar, Hostel International, Rauða Krossinn, Klúbbinn Geysir svo eitthvað sé nefnt. Núna eru 28 sjálfboðaliðar ESC staðsettir á Íslandi sem dvelja frá 2 vikum upp í 12 mánuði. Auðvitað hefur heimsfaraldurinn haft áhrif á, meðal annars vegna aukinna hafta og lokun landamæra, mörgum verkefnum hefur verið frestað. Lena frá Rússlandi (sjálfboðaliði hjá AUS) og Anke frá Hollandi (sjálfboðaliðastörf hjá AFS á Íslandi) deila hér reynslu sinni af sjálfboðaliðastarfi á tímum Covid. Komið til Íslands „Ég kom til Íslands um miðjan febrúar. Ég var mjög spennt fyrir því sem var framundan. Því miður fór fyrsta bylgjan af stað fljótlega eftir komu mína. Því fylgdi auðvitað mikil óvissa og ég byrjaði að vinna að heiman eftir að hafa verið á Íslandi í um það bil mánuð. Flestum viðburðum hafði verið aflýst eða frestað. Fyrir mig eins og aðra var það áskorunin að vinna verkefnin mín á netinu,“ segir Anke. Lena kom 8 mánuðum síðar og stóð einnig frammi fyrir töluverðum áskorunum. Hún ætlaði upphaflega að koma í mars. En vegna allra takmarkana var komu hennar frestað. „Um miðjan mars 2020 var ég svo spennt að koma til Íslands í sjálfboðavinnu. Ég hafði pantað miða á þremur vikum áður og var að undirbúa mig fyrir brottför. Þá sá ég ekki fyrir það sem koma skyldi, það sem var að gerast í Kína virtist svo fjarlægt en svo bara gerðist allt svo skyndilega - lokun. Fluginu mínu var aflýst,“ segir Lena. Lena fékk loksins tækifæri til að koma til Íslands í október 2020 þrátt fyrir aðra bylgju Covid. Eftir þriggja daga undirbúningsvinnu og samtal við landamæraþjónustu endaði hún á því að bóka rútu frá Moskvu til Riga og tók svo beint flug frá Riga til Reykjavíkur. Þetta var besti kosturinn þar sem Lettland heimilaði flug fyrir útlendinga ef það er gert innan 12 klukkustunda eftir að komið var yfir landamærin. Sjálfboðaliðareynslan Fyrsta bylgja Covid var heldur ekki sú auðveldasta fyrir Anke, hún var þegar á Íslandi. Upphaflegu verkefnin breyttust. Hún ákvað að setja upp netæfingar fyrir sjálfboðaliða AFS. Einnig tók hún að sér ýmis verkefni eins og markaðssetningu fyrir skrifstouna. „Ég lærði fljótt að aðlögunarhæfni mín er góð. Ég öðlaðist nýja færni sem ég bjó ekki yfir áður en ég kom til Íslands. Auðvitað voru erfiðir tímar. Að vinna heima og geta ekki hitt fólk getur verið ansi einmannalegt stundum. Ég er mjög þakklát fyrir að samtökin styðja mig svo mikið og að þau gefa mér tækifæri til að þroskast. Og auðvitað styður fjölskylda mín og vinir mig líka í öllu sem ég geri sem ég er mjög þakklát fyrir,“ segir Anke. Fyrir Lenu voru einnig breytingar af völdum COVID. Hún átti upphaflega að vinna að öðru verkefni – á Grund, dvalarheimili aldraðra - en því var frestað vegna þess að aldraða fólkið er hvað viðkvæmasti hópurinn í miðjum heimsfaraldri. Þar sem Lena var tilbúin að koma yfir bauð AUS henni kost á að starfa fyrir þau sem samskiptafulltrúi. „Ég var ánægð að fá þetta tækifæri því ég starfaði sem fréttaritari í Rússlandi þannig að starfið var mér kunnugt. AUS er hvetjandi og styður þær hugmyndir sem ég legg til og ég er þakklát fyrir tækifærið til að auka hæfileika mína á þessu sviði,“ segir Lena. Hlakka til Lena og Anke eru á mjög mismunandi stað í sínu sjálboðaliðaferli. Lena hefur verið hér í einungis einn mánuð og á ellefu mánuði eftir. Á meðan Anke á aðeins rúmlega 2 mánuði af sínu ári. „Tíminn flýgur svo hratt. Þessi reynslan hefur gefið mér mikið. Auk sjálfboðaliðastarfsins hef ég verið mikið á ferð um Ísland. Ég algjörlega elska þetta land. Einnig lærði ég að prjóna og bjó ég til nokkur pör af vettlingum, sokkum og prjónaði tvær lopapeysur sem ég er mjög stolt af. Tími minn hér hefur verið magnaður og ég hlakka til síðustu mánaða,“ segir Anke. Eins hefur Lena verið á ferð um helgar þennan fyrsta mánuðinn en auðvitað er fúlt að barir, sundlaugar, söfn séu lokuð. „Ég fór alla leið norður á Akureyri sem er einn yndislegasti bær sem ég hef séð. Allir vöruðu mig við veðrinu en ég myndi segja að þetta snýst ekki um slæmt veður heldur að velja rétt föt. Ég hlakka virkilega til að bæta íslensku kunnáttu mína. Mér líkar það hvernig hún hljómar og það er mjög freistandi að læra málið vegna þess hve fáir geta talað það. Eins og einn háskólakennarinn minn sagði - lærðu hið óvenjulega vegna þess að margir kunna venjulega hluti,“ segir Lena. Það er mjög mikilvægt að verkefni sjálfboðaliða séu ennþá í gangi þrátt fyrir skrítnar aðstæður. Sérstaklega nú á tímum þegar fólk gæti verið að glíma við skort á samskiptum. Sjálfboðaliðastarf á þessum tímum er krefjandi. En það er samt ótrúlegt tækifæri og reynsla þar sem þú gefur til samfélagsins og bætir um leið þína hæfni og öðast nýja reynslu. Upplýsingar um sjálfboðaliðaáætlunina eru hér: www.erasmusplus.is/european-solidarity-corps Anke Prinsen og Lena Pshennikova
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar