Rúnar Kárason segir landsliðsferlinum lokið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. desember 2020 14:16 Rúnar Kárason mun ekki leika fleiri landsleiki. Mynd/AFP Skyttan Rúnar Kárason hefur farið mikinn með liði sínu Ribe-Esbjerg í Danmörku undanfarið. Hann segir hins vegar að landsliðsferli sínum sé lokið. Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is. Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira
Þetta kom fram í viðtali Rúnars við handbolti.is sem birt var í dag. „Ég er sáttur með stöðu mála. Náði að leika hundrað landsleiki, skora mörg mörk og taka þátt í nokkrum stórmótum. Er stoltur að hafa fengið tækifæri til að leika með landsliðinu í eitt hundrað skipti og það er góður áfangi finnst mér,“ sagði hinn 32 ára gamli Rúnar um stöðu sína hjá íslenska landsliðinu. Rúnar var ekki valinn í 35 manna hóp Guðmunds Guðmundssonar fyrir HM í Egyptalandi en hann segir það ekki skipta sig miklu máli. Hann telur sig hafa leikið sinn síðasta leik og að landsliðsferli hans sé lokið. „Langaði ekki að vera þarna“ „Þegar ég kom til æfinga landsliðsins í lok desember 2018 sagði ég Guðmundi að ég hafi verið meiddur sé ekki í toppstandi. Fengi ég að æfa skynsamlega þá hefði ég trú á að ég kæmist í gang fyrir HM.“ „Þegar á reyndi þá var ég ekki tilbúinn í slaginn, líkamlega var ég ekki á þeim stað sem til þurfti það var ljóst. Á æfingamóti í Noregi skömmu fyrir HM leið mér ekki vel og tókst ekki að gera það sem ég vildi geta gert,“ segir Rúnar. Skömmu síðar var ljóst að hann væri ekki lengur inn í myndinni hjá Guðmundi. Landsliðsþjálfarinn hafði kallað Teit Örn Einarsson inn í hópinn. „Guðmundur sagði mér í framhaldinu að vegna þess að mér hefði ekki tekist að spila mig í það form sem vonir stóðu til þá færi ég ekki með á HM. Þá um leið fann ég fyrir miklum létti af því að mig langaði ekki að vera þarna,“ segir Rúnar. Skyttan öfluga segir að bæði Guðmundur og Gunnar Magnússon hafi haft samband síðan en staða hans sé sú sama. Hann sé ekki tilbúinn í leiki með íslenska landsliðinu og það sé ekki sanngjarnt af honum að halda mönnum sem vilji vera í hóp utan hóps. „Held að sú ákvörðun mín að stíga til hliðar þegar Guðmundur ákvað að velja mig ekki í hópinn á sínum tíma hafi verið best fyrir alla. Ég er að minnsta kosti mjög sáttur,“ sagði Rúnar Kárason að lokum við handbolti.is.
Handbolti Danski handboltinn Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira