Telur árið vera það erfiðasta frá upphafi Sylvía Hall skrifar 30. desember 2020 19:10 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir árið sem er að líða vera það erfiðasta fyrir Icelandair og fluggeirann í heild sinni frá því að ferðalög hófust. Krísan hafi verið fordæmalaus og breytt öllum áætlunum fyrir ár sem stefndi annars í að vera með þeim stærri frá upphafi. „Það hefur aldrei svona krísa skollið á fluggeiranum og heiminum öllum síðan flug hófst að einhverju leyti og ferðalög,“ sagði Bogi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann fór yfir árið og næstu skref félagsins. Hann segir Icelandair hafa haft metnaðarfulla áætlun fyrir árið og fyrst um sinn hafi útlitið verið gott. Fyrstu tveir mánuðir ársins hafi gengið vel og mikið hafi verið um bókanir, en svo hafi kórónuveirufaraldurinn skollið á með tilheyrandi áskorunum fyrir reksturinn. „Síðan breyttist þetta á einni nóttu má segja.“ Bogi var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Hlaut hann viðurkenninguna fyrir að hafa leitt félagið í gegnum „vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður“ á árinu. Hann segir hlutafjárútboðið gefa Icelandair ástæðu til bjartsýni, þrátt fyrir mikla óvissu. „Við förum nokkuð brött inn í næsta ár en óvissan er engu að síður mjög mikil. Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við finnum fyrir því, en óvissan snýst um hvenær þetta fer af stað. Hvenær verður bóluefnið orðið útbreitt svo fólk fái heimild til þess að ferðast á milli landa nokkuð óheft, það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir eins og staðan er núna. Það er óvissan sem allir eru að glíma við.“ Bólusetningar ýta undir ferðavilja Að mati Boga eru mörg sóknarfæri fyrir Ísland þegar kórónuveirufaraldurinn líður undir lok. Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður fyrir marga, enda mikið víðfeðmi og sterkir innviðir hér á landi. Þá hafi Ísland tekist vel á við faraldurinn í samanburði við mörg önnur lönd. Hann segir áhugann áþreifanlegan, hann aukist með jákvæðum fréttum af bóluefnum þó enn sé nokkur óvissa til staðar. „Um leið og fóru að berast jákvæðar fréttir af bóluefnum, þá jókst bjartsýnin á þessum markaði almennt og fólk fór að hafa samband og bóka. Síðan er það þannig að landamæri eru enn eiginlega lokuð og það liggur ekki alveg fyrir hvenær sú staða breytist. Að sjálfsögðu hefur það neikvæð áhrif á bókunarflæðið, það tekur ekki almennilega við sér fyrr en það er meiri fyrirsjáanleiki.“ Sögulega óraunhæft að reka tvö tengiflugfélög Í viðtali við Markaðinn viðraði Bogi þá skoðun sína að fullreynt væri að reka tvö íslensk flugfélög með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi verið reynt með Iceland Express og WOW air, en þau dæmi sýndu að það gengi ekki upp til lengri tíma litið. „Ég tel ekki raunhæft til lengri tíma að reka tvö félög á Íslandi sem eru að reka svokallaðan tengibanka út frá Keflavíkurflugvelli. Það segi ég bara út frá sögunni og það er mín skoðun,“ sagði Bogi um þau ummæli. „Ef við horfum á flugvelli úti í heimi, þá eru ekki tvö tengiflugfélög á flugvelli nema það séu flugvellir með milljóna eða tugmilljóna heimamarkaði, það er ekki þannig hér. Heimamarkaðurinn er mjög lítill hér á landi, en er samt mjög mikilvægur.“ Hann segir það þó ekki koma í veg fyrir að annað íslenskt flugfélag sé starfandi á Íslandi. „Það er pláss fyrir tvö flugfélög og síðan verða mjög mörg alþjóðleg flugfélög að fljúga til og frá Íslandi hér eftir sem hingað til. Samkeppnin verður áfram mjög mikil, en þetta er bara mín skoðun – Ísland er of lítið land til þess að bera tvö tengiflugfélög, en það kemur ekki í veg fyrir það að það geti verið tvö flugfélög.“ Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00 Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
„Það hefur aldrei svona krísa skollið á fluggeiranum og heiminum öllum síðan flug hófst að einhverju leyti og ferðalög,“ sagði Bogi í samtali við Reykjavík síðdegis í dag, þar sem hann fór yfir árið og næstu skref félagsins. Hann segir Icelandair hafa haft metnaðarfulla áætlun fyrir árið og fyrst um sinn hafi útlitið verið gott. Fyrstu tveir mánuðir ársins hafi gengið vel og mikið hafi verið um bókanir, en svo hafi kórónuveirufaraldurinn skollið á með tilheyrandi áskorunum fyrir reksturinn. „Síðan breyttist þetta á einni nóttu má segja.“ Bogi var valinn maður ársins í íslensku viðskiptalífi af Markaðnum, fylgiblaði Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Hlaut hann viðurkenninguna fyrir að hafa leitt félagið í gegnum „vel heppnaða endurskipulagningu og hlutafjárútboð við gríðarlega erfiðar aðstæður“ á árinu. Hann segir hlutafjárútboðið gefa Icelandair ástæðu til bjartsýni, þrátt fyrir mikla óvissu. „Við förum nokkuð brött inn í næsta ár en óvissan er engu að síður mjög mikil. Það er mikill ferðavilji á okkar helstu mörkuðum, við finnum fyrir því, en óvissan snýst um hvenær þetta fer af stað. Hvenær verður bóluefnið orðið útbreitt svo fólk fái heimild til þess að ferðast á milli landa nokkuð óheft, það liggur að sjálfsögðu ekki fyrir eins og staðan er núna. Það er óvissan sem allir eru að glíma við.“ Bólusetningar ýta undir ferðavilja Að mati Boga eru mörg sóknarfæri fyrir Ísland þegar kórónuveirufaraldurinn líður undir lok. Ísland sé ákjósanlegur áfangastaður fyrir marga, enda mikið víðfeðmi og sterkir innviðir hér á landi. Þá hafi Ísland tekist vel á við faraldurinn í samanburði við mörg önnur lönd. Hann segir áhugann áþreifanlegan, hann aukist með jákvæðum fréttum af bóluefnum þó enn sé nokkur óvissa til staðar. „Um leið og fóru að berast jákvæðar fréttir af bóluefnum, þá jókst bjartsýnin á þessum markaði almennt og fólk fór að hafa samband og bóka. Síðan er það þannig að landamæri eru enn eiginlega lokuð og það liggur ekki alveg fyrir hvenær sú staða breytist. Að sjálfsögðu hefur það neikvæð áhrif á bókunarflæðið, það tekur ekki almennilega við sér fyrr en það er meiri fyrirsjáanleiki.“ Sögulega óraunhæft að reka tvö tengiflugfélög Í viðtali við Markaðinn viðraði Bogi þá skoðun sína að fullreynt væri að reka tvö íslensk flugfélög með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi verið reynt með Iceland Express og WOW air, en þau dæmi sýndu að það gengi ekki upp til lengri tíma litið. „Ég tel ekki raunhæft til lengri tíma að reka tvö félög á Íslandi sem eru að reka svokallaðan tengibanka út frá Keflavíkurflugvelli. Það segi ég bara út frá sögunni og það er mín skoðun,“ sagði Bogi um þau ummæli. „Ef við horfum á flugvelli úti í heimi, þá eru ekki tvö tengiflugfélög á flugvelli nema það séu flugvellir með milljóna eða tugmilljóna heimamarkaði, það er ekki þannig hér. Heimamarkaðurinn er mjög lítill hér á landi, en er samt mjög mikilvægur.“ Hann segir það þó ekki koma í veg fyrir að annað íslenskt flugfélag sé starfandi á Íslandi. „Það er pláss fyrir tvö flugfélög og síðan verða mjög mörg alþjóðleg flugfélög að fljúga til og frá Íslandi hér eftir sem hingað til. Samkeppnin verður áfram mjög mikil, en þetta er bara mín skoðun – Ísland er of lítið land til þess að bera tvö tengiflugfélög, en það kemur ekki í veg fyrir það að það geti verið tvö flugfélög.“
Icelandair Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00 Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Þátttaka almennings á markaði aldrei verið meiri Heildarfjöldi viðskipta í Kauphöll í desember var sá mesti á hlutabréfamarkaði frá fjármálahruni og viðskipti með bréf Icelandair hafa aldrei verið fleiri. Forstjóri Kauphallarinnar telur að þetta megi rekja til aukins áhuga almennings á hlutabréfaviðskiptum. 30. desember 2020 19:00
Forstjóri Icelandair segir óraunhæft að vera með tvö íslensk flugfélög Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir það fullreynt að reka tvö íslensk flugfélög sem séu með tengimiðstöð á Keflavíkurflugvelli. Það hafi fyrst verið reynt með Iceland Express og svo WOW air. 30. desember 2020 06:54