Kerfisvandamál en ekki tölvuárás Sylvía Hall skrifar 10. desember 2020 20:24 Bilunin náði til fleiri kerfa hjá forritum Facebook. Getty/Hakan Nural Bilun í skilaboðaforritum Facebook í morgun er ekki vegna tölvuárásar. Þetta segir Atli Stefán Yngvason hjá tæknivarpinu, sem ræddi þessa umtöluðu bilun í Reykjavík síðdegis í dag. Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan. Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Það fór ekki fram hjá mörgum þegar Facebook Messenger lá niðri í morgun. Notendur gátu ekki sent skilaboð sín á milli og virtist sem internetið lægi niðri. Bilunin náði þó ekki einungis til Facebook Messenger, heldur var hún einnig í skilaboðum Instagram og Whatsapp. „Það hefur ekki komið neitt opinbert frá Facebook, en það er vitað að Facebook er að vinna að því innanhúss að sameina undirliggjandi kerfi fyrir skilaboðakerfin sín, sem eru ekki bara Facebook Messenger. Það var ekki bara Facebook Messenger sem datt niður í morgun upp úr 9:30, heldur voru það líka Instagram og Whatsapp skilaboðin sem lentu öll í vandræðum,“ segir Atli Stefán. „Tilgátan í mínum geira er að það sé vegna þessarar sameiningar, að það sé verið að sameina þjónustuna í eitt kerfi í staðinn fyrir að vera með mörg kerfi.“ Hann segir ljóst að ekki sé um árás að ræða, enda væri slíkt atvik tilkynningarskylt. Engin tilkynning hefur komið frá Facebook og þó fátt sé um skýringar sé greinilegt að mikil vinna sé í gangi í kerfum fyrirtækisins. „Það er búið að vera slatti af útföllum núna í tvær vikur þannig það er greinilega einhver þung vinna í gangi sem hefur áhrif á öll kerfin,“ segir Atli Stefán. „Þetta er einungis kerfisvandamál.“ Hlusta má á viðtalið við Atla Stefán hér að neðan.
Samfélagsmiðlar Facebook Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Messenger virðist kominn í samt lag eftir „sambandsleysi“ Samskiptaforritið Facebook Messenger á nú að vera komið í samt lag eftir að hafa legið niðri framan af degi. 10. desember 2020 16:18