Fátæk börn í Reykjavík Kolbrún Baldursdóttir skrifar 6. desember 2020 20:00 Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Fátækt á sér margar birtingarmyndir. Enda þótt við sjáum ekki grátandi börn á götunni að betla, þá eru allt of margir á vergangi með börnin sín. Fátækar fjölskyldur leita sér skjóls jafnvel í óleyfishúsnæði, húsnæði sem er stundum í slæmu ásigkomulagi þar sem brunavarnir eru ekki í lagi. Flokkur fólksins vill sjá málefni þeirra verst settu sett ofar á forgangslista borgarinnar. Útsvarsprósenta er eins há og hún má vera í Reykjavík en samt er hér fólk sem býr við slæman efnahag. Þeir sem búa við fátækt eru oft börn einstæðra foreldra. Foreldrar sem eru aðþrengdir fjárhagslega þurfa að forgangsraða ef endar ná ekki saman og þá koma grunnþarfir fyrst. Í mörgum tilfellum fer stærsti hluti tekna fátækra og láglaunafólks í húsaleigu, allt að 80% . Það er erfitt að ná endum saman þegar 20% launa eiga að duga fyrir öllu öðru. Þessi staða hefur ríkt í Reykjavík lengi. Börn fátækra foreldra sitja þess vegna ekki við sama borð og börn efnameiri foreldra. Tillagan um fríar máltíðir í leik- og grunnskólum Flokkur fólksins hefur bæði lagt fram tillögur um að skólamáltíðir verði fríar og einnig að þær verði tekjutengdar. Flokkur fólksins hefur jafnframt lagt til að gjald fyrir frístundaheimili verði tekjutengt og tillögur hafa einnig verið lagðar fram um lækkun á þessum gjöldum eins og fordæmi eru fyrir í öðrum sveitarfélögum. Í tekjujöfnun eru tvær meginleiðir. Sú fyrri er að fólk borgi mismikla skatta. En þá þarf skattkerfið að vera þrepaskipt, t.d. með 5 þrepum. Andstæðan við það er að skattprósenta sé eins hjá öllum en að þeir efnaðri greiði meira fyrir velferðarþjónustu en þeir fátæku. Sem borgarfulltrúi get ég ekki haft áhrif á skattprósentuna en er að reyna með þessum tillögum að hafa áhrif á hvað velferðarþjónusta kostar. Hvað við kemur skólamáltíðum þá er aðeins ein fær leið sem tryggir að ekkert barn verði nokkurn tíma svangt í skólanum og það er að hafa skólamáltíðirnar fríar. Núna eru skattar á Íslandi lítið þrepaskiptir. Þeir ríku borgar hlutfallslega minni skatta en þeir fátæku og því er mjög eðlilegt að tekjutengja nauðsynleg gjöld, sérstaklega þau sem snúa að þjónustu við börnin. Margir sem eru í góðum efnum vilja gjarnan borga meira og finnst sjálfsagt að þeir sem minna hafa milli handanna borgi minna. Kostir við að tekjutengja gjöld að þessu tagi er að tryggja að það fólk sem virkilega þarf aðstoðina fái hana og að þeir efnameiri borgi meira en þeir efnaminni og fátæku. Það er alla vega ekki annað hægt að segja en að Flokkur fólksins hafi reynt allt til að tryggja að ekkert barn þurfi nokkurn tíma að vera svangt í skóla og að öll börn geti átt öruggt athvarf í frístundinni án tillits til efnahags foreldra. Þetta var eitt af því sem Flokkur fólksins lofaði að beita sér fyrir í kosningabaráttunni og Flokkur fólksins stendur við gefin loforð. Vandinn er sá að Flokkur fólksins er í minnihluta bæði í borgarstjórn og á Alþingi. Í sambandi við fríar skólamáltíðir er gjarnan spurt, hvar á að taka fjármagnið? Vissulega fylgir því umtalsverður kostnaður að hafa fríar skólamáltíðir en borgarsjóður er ekki tómur. Þetta er einfaldlega spurning um hvernig við óskum að deila út fjármagninu. Samhliða er sjálfsagt að skoða hvernig megi hagræða í þessum málaflokki. Ein leið er að minnka matarsóun. Minnka má matarsóun með því að leyfa börnum að skammta sér sjálf og vigta það sem þau leifa. Þeirra þátttaka í að sporna við matarsóun hefur sýnt að skili árangri. Fátæku börnin njóta síður góðs af Frístundakortinu Frá árinu 2009 hefur verið heimilt að nota frístundakort barnsins, sem hugsað var til að auka jöfnuð barna í íþróttum, til að greiða gjald frístundaheimilis. Það eru oftast fátæku og efnaminni foreldrarnir sem verða stundum að grípa til þessa ráðs. Þessu hefði þurft að breyta þannig að í staðinn fyrir að grípa til frístundakortsins sem gjaldmiðils fyrir frístundaheimili fengju foreldrar sérstakan styrk fyrir frístundaheimilinu. Frístundakortið er réttur barnsins og við honum á ekki að hrófla heldur frekar að hjálpa barninu til að finna sér tómstund eða íþrótt þar sem það getur nýtt rétt sinn til frístundakortsins. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun