Anna fékk dýrmæt ár með mömmu og sýtir ekki lengur hvernig fór með atvinnumennskuna Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 12:00 Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hefur ákveðið að láta staðar numið en gæti snúið aftur sem aðstoðarþjálfari. MYND/STÖÐ 2 SPORT Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir segir að þó að margir hafi sagt að hún sé erfiður mótherji þá telji hún að hún sé ekki heldur neitt auðveldur samherji. Hún lítur ánægð til baka á glæstan feril eftir að hafa sett handboltaskóna á hilluna. „Það er svolítið kjánalegt að segja það en þetta blundaði ansi lengi í manni. En þegar allt kom til alls þá er þetta komið gott. Ég er að verða 35 ára í næstu viku, hnéð á mér er ónýtt, og þetta er bara góður tími,“ sagði Anna í Sportinu í dag um þá ákvörðun sína að hætta endanlega. Hún vann þrefalt með Val fyrir ári síðan en lék ekki í vetur og sagði ekkert hæft í getgátum um að hún hefði tekið þátt í úrslitakeppninni, ef hún hefði ekki verið slegin af vegna kórónuveirunnar. Anna vann 19 af 30 titlum sem í boði voru á síðasta áratug og stígur því niður af sviðinu sem sannkölluð handboltadrottning: „Já, ég var nú ekki alveg búin að skoða þetta sjálf. Þetta rennur svolítið saman í eitt. Maður er bara alltaf að reyna að vinna. Ég held að flestir íþróttamenn séu alltaf að stefna að því og ég hef verið það heppin að vera alltaf í frábærum liðum og með frábærum leikmönnum, og frábærum þjálfurum,“ sagði Anna. En er eitthvað sem hún sér eftir? „Ég er náttúrulega mjög ánægð. Kannski hefði maður viljað spila lengur úti. Ná einhverjum atvinnumannsferli. Ég var alltaf mjög svekkt yfir því. En svo var mamma mín bráðkvödd fyrir þremur árum og það setti hlutina í samhengi. Ég áttaði mig á því hvað ég var heppin að hafa verið hérna heima, njóta þess að spila handbolta og vera með fjölskylduna mína. Þetta er því ekkert til að sjá eftir.“ Klippa: Sportið í dag - Anna Úrsúla hætt Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Olís-deild kvenna Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04 Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03 Mest lesið Sanngjarn sigur Liverpool og meistararnir að heltast úr lestinni Enski boltinn Annar þáttur Kanans í kvöld: Jón Páll og Frank Booker voru miklir vinir Körfubolti Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Handbolti Skautadrottning með 197 hraðasektir á árinu Sport Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Draumadagur fyrir Rashford og Zirkzee: Amorim lestin lögð af stað Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir drullað sér út“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Daníel Tristan með þrennu: Stuðningsmennirnir sungu nafnið hans Fótbolti Fleiri fréttir Orri skoraði sjö í risasigri Nítján íslensk mörk í öruggum sigri Kolstad Í beinni: Ísland - Úkraína | Mikilvægur leikur í Innsbruck Hollendingar á leið upp úr íslenska riðlinum „Þær eru svolítið þyngri“ Þýsku meistararnir að ná vopnum sínum á ný Arnar Birkir fór á kostum í sigri Færeysku stelpurnar náðu sögulegu jafntefli á EM Haukarnir kláruðu Kur og komust í 32 liða úrslit Fullt af möguleikum í þessu Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Sjá meira
Anna Úrsúla hætt: „Síðustu handboltaskórnir mínir komnir í ruslið“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, ein sigursælasti leikmaður íslenska kvennahandboltans undanfarin ár, er hætt í handbolta en Anna Úrsúla tilkynnti þetta á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi. 17. apríl 2020 09:04
Vann nítján af þrjátíu stórum titlum sem í boði voru á síðasta áratug Ein sigursælasta handboltakona Íslands frá upphafi hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum. 17. apríl 2020 12:03