Líkamsræktarstöðvar og sóttvarnir Lars Óli Jessen skrifar 10. desember 2020 16:00 Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Sjá meira
Hingað til hef ég setið á skoðunum mínum um sóttvarnaraðgerðir. Almennt séð tel ég rödd vísinda vera réttmætari en aðrar raddir, enda byggja fræðimenn rök sín svo gott sem eingöngu á staðreyndum. Verandi menntaður lýðheilsufræðingur og starfandi við rekstur á líkamsrækt finnst mér ég á einhvern hátt sitja báðum megin við borðið í þessari umræðu. Samkomutakmarkanir hef ég hingað til að mestu leyti stutt, einnig hvað varðar lokanir líkamsræktarstöðva. Alltaf erum við að læra meira og meira á þessa veiru og nú finnst mér eins og yfirvöld hræðist að skipta um hest í miðri á. Nú hafa 5.524 smit verið staðfest hérlendis. Þar af eru 36 smit rakin beint til líkamsræktarstöðva og 74 afleidd smit, samtals 110 smit. Ekki nema 0,65% smita má því rekja beint til líkamsræktarstöðva og tæplega 2% ef afleidd smit eru talin með. Vissulega væru tölurnar hærri ef ekki væri fyrir lokun líkamsræktarstöðva stóran hluta ársins, en í stóra samhenginu spyr maður sig hvort fórnarkostnaðurinn sé þess virði. Samkomutakmarkanir hafa fyrst og síðast þann tilgang að koma í veg fyrir veikindi fólks, fækka dauðsföllum og halda heilsufarslegum skaða þjóðarinnar í lágmarki – allt eru þetta form af því að standa vörð um heilsu almennings. En hvaða áhrif hafa lokanir líkamsræktarstöðva á heilsufar þjóðarinnar? Heilsa hversu margra ætli hafi versnað sökum hreyfingarleysis? Hversu mikið hefur tíðni annarra veikinda aukist? Hversu mikið ætli algengi þunglyndis, kvíða, streitu og annarra andlegra kvilla hækki meðan aðgengi að besta lyfinu (hreyfingu) er skert? Hver er félagslegi skaðinn? Hversu margir í endurhæfingu hafa fengið bakslag? Hversu margir aldraðir hafa rýrnað í vöðvamassa, sem mun orsaka fleiri föll og önnur slys? Hversu mikið af ungu fólki hefur tileinkað sér lífsstíl hreyfingarleysis, sem mun hafa ótal neikvæðar heilsufarslegar afleiðingar síðar á lífsleiðinni? Svo mætti áfram telja. Þegar öll sjónarmið eru tekin saman veit ég ekki hvort opna hefði átt á starfsemi líkamsræktarstöðva. Ég veit ekki hvaða starfsemi á að vera fyrir ofan línuna og hvaða starfsemi fyrir neðan. Ég veit ekki hvaða sjónarmið á að hlusta á hverju sinni. En eitt veit ég. Líkamsræktarstöðvar væru vel til í að koma til móts við tilmæli sóttvarnaryfirvalda um háttalag starfsemi sinnar. Sótthreinsandi sprey út um allt, hóflegur fjöldi leyfilegur miðað við stærð rýmis, notkun einnota hanska eða hvað það væri sem myndi lágmarka smithættu. Á Íslandi erum við með eitt besta ef ekki allra besta smitrakningarteymið á heimsvísu. Ég tel skjóta skökku við að miða reglur út frá alþjóðlegum tölum um algengi smitleiða, á sama tíma og við búum sjálf yfir nákvæmari tölum. Með afleiddum smitum má rekja innan við 2% smita til líkamsræktarstöðva. Tvö prósent. Réttlætir það heilsufarslegan fórnarkostnað sem lokun líkamsræktarstöðva hefur í för með sér? Að lokum vil ég taka skýrt fram að ég er ekki að skammast út í neinn. Það eru allir að gera sitt besta. Ég styð ekki hótanir um að kanna lögmæti aðgerða með kærum eða öðru slíku. Þetta eru einungis heilbrigðar vangaveltur frá starfsmanni á líkamsræktarstöð sem er orðinn einmana á skrifstofunni. Höfundur er lýðheilsufræðingur og fagstjóri líkamsræktar Heilsuklasans
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar