Eldur og brennisteinn Hersir Aron Ólafsson skrifar 17. mars 2020 13:00 Hér á landi er ýmislegt landlægt. Myrkur á veturna, birta á sumrin og alltumlykjandi forsjárhyggja allan ársins hring. Nýlega kom upp í hugann þessi tímalausa snilld þáverandi þingmanns frá árinu 1988, sem varaði við hörmungunum sem fylgdu því að „hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina“ – með öðrum orðum að leyfa þegnum þessa lands, líkt og flestra annarra, að kaupa sér bjór. Við sama tilefni taldi annar og jafnvel þekktari þingmaður (a.m.k. í seinni tíð) ótækt að leyfa lýðnum að fá bjór, enda myndi það meðal annars „leiða til þess að menn drykkju við vinnu“. Áhugavert er reyndar að skoða síðarnefnda hlekkinn, þar sem fjöldi þingkarla lýsti andstöðu sinni við „bjórinn“, enda myndi eldi og brennisteini rigna yfir þjóðina fengi hún leyfi til að kaupa slíka drykki. Forsjárhyggjan eldist ekki vel Sambærilegt tal hefur litið dagsins ljós við hin ýmsu tilefni þar sem til stendur að auka frelsi þegnanna, en oft er einnig notast við sjónarmið um að málin séu „ekki mikilvæg“, annað eigi að „ganga fyrir“ o.s.frv. Þar gleymist að vísu sú staðreynd að eitt útilokar ekki annað, enda má vel sinna „stóru“ og „litlu“ málunum á sama tíma, án þess að annað líði fyrir. Málflutningurinn gengur í sjálfu sér allur út á það sama; að ríghalda í þá ranghugmynd að frelsi sé fólkinu hættulegt. Blessunarlega má þó segja að forsjárhyggjan eldist ekki vel, líkt og ágætur varaþingmaður benti á í ræðu um áfengismál á þingi fyrir réttu ári síðan. Síðan ölinu áfenga var hellt yfir þjóðina árið 1989 má þannig fullyrða að vínmenning Íslendinga hafi batnað til muna, og það þrátt fyrir stóraukið úrval og aðgengi ár frá ári. Með tilkomu lítilla brugghúsa, innflutnings á fjölbreyttum gæðavínum o.fl. hefur áfengi orðið vara sem yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir í hófi, með góðum mat og við sambærileg tilefni, en ekki aðeins „brennivín“, „sprútt“ o.s.frv. - þó slíkum hugtökum haldi forsjárhyggjufólk óspart á lofti þegar tillögur um skref í frelsisátt líta dagsins ljós. Land Cruiser og ammoníaksblandað munntóbak Stuðningsfólk ríkiseinokunar með áfengi á það yfirleitt sameiginlegt að vera afar annt um lýðheilsu og heldur því iðulega fram að aukinn sýnileiki og aðgengi að áfengi geti valdið stórtjóni þar á. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (stofnunarinnar sem kaupir Land Cruiser fyrir aðstoðarforstjórann og selur ammoníaksblandað tóbak í vör), en undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi stóraukist fyrir tilstilli stofnunarinnar. Þannig er verslunum statt og stöðugt fjölgað, verslunin auglýsir í gríð og erg (undir því yfirskini að hún sé „besta fyrirtækið“, „allir verði að muna eftir skilríkjunum“ o.s.frv.) og hún heldur úti „vefbúð“ á slóðinni www.atvr.is þar sem allir nettengdir geta skoðað áfenga drykki, óháð aldri. Í ársskýrslu stofnunarinnar er því meira að segja hampað hvernig vínbúðum er fjölgað og þær stækkaðar og hve stöðugur vöxtur sé í aðsókn á vefinn, þar sem skoða má og kaupa áfengu drykkina. Hinn sístækkandi áfengisvefur ríkisins er þó ekki eini vettvangurinn þar sem unnt er að nálgast áfengi á netinu. Þannig geta Íslendingar, og hafa lengi getað, keypt áfengi í gegnum netverslanir og fengið sent heim að dyrum án nokkurrar aðkomu ríkisstofnunarinnar góðu. Það eitt hangir á spýtunni að kaupin eru aðeins möguleg í gegnum erlendar netverslanir, íslenskum aðilum er harðbannað að bjóða sambærilega þjónustu (vegna lýðheilsusjónarmiða). Tæknin skákar stjórnlyndum ÁTVR er heldur ekki eini aðilinn sem birtir reglulega auglýsingar um áfengi fyrir augum landsmanna. Þannig getur löggjafinn með engu móti komið böndum á það hvernig Facebook, Instagram og álíka miðlar eru nýttir við markaðssetninguna og sjá Íslendingar á öllum aldri skilaboð um áfengi þar, rétt eins og á vef ÁTVR. Það er nefnilega sama hve ákaft stjórnlyndir rembast við að hafa vit fyrir borgurum og fyrirtækjum, þá getur tæknin yfirleitt skotið þeim ref fyrir rass. Þeir einu sem ekkert geta auglýst eru því innlendir miðlar, sem há sífellda varnarbaráttu um auglýsingarými við erlenda samfélagsmiðla og Ríkisútvarpið ohf. Má því lýsa núverandi stöðu með eftirfarandi hætti; Aðgengi að áfengi eykst stöðugt á Íslandi fyrir tilstilli ÁTVR, bæði í formi físískra verslana og á netinu. Íslendingar geta keypt áfengi heim að dyrum í gegnum netverslanir, að því gefnu að þær séu ekki íslenskar. Landsmönnum birtast auglýsingar um áfengi á hverjum degi í gegnum fjölda miðla, bara ekki þá sem eru hýstir á Íslandi. Með framangreint til hliðsjónar er óneitanlega athyglisverð sú hystería sem víða birtist í tilefni löngu tímabærs frumvarps dómsmálaráðherra um að jafna stöðuna hvað þetta varðar. Var sérstaklega skemmtilegt að sjá keimlíkt orðalag og í 32ja ára gamalli ræðu þingmannsins fyrrverandi í pistli læknis nokkurs, sem að vísu talaði um áfengi að „flæða yfir þjóðina“. Þá vill forstjóri nokkur „senda“ dómsmálaráðherra hingað og þangað og ýmis áhugasamtök dæla út áróðri í vel kostuðum færslum vegna málsins á Facebook. Flest verður áfram bannað Allt er þetta sérlega áhugavert með hliðsjón af því að engar efnisbreytingar á þeirri ríkiseinokun og neyslustýringu sem hér þrífst felast í raun í frumvarpinu. Enn mun ríkisvaldið eitt mega halda úti físískum verslunum með áfengi, litlum kjöt-, osta- og fiskbúðum verður t.d. áfram bannað að selja paraðar rauðvínsflöskur með matnum. Nítján ára gömlum sjálfráða brúðhjónum verður áfram bannað að kaupa freyðivín til að skála fyrir tímamótunum. Áfram mætti lengi telja. Lýðheilsan ætti því áfram að vera í ljómandi góðum málum. Eina efnisbreytingin felst í því að jafna stöðu innlendra aðila miðað við erlenda m.t.t. þeirra atriða sem talin voru að framan. Að vörurnar megi kaupa á vef með endingunni .is eða ekki bara .com – og að vekja megi athygli á hinum löglegu vörum með öðrum hætti en þeim einum að dæla peningum í Mark Zuckerberg. Hér er markmiðið með engu móti að gera lítið úr áfengisvanda eða raunum þeirra sem við hann glíma. Mikilvægt er að halda uppi öflugum forvörnum, meðferðarúrræðum og stuðla að meðvitund um hættur þess að drekka of snemma. Slíkar forvarnir mætti fjármagna með skattfé. Framboðið af skattfé verður hins vegar talsvert minna ef fjármunum er leyft að flæða til erlendra fyrirtækja í stað íslenskra, með löngu útrunnin sjónarmið að vopni. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi og tóbak Hersir Aron Ólafsson Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Hér á landi er ýmislegt landlægt. Myrkur á veturna, birta á sumrin og alltumlykjandi forsjárhyggja allan ársins hring. Nýlega kom upp í hugann þessi tímalausa snilld þáverandi þingmanns frá árinu 1988, sem varaði við hörmungunum sem fylgdu því að „hella áfengu öli yfir íslensku þjóðina“ – með öðrum orðum að leyfa þegnum þessa lands, líkt og flestra annarra, að kaupa sér bjór. Við sama tilefni taldi annar og jafnvel þekktari þingmaður (a.m.k. í seinni tíð) ótækt að leyfa lýðnum að fá bjór, enda myndi það meðal annars „leiða til þess að menn drykkju við vinnu“. Áhugavert er reyndar að skoða síðarnefnda hlekkinn, þar sem fjöldi þingkarla lýsti andstöðu sinni við „bjórinn“, enda myndi eldi og brennisteini rigna yfir þjóðina fengi hún leyfi til að kaupa slíka drykki. Forsjárhyggjan eldist ekki vel Sambærilegt tal hefur litið dagsins ljós við hin ýmsu tilefni þar sem til stendur að auka frelsi þegnanna, en oft er einnig notast við sjónarmið um að málin séu „ekki mikilvæg“, annað eigi að „ganga fyrir“ o.s.frv. Þar gleymist að vísu sú staðreynd að eitt útilokar ekki annað, enda má vel sinna „stóru“ og „litlu“ málunum á sama tíma, án þess að annað líði fyrir. Málflutningurinn gengur í sjálfu sér allur út á það sama; að ríghalda í þá ranghugmynd að frelsi sé fólkinu hættulegt. Blessunarlega má þó segja að forsjárhyggjan eldist ekki vel, líkt og ágætur varaþingmaður benti á í ræðu um áfengismál á þingi fyrir réttu ári síðan. Síðan ölinu áfenga var hellt yfir þjóðina árið 1989 má þannig fullyrða að vínmenning Íslendinga hafi batnað til muna, og það þrátt fyrir stóraukið úrval og aðgengi ár frá ári. Með tilkomu lítilla brugghúsa, innflutnings á fjölbreyttum gæðavínum o.fl. hefur áfengi orðið vara sem yfirgnæfandi meirihluti fólks neytir í hófi, með góðum mat og við sambærileg tilefni, en ekki aðeins „brennivín“, „sprútt“ o.s.frv. - þó slíkum hugtökum haldi forsjárhyggjufólk óspart á lofti þegar tillögur um skref í frelsisátt líta dagsins ljós. Land Cruiser og ammoníaksblandað munntóbak Stuðningsfólk ríkiseinokunar með áfengi á það yfirleitt sameiginlegt að vera afar annt um lýðheilsu og heldur því iðulega fram að aukinn sýnileiki og aðgengi að áfengi geti valdið stórtjóni þar á. Í því samhengi er áhugavert að velta fyrir sér rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (stofnunarinnar sem kaupir Land Cruiser fyrir aðstoðarforstjórann og selur ammoníaksblandað tóbak í vör), en undanfarin ár hefur aðgengi að áfengi stóraukist fyrir tilstilli stofnunarinnar. Þannig er verslunum statt og stöðugt fjölgað, verslunin auglýsir í gríð og erg (undir því yfirskini að hún sé „besta fyrirtækið“, „allir verði að muna eftir skilríkjunum“ o.s.frv.) og hún heldur úti „vefbúð“ á slóðinni www.atvr.is þar sem allir nettengdir geta skoðað áfenga drykki, óháð aldri. Í ársskýrslu stofnunarinnar er því meira að segja hampað hvernig vínbúðum er fjölgað og þær stækkaðar og hve stöðugur vöxtur sé í aðsókn á vefinn, þar sem skoða má og kaupa áfengu drykkina. Hinn sístækkandi áfengisvefur ríkisins er þó ekki eini vettvangurinn þar sem unnt er að nálgast áfengi á netinu. Þannig geta Íslendingar, og hafa lengi getað, keypt áfengi í gegnum netverslanir og fengið sent heim að dyrum án nokkurrar aðkomu ríkisstofnunarinnar góðu. Það eitt hangir á spýtunni að kaupin eru aðeins möguleg í gegnum erlendar netverslanir, íslenskum aðilum er harðbannað að bjóða sambærilega þjónustu (vegna lýðheilsusjónarmiða). Tæknin skákar stjórnlyndum ÁTVR er heldur ekki eini aðilinn sem birtir reglulega auglýsingar um áfengi fyrir augum landsmanna. Þannig getur löggjafinn með engu móti komið böndum á það hvernig Facebook, Instagram og álíka miðlar eru nýttir við markaðssetninguna og sjá Íslendingar á öllum aldri skilaboð um áfengi þar, rétt eins og á vef ÁTVR. Það er nefnilega sama hve ákaft stjórnlyndir rembast við að hafa vit fyrir borgurum og fyrirtækjum, þá getur tæknin yfirleitt skotið þeim ref fyrir rass. Þeir einu sem ekkert geta auglýst eru því innlendir miðlar, sem há sífellda varnarbaráttu um auglýsingarými við erlenda samfélagsmiðla og Ríkisútvarpið ohf. Má því lýsa núverandi stöðu með eftirfarandi hætti; Aðgengi að áfengi eykst stöðugt á Íslandi fyrir tilstilli ÁTVR, bæði í formi físískra verslana og á netinu. Íslendingar geta keypt áfengi heim að dyrum í gegnum netverslanir, að því gefnu að þær séu ekki íslenskar. Landsmönnum birtast auglýsingar um áfengi á hverjum degi í gegnum fjölda miðla, bara ekki þá sem eru hýstir á Íslandi. Með framangreint til hliðsjónar er óneitanlega athyglisverð sú hystería sem víða birtist í tilefni löngu tímabærs frumvarps dómsmálaráðherra um að jafna stöðuna hvað þetta varðar. Var sérstaklega skemmtilegt að sjá keimlíkt orðalag og í 32ja ára gamalli ræðu þingmannsins fyrrverandi í pistli læknis nokkurs, sem að vísu talaði um áfengi að „flæða yfir þjóðina“. Þá vill forstjóri nokkur „senda“ dómsmálaráðherra hingað og þangað og ýmis áhugasamtök dæla út áróðri í vel kostuðum færslum vegna málsins á Facebook. Flest verður áfram bannað Allt er þetta sérlega áhugavert með hliðsjón af því að engar efnisbreytingar á þeirri ríkiseinokun og neyslustýringu sem hér þrífst felast í raun í frumvarpinu. Enn mun ríkisvaldið eitt mega halda úti físískum verslunum með áfengi, litlum kjöt-, osta- og fiskbúðum verður t.d. áfram bannað að selja paraðar rauðvínsflöskur með matnum. Nítján ára gömlum sjálfráða brúðhjónum verður áfram bannað að kaupa freyðivín til að skála fyrir tímamótunum. Áfram mætti lengi telja. Lýðheilsan ætti því áfram að vera í ljómandi góðum málum. Eina efnisbreytingin felst í því að jafna stöðu innlendra aðila miðað við erlenda m.t.t. þeirra atriða sem talin voru að framan. Að vörurnar megi kaupa á vef með endingunni .is eða ekki bara .com – og að vekja megi athygli á hinum löglegu vörum með öðrum hætti en þeim einum að dæla peningum í Mark Zuckerberg. Hér er markmiðið með engu móti að gera lítið úr áfengisvanda eða raunum þeirra sem við hann glíma. Mikilvægt er að halda uppi öflugum forvörnum, meðferðarúrræðum og stuðla að meðvitund um hættur þess að drekka of snemma. Slíkar forvarnir mætti fjármagna með skattfé. Framboðið af skattfé verður hins vegar talsvert minna ef fjármunum er leyft að flæða til erlendra fyrirtækja í stað íslenskra, með löngu útrunnin sjónarmið að vopni. Höfundur er lögfræðingur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun