Segir Ara Frey ekki vera á leiðinni á Hlíðarenda Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. desember 2020 16:01 Valsmenn reikna ekki með Ara Frey á Hlíðarenda næsta sumar. Michael Regan/Getty Images Edvard Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, tók fyrir það að félagið væri í viðræðum við landsliðsmanninn Ara Frey Skúlason um að spila með félaginu í Pepsi Max deildinni næsta sumar. Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira
Í hlaðvarpsþætti dagsins af Sportið í dag sagði Rikki G frá því að samkvæmt sínum heimildum væri landsliðsbakvörðurinn Ari Freyr Skúlason á leiðinni heim í Val. Ari Freyr lék á sínum tíma 17 leiki fyrir meistaraflokk Vals. Sá síðasti kom árið 2006 en Ari Freyr hefur verið dágóða stund í atvinnumennsku. Þá hefur hann leikið alls 77 A-landsleiki fyrir Íslands hönd. „Hann er samningsbundinn fram á næsta sumar og að spila alla leiki,“ sagði Edvard Börkur í stuttu spjalli við íþróttadeild Vísis um málið. Hann játti því að menn töluðu nú svo sem saman „enda Ari Freyr góður drengur,“ en formaðurinn gat ekki kvittað undir það að Ari Freyr myndi spila á Hlíðarenda næsta sumar. Þó Ari Freyr verði 34 ára gamall á næsta ári þá taldi Börkur hann eiga nóg eftir og væri eflaust ekki að íhuga að koma heim að svo stöddu. Valsmenn hafa haft augastað á landsliðsmönnum undanfarin ár. Til að mynda gekk Arnór Smárason til liðs við Íslandsmeistara Vals á dögunum. Hinn 32 ára gamli Arnór á að baki 26 A-landsleiki og hefur leikið sem atvinnumaður í Hollandi, Rússlandi, Danmörku og Svíþjóð. Undir lok árs 2017 gekk landsliðsbakvörðurinn Birkir Már Sævarsson í raðir Vals en líkt og Ari Freyr er hann uppalinn á Hlíðarenda. Það var svo á vormánuðum síðasta árs sem landsliðsmarkvörðurinn Hannes Þór Halldórsson kom heim úr atvinnumennsku og gekk til liðs við Val. Það er því ljóst að Ari Freyr ætti að finna sig vel í reynslumiklu liði Valsmanna ef hann myndi óvænt taka þá ákvörðun að spila hér á landi á næstunni. Nær öruggt er að Ari mun yfirgefa herbúðir Oostende í belgísku úrvalsdeildinni og hefur sett stefnuna á Norðurlöndin. Hann lék lengi vel í Svíþjóð við góðan orðstír og er það líklegast hans næsti áfangastaður.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Valur Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fótbolti Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Sá fyrsti sem er rekinn í 104 ára sögu Sport Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Handbolti Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti Fleiri fréttir Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Sjá meira