Innlit inn í þungamiðju faraldursins á ítölsku sjúkrahúsi Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. mars 2020 12:05 Sjúklingar með Covid-19-sjúkdóminn á Papa Giovanni XII-sjúkrahúsinu í Bergamo. Í umfjöllun Sky segir að plasthylkin utan um höfuð sjúklinganna séu notuð til að jafna loftþrýsting í lungum þeirra. Skjáskot/YouTube Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Skelfingarástand ríkir á sjúkrahúsi í ítölsku borginni Bergamo í Langbarðalandi á Norður-Ítalíu, sem farið hefur hvað verst út úr kórónuveirufaraldrinum á landsvísu. Fréttamaður Sky-fréttastofunnar varpar ljósi á ástandið með myndum og ítarlegri umfjöllun sem birt var í gær og í dag. „Starfsmenn bægja okkur frá í óðagoti, á meðan þeir ýta á undan sér körlum og konum á sjúkrabörum í færanlegum öndunarvélum. […] Þeir hlaupa fram hjá deildum sem þegar eru yfirfullar af rúmum, öll skipuð fólki í hræðilegri neyð – sem nær ekki andanum, sem heldur um brjóst sér og í slöngur sem dæla súrefni í súrefnissvelt lungu þeirra,“ skrifar Stuart Ramsay, fréttamaður Sky, sem fékk að heimsækja Papa Giovanni XXII-sjúkrahúsið í Bergamo. Sjá einnig: Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Í umfjölluninni segir að ástandið sé verst á nákvæmlega þessum spítala á Ítalíu. „Þetta er hreinlega skelfilegt,“ skrifar Ramsay, og lýsir því að hingað til hafi fréttamönnum ekki verið hleypt inn á sjúkrahúsið. Hann segir gjörgæsluna löngu sprungna og að hver einasti krókur og kimi spítalans, þar með taldir gangar og biðstofur, sé nýttur undir Covid-19-sjúklinga. Það sem virðist vera gjörgæsla sé í raun bráðamóttaka; fólkið sem lagt er inn er þegar mjög alvarlega veikt. Myndband sem fylgir umfjölluninni sýnir vel hversu erfitt ástandið er. Starfsfólk hleypur á milli sjúklinga, sem flestir hafa nokkurs konar plasthylki utan um höfuðið til að jafna loftþrýsting í lungunum, og læknar sem rætt er við segjast aldrei hafa upplifað annað eins. Myndbandið má sjá í spilaranum hér að neðan. Umfjöllun Sky í heild má nálgast hér. Fleiri eru nú látnir af völdum kórónuveirunnar á Ítalíu en í Kína. Tala látinna hækkaði um 427 í gær og þar með eru alls 3405 látnir í landinu. Kalla hefur þurft út ítalska herinn í Bergamo til að flytja lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19-sjúkdómnum til brennslu, svo alvarlegt er ástandið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22 „Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45 Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sjá meira
Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa til síns heima Allir skiptinemar á vegum AFS þurfa að snúa heim samkvæmt tilskipun frá alþjóðasamtökunum. 20. mars 2020 07:22
„Það geta í raun allir veikst alvarlega“ Íslendingum með kórónuveiruna fjölgar hratt en á síðustu tveimur dögum hafa vel á annað hundrað greinst með veiruna en smitum hefur fjölgað um þriðjung. Þá eru taldar miklar líkur að ástralskur ferðamaður um fertugt hafi látist af völdum COVID-19 hér á landi. 19. mars 2020 21:45
Ítalía fer fram úr Kína í dauðsföllum Dauðföll vegna kórónuveirufaraldursins á Ítalíu eru nú fleiri en í Kína þar sem veiran skaut fyrst upp kollinum. Alls hafa nú rúmlega 3.400 manns látið lífið á Ítalíu. 19. mars 2020 18:15