Eins neysla er annars brauð Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 18. mars 2020 11:30 Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Garðabær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson Skoðun Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Skoðun Keyrum á nýrri menntastefnu Arnór Heiðarsson skrifar Skoðun Réttindabarátta sjávarbyggðanna Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Sjá meira
Þegar áföll verða í samfélaginu og árferðið erfitt, vegur sterk fjárhagsstaða sveitarfélags þungt því aldrei er meiri nauðsyn á góðri nærþjónustu. Þegar þetta er skrifað hafa 240 Íslendingar greinst með COVID-19 og 2500 manns eru ýmist í sóttkví eða einangrun í því skyni að hindra útbreiðslu þessarar vár sem hefur nú þegar lamað samfélagskerfi margra þjóða. Forystufólk okkar hefur staðið sig vel. Framlínuteymi almannavarna, sóttvarnarlæknir, landlæknir og lögregla una sér ekki hvíldar og áherslan hefur verið að vernda þá sem eru viðkvæmastir fyrir og fá almenning með í þær aðgerðir. Við höfum öll gert það sem við getum. Þá hefur ríkisstjórnin boðað aðgerðir sem skipta miklu máli og áhersla okkar á sveitarstjórnarstiginu hefur verið að tryggja grunnþjónustu fyrir þá sem þurfa aðstoð ásamt því að skipuleggja mikilvægt starf leik- og grunnskóla. Þróttmikið atvinnulíf er forsenda velferðar og þróun launa og kaupmáttar byggist á vexti og viðgangi þess. Ef hægir á hjólum atvinnulífsins, til dæmis með því að eftirspurn eftir vörum og þjónustu minnkar mjög skarpt, fækkar störfum og það viljum við koma í veg fyrir. Hvernig gerum við það þegar vá er fyrir dyrum og við hættum okkur helst ekki út fyrir hússins dyr? Við höfum verið dugleg að fara að fyrirmælum síðustu daga, þvegið hendur og sótthreinsað, gætt að fjarlægð á milli fólks og fylgt samkomubanni. Þessum fyrirmælum hefur líka fylgt mikilvæg hvatning, hvatning til að halda áfram. Og á meðan við getum eigum við ekki að hætta að gera venjulega hluti og njóta þess að vera til. Það skiptir máli að við gerum ekki hlé á lífinu, við eigum að fara út að borða, kíkja aðeins í verslanir og kaupa nauðsynjar og jafnvel sitthvað fleira. Ef ferðalög til útlanda verða áfram háð miklum takmörkunum, er ekkert því til fyrirstöðu að ferðast innanlands og njóta heima. Hegðun okkar og neysla hefur áhrif á samfélagið, atvinnulífið og störfin í landinu. Í sinni einföldustu mynd er þetta svona: Við kaupum hluti sem okkur vantar og langar í og í staðinn látum við fólkið, sem bjó þá til og selur, fá peninga sem það notar svo til að kaupa hluti sem það vantar og langar í og svo endalaust framvegis. Stíflum ekki þetta kerfi með því að skríða inn í skel. Garðabær er vel í sveit settur og mun ekki draga lappirnar í þessum efnum frekar en öðrum og mun halda áfram að kaupa og veita þjónustu hér eftir sem hingað til. Höfundur er formaður bæjarráðs Garðabæjar.
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Af hverju er ráðherra Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella íslenska iðnnámið? Böðvar Ingi Guðbjartsson Skoðun