Nokkur orð um Hálendisþjóðgarð Halldór Kristinsson skrifar 27. desember 2020 20:02 Eftir lestur pistils Ágústu Ágústsdóttur á visi.is Kveðja frá Bergmálshelli 4a (jarðhæð), finn ég mig knúinn til þess að leggja nokkur orð í belg. Pistillinn er því miður bæði ómálefnalegur og litaður af slíkum hroka að um mann fer hrollur. Ágústa heldur því fram að hún og þeir sem eru á móti Hálendisþjóðgarði séu verðir hálendisins, eins og hún orðar það sjálf. Hver hefur gefið Ágústu og hennar skoðanasystkinum það embætti að vera verðir hálendisins? Erum við ekki öll verðir hálendisins burtséð frá því hvaða skoðun við höfum? Og gegn hverju er hún að verja hálendið? Í þessum pistli hennar Ágústu sem og í öðrum pistlum margra þeirra sem lýsa sig á móti Hálendisþjóðgarði er ekki að finna nein rök á móti stofnun þjóðgarðsins, önnur en að verið sé að breyta hálendinu í stofnun og skerða ferðafrelsi. Því er til að svara að hálendið er þegar orðið að stofnun eða réttara sagt stofnunum. Því nokkrar stofnanir og ráðuneyti hafa þetta svæði á sinni könnu í dag. Stór hluti af hálendinu sem falla myndi undir Hálendisþjóðgarð er þegar friðlýstur eða heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð, restin eru þjóðlendur sem er sameiginleg eign okkar allra og er okkar allra að vernda. Hvað varðar ferðafrelsið þá ætti fólk sem vill taka þátt í málefnalegri umræðu um Hálendisþjóðgarð að lesa frumvarpið og greinagerðina sem því fylgir, lesa það í alvöru en ekki með einhverjum flokkspólitískum gleraugum. Sérstaklega má benda á þriðju málsgrein í 3. grein frumvarpsins sem fjallar um markmið þjóðgarðsins. Ekki síður er nauðsynlegt að lesa 18. grein frumvarpsins í heild sinni og halda því svo fram að skerða eigi ferðafrelsi með stofnun Hálendisþjóðgarðs. Það er ótrúleg rökleysa að halda því fram að náttúran á hálendinu muni hljóta skaða af ef stofnaður yrði Hálendisþjóðgarður vegna þess að þá muni fjöldi erlendra ferðamanna þangað margfaldast. Rétt er að halda því til haga, ef það hefur farið framhjá einhverjum, að fjöldi erlendra ferðamanna, sem heimsækja Ísland og ekki síst hálendið, hefur nú þegar margfaldast. H0llt er í þessu sambandi að lesa skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur frá árinu 2012 sem heitir Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur. Þar kemur meðal annars fram að frá árinu 1985 til ársins 2009 hafði fjöldi gistinátta á hálendinu meira en tvöfaldast frá 48.000 í 120.000. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplifun ferðamannanna sjálfra (árið 2009) þá eru nokkrir vinsælir áfangastaðir eins og Landmannalaugar og nágrenni komnir að þolmörkum, vegna ágangs. Þetta var fyrir ellefu árum síðan. Frá árinu 2009 til 2019 sexfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland og hálendið. Sá tími að við íslenskir fjallaferðamenn og náttúruunnendur getum átt hálendið útaf fyrir okkur til að njóta er því miður liðinn nema í heimsfaröldrum þegar fáir ferðamenn heimsækja landið okkar. Ágústa varpar fram nokkrum spurningum sem hún segir að menn hafi forðast að svara. Sjálfum finnast mér þessar spurningar óþarfar því í mínum huga liggja svörin í augum uppi. Það er í grunninn sama svarið við öllum þessum spurningum. En ef það má verða til þess að opna augu þeirra sem ekki sjá, þá ætla ég að reyna að svara þeim frá mínum bæjardyrum séð. 1. Hvað verndar þjóðgarðurinn betur og umfram það sem núverandi fyrirkomulag gerir og getur? -Núverandi fyrirkomulag hefur ekki burði til þess að halda utan um, hafa yfirsýn yfir og vernda náttúru og náttúruminjar á hálendinu. Hvorki núna né til framtíðar. Bara sú vitneskja ein og sér að þú sért að fara inn í þjóðgarð, þar sem ákveðnar reglur gilda, kallar á (en tryggir því miður ekki) meiri virðingu gesta fyrir náttúrunni. 2. Hverju er verið að bjarga og frá hverju? -Þeir sem lýsa sig opinberlega sem mikla náttúruverndarsinna og meina það sem þeir eru að segja þurfa ekki að spyrja slíkra spurninga. Það sem verið er að vernda til framtíðar er það sem öllum miklum náttúruverndarsinnum finnst heilagast en það er ósnortin og heil náttúran sem við viljum að framtíðar kynslóðir geti notið og upplifað eins og sú kynslóð sem nú lifir. Við þurfum augljóslega að bjarga henni frá ágangi ferðafólks og græðgi þeirra sem sjá peningagróða í hverri sprænu og hverjum hól á landinu. 3. Hvaða elda er verið að slökkva? -Svarið við þessari spurningu má finna í umfjöllun hér ofar um fjölgun og ágang ferðamanna. Þessir eldar eru kviknaðir og hafa logað um skeið en sem betur fer eru þeir ekki enn farnir úr böndunum. En ef þeir fara úr böndunum er ekki aftur snúið. 4. Hvað kallar á núna sem veldur því að þrýsta þarf þessu í gegn á mjög svo óeðlilegan hátt? *Hugmyndir um Hálendisþjóðgarð voru ekki að koma fram á sjónarsviðið núna. Þær voru viðraðar af framsýnum náttúruverndarsinnum á síðustu öld. Fólki sem sá hvert stefndi með þessa dýrmætu auðlind okkar ef ekki yrði tekið í taumana. Hvenær er rétti tíminn til þess að fara að huga að náttúruvernd? Fyrir eða eftir að skaðinn er skeður? Því fyrr sem við förum í þá vegferð að stofna þjóðgarð um hálendið því betra. 5. Hvernig breytist heimsástandið til hins betra ef við stofnum hálendisþjóðgarð? -Ef við stofnum þjóðgarð um eina stærstu ósnortnu náttúruperlu í Evrópu og einstaka náttúru á heimsvísu sjáum við til þess að komandi kynslóðir fái að njóta hennar til framtíðar eins og við gerum í dag. 6. Hvenær varð hálendi Íslands í ykkar huga að leikmun til að nota sem pólitískt vopn inn á Alþingi eins og það varði ekki þjóðina alla? -Ég hef engin svör við þessari spurningu eða fullyrðingu og þyrfti að fá nánari skýringar á því hvað spyrjandinn er að tala um. Fyrir mér snýst þetta mál einfaldlega um að koma böndum yfir ágang ferðafólks og fyrirbyggja náttúruspjöll. Slökkva elda sem þegar eru kviknaðir. Frumvarpið um Hálendisþjóðgarð er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk. Þar mætti orða sumt öðruvísi, skerpa á ýmsum ákvæðum og laga þannig til að fólk myndi ekki óttast að eitthvert alræðisvald tæki af þeim réttindin til að ferðast um hálendið. Markmið frumvarpsins eru aðalatriðin og ef fólk getur verið sammála þeim þá kemst það að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til þess að ná þeim er að stofna þjóðgarð um þessar náttúruperlur. Frá mínum bæjardyrum séð eru tvær mikilvægar spurningar sem andstæðingar Hálendisþjóðgarðs þurfa að spyrja sig sjálfa og svara á heiðarlegan hátt: 1. Er nauðsynlegt að vernda viðkvæma náttúru hálendisins fyrir ágangi ferðamanna svo að komandi kynslóðir fái að njóta hennar eins og við? 2. Ef svarið er já þá liggur beinast við að spyrja, hvernig ætla menn að gera það án þess að stofna þjóðgarð? Ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun í niðurstöður úr skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur frá því árið 2012 sem áður er minnst á: „Af þessari umfjöllun má sjá að hálendið og þeir víðerniseiginleikar sem gefa svæðinu mikið upplifunargildi er mjög viðkvæm auðlind sem verður að fara mjög varlega í að nýta frekar fyrir ferðamennsku og útivist. Á þessa auðlind hefur verið gengið mjög hratt undanfarin sextíu til sjötíu ár og svo mun væntanlega óhjákvæmilega verða áfram um næstu framtíð.“ Góðar stundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hálendisþjóðgarður Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Eftir lestur pistils Ágústu Ágústsdóttur á visi.is Kveðja frá Bergmálshelli 4a (jarðhæð), finn ég mig knúinn til þess að leggja nokkur orð í belg. Pistillinn er því miður bæði ómálefnalegur og litaður af slíkum hroka að um mann fer hrollur. Ágústa heldur því fram að hún og þeir sem eru á móti Hálendisþjóðgarði séu verðir hálendisins, eins og hún orðar það sjálf. Hver hefur gefið Ágústu og hennar skoðanasystkinum það embætti að vera verðir hálendisins? Erum við ekki öll verðir hálendisins burtséð frá því hvaða skoðun við höfum? Og gegn hverju er hún að verja hálendið? Í þessum pistli hennar Ágústu sem og í öðrum pistlum margra þeirra sem lýsa sig á móti Hálendisþjóðgarði er ekki að finna nein rök á móti stofnun þjóðgarðsins, önnur en að verið sé að breyta hálendinu í stofnun og skerða ferðafrelsi. Því er til að svara að hálendið er þegar orðið að stofnun eða réttara sagt stofnunum. Því nokkrar stofnanir og ráðuneyti hafa þetta svæði á sinni könnu í dag. Stór hluti af hálendinu sem falla myndi undir Hálendisþjóðgarð er þegar friðlýstur eða heyrir undir Vatnajökulsþjóðgarð, restin eru þjóðlendur sem er sameiginleg eign okkar allra og er okkar allra að vernda. Hvað varðar ferðafrelsið þá ætti fólk sem vill taka þátt í málefnalegri umræðu um Hálendisþjóðgarð að lesa frumvarpið og greinagerðina sem því fylgir, lesa það í alvöru en ekki með einhverjum flokkspólitískum gleraugum. Sérstaklega má benda á þriðju málsgrein í 3. grein frumvarpsins sem fjallar um markmið þjóðgarðsins. Ekki síður er nauðsynlegt að lesa 18. grein frumvarpsins í heild sinni og halda því svo fram að skerða eigi ferðafrelsi með stofnun Hálendisþjóðgarðs. Það er ótrúleg rökleysa að halda því fram að náttúran á hálendinu muni hljóta skaða af ef stofnaður yrði Hálendisþjóðgarður vegna þess að þá muni fjöldi erlendra ferðamanna þangað margfaldast. Rétt er að halda því til haga, ef það hefur farið framhjá einhverjum, að fjöldi erlendra ferðamanna, sem heimsækja Ísland og ekki síst hálendið, hefur nú þegar margfaldast. H0llt er í þessu sambandi að lesa skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur frá árinu 2012 sem heitir Ferðamennska á miðhálendi Íslands: Staða og spá um framtíðarhorfur. Þar kemur meðal annars fram að frá árinu 1985 til ársins 2009 hafði fjöldi gistinátta á hálendinu meira en tvöfaldast frá 48.000 í 120.000. Í skýrslunni kemur fram að samkvæmt upplifun ferðamannanna sjálfra (árið 2009) þá eru nokkrir vinsælir áfangastaðir eins og Landmannalaugar og nágrenni komnir að þolmörkum, vegna ágangs. Þetta var fyrir ellefu árum síðan. Frá árinu 2009 til 2019 sexfaldaðist fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsóttu Ísland og hálendið. Sá tími að við íslenskir fjallaferðamenn og náttúruunnendur getum átt hálendið útaf fyrir okkur til að njóta er því miður liðinn nema í heimsfaröldrum þegar fáir ferðamenn heimsækja landið okkar. Ágústa varpar fram nokkrum spurningum sem hún segir að menn hafi forðast að svara. Sjálfum finnast mér þessar spurningar óþarfar því í mínum huga liggja svörin í augum uppi. Það er í grunninn sama svarið við öllum þessum spurningum. En ef það má verða til þess að opna augu þeirra sem ekki sjá, þá ætla ég að reyna að svara þeim frá mínum bæjardyrum séð. 1. Hvað verndar þjóðgarðurinn betur og umfram það sem núverandi fyrirkomulag gerir og getur? -Núverandi fyrirkomulag hefur ekki burði til þess að halda utan um, hafa yfirsýn yfir og vernda náttúru og náttúruminjar á hálendinu. Hvorki núna né til framtíðar. Bara sú vitneskja ein og sér að þú sért að fara inn í þjóðgarð, þar sem ákveðnar reglur gilda, kallar á (en tryggir því miður ekki) meiri virðingu gesta fyrir náttúrunni. 2. Hverju er verið að bjarga og frá hverju? -Þeir sem lýsa sig opinberlega sem mikla náttúruverndarsinna og meina það sem þeir eru að segja þurfa ekki að spyrja slíkra spurninga. Það sem verið er að vernda til framtíðar er það sem öllum miklum náttúruverndarsinnum finnst heilagast en það er ósnortin og heil náttúran sem við viljum að framtíðar kynslóðir geti notið og upplifað eins og sú kynslóð sem nú lifir. Við þurfum augljóslega að bjarga henni frá ágangi ferðafólks og græðgi þeirra sem sjá peningagróða í hverri sprænu og hverjum hól á landinu. 3. Hvaða elda er verið að slökkva? -Svarið við þessari spurningu má finna í umfjöllun hér ofar um fjölgun og ágang ferðamanna. Þessir eldar eru kviknaðir og hafa logað um skeið en sem betur fer eru þeir ekki enn farnir úr böndunum. En ef þeir fara úr böndunum er ekki aftur snúið. 4. Hvað kallar á núna sem veldur því að þrýsta þarf þessu í gegn á mjög svo óeðlilegan hátt? *Hugmyndir um Hálendisþjóðgarð voru ekki að koma fram á sjónarsviðið núna. Þær voru viðraðar af framsýnum náttúruverndarsinnum á síðustu öld. Fólki sem sá hvert stefndi með þessa dýrmætu auðlind okkar ef ekki yrði tekið í taumana. Hvenær er rétti tíminn til þess að fara að huga að náttúruvernd? Fyrir eða eftir að skaðinn er skeður? Því fyrr sem við förum í þá vegferð að stofna þjóðgarð um hálendið því betra. 5. Hvernig breytist heimsástandið til hins betra ef við stofnum hálendisþjóðgarð? -Ef við stofnum þjóðgarð um eina stærstu ósnortnu náttúruperlu í Evrópu og einstaka náttúru á heimsvísu sjáum við til þess að komandi kynslóðir fái að njóta hennar til framtíðar eins og við gerum í dag. 6. Hvenær varð hálendi Íslands í ykkar huga að leikmun til að nota sem pólitískt vopn inn á Alþingi eins og það varði ekki þjóðina alla? -Ég hef engin svör við þessari spurningu eða fullyrðingu og þyrfti að fá nánari skýringar á því hvað spyrjandinn er að tala um. Fyrir mér snýst þetta mál einfaldlega um að koma böndum yfir ágang ferðafólks og fyrirbyggja náttúruspjöll. Slökkva elda sem þegar eru kviknaðir. Frumvarpið um Hálendisþjóðgarð er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk. Þar mætti orða sumt öðruvísi, skerpa á ýmsum ákvæðum og laga þannig til að fólk myndi ekki óttast að eitthvert alræðisvald tæki af þeim réttindin til að ferðast um hálendið. Markmið frumvarpsins eru aðalatriðin og ef fólk getur verið sammála þeim þá kemst það að þeirri niðurstöðu að eina leiðin til þess að ná þeim er að stofna þjóðgarð um þessar náttúruperlur. Frá mínum bæjardyrum séð eru tvær mikilvægar spurningar sem andstæðingar Hálendisþjóðgarðs þurfa að spyrja sig sjálfa og svara á heiðarlegan hátt: 1. Er nauðsynlegt að vernda viðkvæma náttúru hálendisins fyrir ágangi ferðamanna svo að komandi kynslóðir fái að njóta hennar eins og við? 2. Ef svarið er já þá liggur beinast við að spyrja, hvernig ætla menn að gera það án þess að stofna þjóðgarð? Ég ætla að ljúka þessu með tilvitnun í niðurstöður úr skýrslu Önnu Dóru Sæþórsdóttur frá því árið 2012 sem áður er minnst á: „Af þessari umfjöllun má sjá að hálendið og þeir víðerniseiginleikar sem gefa svæðinu mikið upplifunargildi er mjög viðkvæm auðlind sem verður að fara mjög varlega í að nýta frekar fyrir ferðamennsku og útivist. Á þessa auðlind hefur verið gengið mjög hratt undanfarin sextíu til sjötíu ár og svo mun væntanlega óhjákvæmilega verða áfram um næstu framtíð.“ Góðar stundir.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir Skoðun