Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Stefán Árni Pálsson skrifar 29. desember 2020 15:29 Alfreð er ekki meistarabakari. Alfreð Fannar Björnsson, betur þekktur sem BBQ kóngurinn, prófaði nýstárlega uppskrift á dögunum í jólaþætti BBQ kóngsins. Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Alfreð er ekki þekktur fyrir bakstur og klúðrar yfirleitt öllu sem hann bakar. Í þáttunum Jólagrill BBQ kóngsins ákvað hann að gera blauta súkkulaði köku á grillinu. En það heppnaðist ekki betur en svo að kakan brann og var allt annað en blaut í miðjunni. Kakan var sett á disk en leit alls ekki vel út á mynd og voru því góð ráð dýr og ekki nægur tími til þess að gera uppskriftina aftur. Alfreð náði þá í balsamik edik sem er einmitt svart og glansandi á litinn og blandaði saman við kökuna og stráði svo smá ediki yfir kökuna í endann. Eftir þessa björgun leit kakan furðu vel út á mynd en var gjörsamlega óæt fyrir vikið. Alfreð sagði frá þessu í Bítinu á Bylgjunni á dögunum. Klippa: Brenndi súkkulaðikökuna á grillinu en reddaði sér með balsamik ediki til að fá rétt útlit Hér að neðan má síðan sjá atriðið sjálft úr þáttunum. Klippa: BBQ-kóngurinn: Blaut súkkulaðikaka á grillinu
BBQ kóngurinn Uppskriftir Matur Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira