Yes, Your Grace: Glataður konungur þarf að girða sig í brók Samúel Karl Ólason skrifar 16. mars 2020 11:13 Eryk og hermenn hans verjast árásarher. Vísir/Brave At Night Yes, Your Grace er merkilegur leikur fyrir margar sakir. Hann er skemmtilegur, krefjandi, öðruvísi og það er alltaf gaman að rekast á litla gullmola sem þennan leik. Framleiðsla þessa litla leiks hófst með síðu á Kickstarter árið 2015 og átti hann upprunalega að vera nokkuð umfangsmeiri en raunin varð. Í leiknum setja spilarar sig í spor Eryk, konungs Davern. Eryk sökkar greinilega sem konungur því Davern er í ömurlegri stöðu þegar leikurinn hefst. Hann fær snemma slæmar fréttir um að óvinaher sé á leiðinni og því þarf Eryk að safna bandamönnum, hermönnum og birgðum til að verjast árásinni. Það gera spilarar með því að hlusta á þegna sína og bregðast við vandræðum þeirra. Taka erfiðar ákvarðanir og leita til lávarða landsins. Sömuleiðis þarf Eryk að eiga við þrjár dætur sínar og eiginkonu. watch on YouTube Í hverri umferð hoppa spilarar viku fram í tímann og þegnar raða sér upp við hásæti Eryk til að biðja hann um hjálp. Konungurinn getur hjálpað fólkinu með að gefa þeim peninga, birgðir eða senda útsendara til að aðstoða þau. Það sem einkennir Yes, Your Grace er skortur. Maður á aldrei nóg til að hjálpa öllum og því þurfa spilarar að vanda sig við að taka ákvarðanir. Ég er fjölvistari, ef svo má að orði komast, þegar ég spila tölvuleiki. Það þýðir að ég vista gang leiksins oft og fer oft aftur á bak ef mér líkar ekki eitthvað sem gerist. Það er ekki í boði í YYG. Spilarar þurfa að lifa með ákvörðunum sínum og afleiðingum þeirra, sama hvað. Það reyndist mér erfitt en gerir leikinn þó mun skemmtilegri og í senn mun meira pirrandi. Eryk er glataður konungur Við mína fyrstu spilun YYG komst ég aldrei yfir það hvað ég persónulega hefði verið mun betri konungur en Eryk. Auðvitað hefði ég verið það. Ég hefði aldrei látið konungsríkið grotna niður til að byrja með. Ég væri að gera innrásir gegn öðrum en ekki að verjast eins og einhver ræfill. SAMMI LENGI LIFI! Það er samt það sem leikurinn snýst um. Það er að bregðast við, taka ákvarðanir með takmarkaðar upplýsingar og eiga við skort. Leikurinn snýst líka um að halda utan um fjölskyldu konungsins. Miðla á milli dætra hans þegar þær rífast eða selja þær bara í hjónabönd. Hér má sjá hvernig fólk raðar sér upp við hásæti Eryk í hverri viku.Vísir/Brave At Night Í stuttu máli sagt, og án þess að skemma vendingar leiksins, þá tókst mér að lifa af og bjarga konungsríkinu í fyrstu spilun. Það kostaði Eryk þó gífurlega mikið. Útlit YYG er mjög krúttlegt og grafíkin þjónar sínum tilgangi og vel það. Það er í raun merkilegt hve vel það gengur að koma góðum skrifum á framfæri í gegnum grafík sem þessa. Leikurinn er líka fullur af gríni og léttleika en það kemur reglulega fyrir að það grín á í raun ekki við og getur það komið niður á stemningunni. Þó öllum upplýsingum sé komið til skila á textaformi tala persónur YYG ímyndað tungumál sem svipar mjög til Simlish á köflum. Samantekt-ish Yes, Your Grace er ekki einn af stóru leikjum ársins, langt því frá. Hann er hópfjármagnaður og framleiddur af smáum hópi með mikinn metnað. YYG er mjög sjarmerandi og áhugaverður. Hann er líka mjög erfiður og ég hlakka til að spila hann aftur og taka öðruvísi ákvarðanir. Ég hef lengi haft áhuga á leikjum sem þessum og væri til í að einhver myndi framleiða mun stærri leik sem snýst um að stýra konungsríkjum í ævintýraheimi. Yes, Your Grace, verður að duga þangað til. Ég spilaði leikinn á PC. Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Yes, Your Grace er merkilegur leikur fyrir margar sakir. Hann er skemmtilegur, krefjandi, öðruvísi og það er alltaf gaman að rekast á litla gullmola sem þennan leik. Framleiðsla þessa litla leiks hófst með síðu á Kickstarter árið 2015 og átti hann upprunalega að vera nokkuð umfangsmeiri en raunin varð. Í leiknum setja spilarar sig í spor Eryk, konungs Davern. Eryk sökkar greinilega sem konungur því Davern er í ömurlegri stöðu þegar leikurinn hefst. Hann fær snemma slæmar fréttir um að óvinaher sé á leiðinni og því þarf Eryk að safna bandamönnum, hermönnum og birgðum til að verjast árásinni. Það gera spilarar með því að hlusta á þegna sína og bregðast við vandræðum þeirra. Taka erfiðar ákvarðanir og leita til lávarða landsins. Sömuleiðis þarf Eryk að eiga við þrjár dætur sínar og eiginkonu. watch on YouTube Í hverri umferð hoppa spilarar viku fram í tímann og þegnar raða sér upp við hásæti Eryk til að biðja hann um hjálp. Konungurinn getur hjálpað fólkinu með að gefa þeim peninga, birgðir eða senda útsendara til að aðstoða þau. Það sem einkennir Yes, Your Grace er skortur. Maður á aldrei nóg til að hjálpa öllum og því þurfa spilarar að vanda sig við að taka ákvarðanir. Ég er fjölvistari, ef svo má að orði komast, þegar ég spila tölvuleiki. Það þýðir að ég vista gang leiksins oft og fer oft aftur á bak ef mér líkar ekki eitthvað sem gerist. Það er ekki í boði í YYG. Spilarar þurfa að lifa með ákvörðunum sínum og afleiðingum þeirra, sama hvað. Það reyndist mér erfitt en gerir leikinn þó mun skemmtilegri og í senn mun meira pirrandi. Eryk er glataður konungur Við mína fyrstu spilun YYG komst ég aldrei yfir það hvað ég persónulega hefði verið mun betri konungur en Eryk. Auðvitað hefði ég verið það. Ég hefði aldrei látið konungsríkið grotna niður til að byrja með. Ég væri að gera innrásir gegn öðrum en ekki að verjast eins og einhver ræfill. SAMMI LENGI LIFI! Það er samt það sem leikurinn snýst um. Það er að bregðast við, taka ákvarðanir með takmarkaðar upplýsingar og eiga við skort. Leikurinn snýst líka um að halda utan um fjölskyldu konungsins. Miðla á milli dætra hans þegar þær rífast eða selja þær bara í hjónabönd. Hér má sjá hvernig fólk raðar sér upp við hásæti Eryk í hverri viku.Vísir/Brave At Night Í stuttu máli sagt, og án þess að skemma vendingar leiksins, þá tókst mér að lifa af og bjarga konungsríkinu í fyrstu spilun. Það kostaði Eryk þó gífurlega mikið. Útlit YYG er mjög krúttlegt og grafíkin þjónar sínum tilgangi og vel það. Það er í raun merkilegt hve vel það gengur að koma góðum skrifum á framfæri í gegnum grafík sem þessa. Leikurinn er líka fullur af gríni og léttleika en það kemur reglulega fyrir að það grín á í raun ekki við og getur það komið niður á stemningunni. Þó öllum upplýsingum sé komið til skila á textaformi tala persónur YYG ímyndað tungumál sem svipar mjög til Simlish á köflum. Samantekt-ish Yes, Your Grace er ekki einn af stóru leikjum ársins, langt því frá. Hann er hópfjármagnaður og framleiddur af smáum hópi með mikinn metnað. YYG er mjög sjarmerandi og áhugaverður. Hann er líka mjög erfiður og ég hlakka til að spila hann aftur og taka öðruvísi ákvarðanir. Ég hef lengi haft áhuga á leikjum sem þessum og væri til í að einhver myndi framleiða mun stærri leik sem snýst um að stýra konungsríkjum í ævintýraheimi. Yes, Your Grace, verður að duga þangað til. Ég spilaði leikinn á PC.
Leikjavísir Leikjadómar Mest lesið Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Tónlist Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir GameTíví í búðarleik GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy Sjá meira
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið
Bestu augnablikin á kosninganótt: Þórhallur að veipa, enskuslettur Sólveigar og Inga að syngja Lífið