Mikilvægi tengsla og trausts Margrét Lúthersdóttir skrifar 26. mars 2020 09:00 Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Berskjaldaðir hópar: Ritröð Rauða krossins Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga skrifar Skoðun Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Faraldurinn sem nú geisar um heim allan hefur fengið mörg okkar til þess að líta inn á við og velta fyrir okkur því sem raunverulega skiptir máli í okkar eigin lífi. Við héldum jafnvel að það yrði ekkert mál að fjarlægja okkur öðru fólki í smá tíma og setja félagslífið á bið. Eftir nokkra daga af heimavinnu, fjarfundum og heimsendum matvörum finnum við að fjarlægðin frá öðru fólki, sem við vitum öll að er skynsamleg þessa dagana, hefur tekið sinn toll. Við söknum þess að faðma ömmu, heimsækja litla frænda og hitta vinahópinn. Þetta getur tekið á andlega líðan, sérstaklega ef ástandið varir vikum saman. Sá hópur sem finnur enn frekar fyrir þeirri fjarlægð og þeim lokunum sem samfélaginu er gert að fylgja þessa stundina er flóttafólk sem hingað er komið. Rannsóknir á stöðu flóttafólks og innflytjenda hérlendis benda til þess að sá hópur sé líklegri til að vera félagslega einangraður og afskiptur (sjá hér og hér) en ýmsir aðrir hópar. Því er nauðsynlegt að við sem samfélag tökum höndum saman og hlúum sérstaklega að þessum hópi nú sem endranær. Í tilfelli flóttafólks sem treystir á fá en innihaldsrík tengsl fyrir sálrænan og félagslegan stuðning geta aðstæður sem þessar haft afdrifarík áhrif á andlega líðan til langframa. Margt flóttafólk hérlendis býr nú þegar við lítið félagslegt bakland og hefur jafnvel ekki hitt fjölskyldur sínar svo mánuðum eða árum skiptir. Þessi hópur hefur meðal annars treyst á viðtalstíma og opna viðburði hjá Rauða krossinum svo og persónulegan og hagnýtan stuðning sjálfboðaliða auk stuðnings annarra félagasamtaka og þjónustuaðila. Á meðan að veiran geisar hefur þetta starf Rauða krossins með flóttafólki tekið miklum breytingum. Í stað þess að hittast hafa sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða krossins samband við flóttafólk með hjálp tækninnar til að veita sálrænan stuðning og upplýsingar eins og frekast er unnt. Þá hafa ýmsir aðilar bent á skort á upplýsingum um ástandið á móðurmáli innflytjenda. Til að skilja til hlítar þær mikilvægu upplýsingar sem koma fram á degi hverjum getur það skipt sköpum að lesa þær á sínu eigin móðurmáli. Á síðustu þremur árum hafa rúmlega þúsund flóttamenn hlotið alþjóðlega vernd hérlendis og fleiri bíða eftir niðurstöðu Útlendingastofnunar. Þetta eru einstaklingar sem treysta á stjórnvöld og hið opinbera varðandi upplýsingar um framvindu mála og samfélagið treystir að sama skapi á að allir taki þátt í smitvörnum. Flóttafólk eru almennt þrautseigir og eljusamir einstaklingar sem búa yfir gríðarlegri sjálfsbjargarviðleitni en til þess að hópurinn standi betur að vígi þurfa upplýsingar að vera aðgengilegar, leiðir til sjálfshjálpar skýrar og sálrænn stuðningur í boði. Síðustu vikur hafa staðfest það sem við nú þegar vissum, félagsleg tengsl og nánd er gífurlega mikilvæg fyrir velferð okkar. Hið sama gildir um flóttafólk en munurinn er sá að þeirra tengsl eru þvert yfir heiminn, ekki til staðar eða þeirra nánustu búa við óöryggi eða jafnvel ofbeldi af einhverju tagi í heimalandinu. Til viðbótar við áhyggjur af heilsufari sínu og sinna nánustu hér hefur margt flóttafólk miklar áhyggjur af ástvinum sínum annars staðar sem búa við veikt eða illa laskað heilbrigðiskerfi. Heimurinn allur berst nú gegn útbreiðslu veirunnar og í faraldri af þessu tagi er auðvelt að missa sjónar á því sem skiptir okkur öll máli. Tengslum og trausti. Við þurfum á hvort öðru að halda og við þurfum að treysta þeim upplýsingum sem við fáum til að geta tekið upplýstar ákvarðanir. Við hvetjum ykkur til að deila áreiðanlegum upplýsingum með nýjum íbúum í kringum ykkur sem ekki hafa enn náð tökum á íslenskunni, hvort sem er flóttafólk eða innflytjendur. Þegar samfélagið kemst aftur í samt horf og faraldurinn hefur gengið yfir hvetjum við ykkur til að gerast sjálfboðaliði hjá Rauða krossinumog styðja við félagslega aðlögun flóttafólks svo hópurinn allur standi betur að vígi í aðstæðum sem þessum en við getum öll rétt hjálparhönd nú þegar, slegið á þráðinn og spurt um líðan, þörf fyrir aðstoð eða bara spjallað. Við erum nefnilega öll almannavarnir og almannavarnir eru fyrir okkur öll! Höfundur er verkefnastjóri í málefnum flóttafólks hjá Rauða krossinum. Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi. Hvernig held ég mig heima ef ég er heimilislaus?
Rauði krossinn sinnir berskjölduðu fólki um allan heim, alla daga ársins. Nokkrir hópar eru berskjaldaðri en aðrir fyrir Covid19 og næstu daga mun Rauði krossinn beina sjónum að þessum hópum hér á Vísi.
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar