Ísland vígir endurbættan þjóðarleikvang Færeyja Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2020 11:01 Ísland heimsækir Færeyjar sumarið 2021 og vígir nýjan þjóðarleikvang þeirra. Ef til vill verða þeir Guðlaugur Victor Pálsson, Hörður Björgvin Magnússon og Hólmar Örn Eyjólfsson í liði Íslands þá. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu mun mæta Færeyjum ytra í æfingaleik næsta sumar. Verður leikurinn fyrsti opinberi leikur á endurbættum Þórsvelli, þjóðarleikvangi Færeyja. Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur. Fótbolti Færeyjar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira
Knattspyrnusamband Íslands gaf út tilkynningu þess efnis að Ísland myndi mæta Færeyjum ytra þann 4. júní á næsta ári. Um væri að ræða fyrsta opinbera leik á endurbættum Þórsvelli. Þá hefur leiktíminn verið staðfestur en leikurinn hefst klukkan 19.45 að íslenskum tíma. Ísland mætir Færeyjum 4. júní 2021.Faroe Islands vs. Iceland will be the first official match at the newly renovated Tórsvøllur in the Faroe Islands.https://t.co/nsXJDVio8t#fyririsland pic.twitter.com/Rsv8II9DZi— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 15, 2020 Samkvæmt frétt KSÍ mun völlurinn taka allt að fimm þúsund manns í sæti eftir endurbætur eða um það bil tíu prósent af íbúafjölda Færeyja. Alls hafa A-landslið þjóðanna mæst 25 sinnum í karlaflokki. Ísland hefur unnið 23 af þessum 25 leikjum, einn hefur endað með jafntefli og Færeyjar hafa unnið einn. Markatalan er 72-25 Íslandi í vil. Komin eru rúm sjö ár síðan liðin mættust síðast. Var það þann 14. ágúst 2013 á Laugardalsvelli og lauk leiknum með 1-0 sigri Íslands. Kolbeinn Sigþórsson með sigurmarkið þann daginn. Færeyjar hafa þó sótt í sig veðrið undanfarið og fór landslið þeirra til að mynda taplaust í gegnum sinn riðil í Þjóðadeildinni. Þrír sigrar og þrjú jafntefli niðurstaðan í riðli sem innihélt Lettland, Andorra og Möltu. Þá er úrvalsdeild Færeyja hærra skrifuð en sú íslenska á styrkleikalista UEFA sem stendur.
Fótbolti Færeyjar Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Körfubolti Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Sjá meira