Sara Sigmunds með góð ráð fyrir íþróttafólk yfir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2020 09:30 Sara Sigmundsdóttir er með þrjá svindldaga yfir jólahátíðina. Instagram/@sarasigmunds Íslenska CrossFit stjarnan Sara Sigmundsdóttir hefur búið sér til reglur til að komast í gegnum jólahátíðina án þess að rugla of mikið í mataræði sínu. Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira
Það er ekki auðvelt fyrir íþróttafólk að standast allar freistingarnar sem bjóðast yfir hátíðirnar í desember. Þetta er sá tími sem fólk sleppir af sér beislinu í mat og kræsingum og þetta er líka sá tími sem fjölskyldan borðar mikið saman. Það er því ekkert auðvelt fyrir íþróttafólk að fara sínar eigin leiðir þegar kemur að mataræði um jól og áramót. Sara Sigmundsdóttir þekkir þetta vel sjálf og hún undirbýr sig fyrir komandi hátíðardagskrá með því að setja sér ákveðnar vinnureglur. „Jólahátíðin er að renna í hlað og það getur orðið mjög erfitt að halda sér á réttri braut ekki síst þegar maður er að reyna að passa upp á hátíðarmatinn og jólakræsingarnar,“ skrifaði Sara á Instagram síðu sína og gaf fylgjendum sínum síðan upp sínar reglur. Sara fylgir eftirtöldum vinnureglum yfir hátíðirnar. Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag. Sara Sigmundsdóttir endar síðan á því að fullvissa fylgjendur sína um það að þessi eina vika skiptir ekki svo mikli máli fyrir heildarmyndina heldur miklu frekar allar hinar. „Það er miklu betra að borða óhollt á milli jóla og áramóta en á milli áramóta og jóla,“ skrifaði Sara á Instagram. Það má sjá færslu hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds)
Jóla og áramótareglur Söru Sigmundsdóttur: 1. Æfa venjulega. 2. Drekka eitt vatnsglas fyrir hverja máltíð. 3. Borða 500 grömm af grænmeti á hverjum degi. 4. Ekki mæla matinn ofan í þig á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag en fylgja mataræðinu þínu alla aðra daga. 5. Ekki sleppa máltíðum til að eiga mat inni seinna. 6. Aldrei vera með samviskubit vegna þess sem maður borðaði á Aðfangadagskvöld, Jóladag eða Gamlársdag.
CrossFit Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Leikdagur í Innbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla „Þetta er mjög ljúft“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fimmta tap Gróttu í röð Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Botnliðið fær landsliðsmann Sættir sig við viku í viðbót í banni þrátt fyrir litla sem enga sök Sjá meira