Þjóðgarðar í Bandaríkjunum og á Íslandi Bjarni Páll Ingason skrifar 16. desember 2020 11:01 Theodore Roosevelt fæddist árið 1858 í stóru einbýlishúsi á besta stað í miðborg New York. Hann hóf snemma að veiða dýr og stoppa þau upp, áhugamál sem áttu eftir að fylgja honum lengi. Rúmlega tvítugur fór hann til Dakóta landsvæðisins til að veiða vísunda áður en tegundin yrði útdauð. Þessi ferð breytti lífi hans. Hann keypti sér búgarð og dvaldi þar oft og lengi út ævina við útivist og veiðar. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að ef ætti að vernda þessa fáu vísunda sem eftir voru í Bandaríkjunum þyrfti að friða stór svæði fyrir ágangi manna. Einnig varð honum ljóst að forðast þyrfti ofbeit, enda landeyðing þá þegar vandamál á búgarði hans og sameiginlegum afréttum sem kúrekarnir fóru um með nautgripahjarðirnar. Um svipað leyti varð hann afhuga laganáminu og bauð sig fram í innanfylkiskosningum í New York sem fulltrúi repúblikana og náði kjöri. Hann gegndi svo ýmsum pólitískum embættum þar til hann varð varaforseti 1901 og nokkrum mánuðum síðar forseti Bandaríkjanna eftir að William McKinley var myrtur. Hann var yngsti forseti í sögu Bandaríkjanna, kraftmikill maður sem lét til sín taka á mörgum sviðum, ekki síst á sviði náttúruverndar, á tímum þegar ríkjandi viðhorf var að náttúruauðlindir væru ótæmandi. Árið 1906 kom Roosevelt á fót því sem kallast þjóðarminnismerki (e. National Monument), sem er svæði eða staður sem forseti gat verndað vegna sérstöðu sem menningar- og sögulegar minjar, eða svæði með vísindalega sérstöðu. Þeim svipar stundum til þjóðgarða en eru þó oft minni að umfangi, en hafa sum orðið þjóðgarðar síðar meir. Miklagljúfur í Arizona-fylki (Grand Canyon) er litríkt árgljúfur, langt (466 km), breitt (6-29 km), djúpt (allt að 1,8 km) og bratt, myndað af Colorado-fljóti fyrir um 5-6 milljónum ára. Eftir að hafa heimsótt staðinn árið 1903 reyndi Theodore Roosevelt að sannfæra þingið og heimamenn um að vernda þennan magnaða stað með því að stofna þjóðgarð, en mætti mikilli andstöðu enda sáu margir þarna tækifæri í námurekstri og margskonar öðrum umsvifum. Úr ræðu hans í lauslegri þýðingu minni: Miklagljúfur er náttúruundur sem er einstakt á heimsvísu. Ég vil biðja þig um að geyma þetta mikla undur náttúrunnar eins og það er núna. Ég vona að þar verði ekki bygging af neinu tagi, ekki sumarbústaður, hótel eða nokkuð annað sem svert geti stórfenglegan glæsileika, einmanaleika og fegurð gljúfursins. Leyfðu því að vera eins og það er. Þú getur ekki bætt það. Það hefur mótast í rás tímans og maðurinn getur aðeins spillt því. Honum tókst ekki að sannfæra þingið, en náði að koma gljúfrinu undir vernd að lokum með því að gera það að þjóðarminnismerki (1908) og fara þannig framhjá þinginu, stuttu áður en hann lét af embætti. Skömmu eftir andlát hans 1919 var stofnaður þarna þjóðgarður. Árlegri umferð um sex milljóna ferðamanna er stýrt þannig að þeir valdi sem minnstu tjóni, en kyrrðin er ekki söm og áður vegna mikils þyrluflugs. Námurekstur og önnur landnýting er stunduð víða um kring og lífríkið í þjóðgarðinum breyttist gífurlega eftir að stór stífla var byggð ofar í ánni á sjöunda áratugnum. Theodore Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur barist jafn ötullega fyrir náttúruvernd og Theodore Roosevelt. Þegar Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna var komið á legg 1916 voru 35 staðir settir undir stjórn hennar og af þeim hafði hann komið að verndun 23: Fimm þjóðgarða og 18 þjóðarminnismerkja. Hann stofnaði einnig 51 fuglafriðland, fjögur stór friðlönd fyrir stærri dýr og til 150 þjóðarskóga. Samtals ná þessi svæði yfir nærri nífalda stærð Íslands. Fáar þjóðir eru jafn ríkar af náttúruauðlindum og náttúruperlum og Íslendingar. Rúmlega 30 kynslóðir hafa búið hér á landi í rúm ellefu hundruð ár og vonandi verða afkomendur okkar hér enn eftir annan eins tíma. Almenn sátt er um sjálfbæra nýtingu á fiskimiðunum þannig að hægt sé að skila þeirri auðlind áfram til næstu kynslóða. Ágreiningurinn í samtímanum snýst einungis um útfærsluna. Stórbrotin náttúra landsins er einnig verðmæt auðlind og það er ekki nema ein leið fær ef við ætlum að skila víðernum á hálendinu og öðrum náttúruperlum til komandi kynslóða: Friðlýsing og stýring á aðgengi. Skoðanakannanir (2011, 2015 og 2018) sýna að meirihluti Íslendinga er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, en eins og oft vill verða eru uppi mörg ólík sjónarmið um útfærsluna. Stór ákvörðun eins og verndun hálendis Íslands kallar á að horft sé til langrar framtíðar og yfir flokkadrætti samtímans. Sé horft til hagsmuna þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma er þetta ekki erfitt val. Best er að fela faglegri þjóðgarðastofnun langvarandi verndun á víðernum hálendisins og náttúruperlum landsins, stofnun sem hefur skýr markmið og starfar eftir lögum í samstarfi við hagsmunaaðila, félög og sjálfboðaliða. Slík leið hefur reynst vel í Bandaríkjunum þar sem Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna stýrir vernd 423 fjölbreyttra staða, þar af 62 þjóðgarða, sem 330 milljónir gesta heimsóttu árið 2019. Höfundur er lífefnafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Þjóðgarðar Bandaríkin Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Theodore Roosevelt fæddist árið 1858 í stóru einbýlishúsi á besta stað í miðborg New York. Hann hóf snemma að veiða dýr og stoppa þau upp, áhugamál sem áttu eftir að fylgja honum lengi. Rúmlega tvítugur fór hann til Dakóta landsvæðisins til að veiða vísunda áður en tegundin yrði útdauð. Þessi ferð breytti lífi hans. Hann keypti sér búgarð og dvaldi þar oft og lengi út ævina við útivist og veiðar. Hann gerði sér fljótt grein fyrir því að ef ætti að vernda þessa fáu vísunda sem eftir voru í Bandaríkjunum þyrfti að friða stór svæði fyrir ágangi manna. Einnig varð honum ljóst að forðast þyrfti ofbeit, enda landeyðing þá þegar vandamál á búgarði hans og sameiginlegum afréttum sem kúrekarnir fóru um með nautgripahjarðirnar. Um svipað leyti varð hann afhuga laganáminu og bauð sig fram í innanfylkiskosningum í New York sem fulltrúi repúblikana og náði kjöri. Hann gegndi svo ýmsum pólitískum embættum þar til hann varð varaforseti 1901 og nokkrum mánuðum síðar forseti Bandaríkjanna eftir að William McKinley var myrtur. Hann var yngsti forseti í sögu Bandaríkjanna, kraftmikill maður sem lét til sín taka á mörgum sviðum, ekki síst á sviði náttúruverndar, á tímum þegar ríkjandi viðhorf var að náttúruauðlindir væru ótæmandi. Árið 1906 kom Roosevelt á fót því sem kallast þjóðarminnismerki (e. National Monument), sem er svæði eða staður sem forseti gat verndað vegna sérstöðu sem menningar- og sögulegar minjar, eða svæði með vísindalega sérstöðu. Þeim svipar stundum til þjóðgarða en eru þó oft minni að umfangi, en hafa sum orðið þjóðgarðar síðar meir. Miklagljúfur í Arizona-fylki (Grand Canyon) er litríkt árgljúfur, langt (466 km), breitt (6-29 km), djúpt (allt að 1,8 km) og bratt, myndað af Colorado-fljóti fyrir um 5-6 milljónum ára. Eftir að hafa heimsótt staðinn árið 1903 reyndi Theodore Roosevelt að sannfæra þingið og heimamenn um að vernda þennan magnaða stað með því að stofna þjóðgarð, en mætti mikilli andstöðu enda sáu margir þarna tækifæri í námurekstri og margskonar öðrum umsvifum. Úr ræðu hans í lauslegri þýðingu minni: Miklagljúfur er náttúruundur sem er einstakt á heimsvísu. Ég vil biðja þig um að geyma þetta mikla undur náttúrunnar eins og það er núna. Ég vona að þar verði ekki bygging af neinu tagi, ekki sumarbústaður, hótel eða nokkuð annað sem svert geti stórfenglegan glæsileika, einmanaleika og fegurð gljúfursins. Leyfðu því að vera eins og það er. Þú getur ekki bætt það. Það hefur mótast í rás tímans og maðurinn getur aðeins spillt því. Honum tókst ekki að sannfæra þingið, en náði að koma gljúfrinu undir vernd að lokum með því að gera það að þjóðarminnismerki (1908) og fara þannig framhjá þinginu, stuttu áður en hann lét af embætti. Skömmu eftir andlát hans 1919 var stofnaður þarna þjóðgarður. Árlegri umferð um sex milljóna ferðamanna er stýrt þannig að þeir valdi sem minnstu tjóni, en kyrrðin er ekki söm og áður vegna mikils þyrluflugs. Námurekstur og önnur landnýting er stunduð víða um kring og lífríkið í þjóðgarðinum breyttist gífurlega eftir að stór stífla var byggð ofar í ánni á sjöunda áratugnum. Theodore Roosevelt, fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Enginn forseti Bandaríkjanna hefur barist jafn ötullega fyrir náttúruvernd og Theodore Roosevelt. Þegar Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna var komið á legg 1916 voru 35 staðir settir undir stjórn hennar og af þeim hafði hann komið að verndun 23: Fimm þjóðgarða og 18 þjóðarminnismerkja. Hann stofnaði einnig 51 fuglafriðland, fjögur stór friðlönd fyrir stærri dýr og til 150 þjóðarskóga. Samtals ná þessi svæði yfir nærri nífalda stærð Íslands. Fáar þjóðir eru jafn ríkar af náttúruauðlindum og náttúruperlum og Íslendingar. Rúmlega 30 kynslóðir hafa búið hér á landi í rúm ellefu hundruð ár og vonandi verða afkomendur okkar hér enn eftir annan eins tíma. Almenn sátt er um sjálfbæra nýtingu á fiskimiðunum þannig að hægt sé að skila þeirri auðlind áfram til næstu kynslóða. Ágreiningurinn í samtímanum snýst einungis um útfærsluna. Stórbrotin náttúra landsins er einnig verðmæt auðlind og það er ekki nema ein leið fær ef við ætlum að skila víðernum á hálendinu og öðrum náttúruperlum til komandi kynslóða: Friðlýsing og stýring á aðgengi. Skoðanakannanir (2011, 2015 og 2018) sýna að meirihluti Íslendinga er fylgjandi stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu, en eins og oft vill verða eru uppi mörg ólík sjónarmið um útfærsluna. Stór ákvörðun eins og verndun hálendis Íslands kallar á að horft sé til langrar framtíðar og yfir flokkadrætti samtímans. Sé horft til hagsmuna þeirra kynslóða sem á eftir okkur koma er þetta ekki erfitt val. Best er að fela faglegri þjóðgarðastofnun langvarandi verndun á víðernum hálendisins og náttúruperlum landsins, stofnun sem hefur skýr markmið og starfar eftir lögum í samstarfi við hagsmunaaðila, félög og sjálfboðaliða. Slík leið hefur reynst vel í Bandaríkjunum þar sem Þjóðgarðastofnun Bandaríkjanna stýrir vernd 423 fjölbreyttra staða, þar af 62 þjóðgarða, sem 330 milljónir gesta heimsóttu árið 2019. Höfundur er lífefnafræðingur.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun