Dagur tvö: Ferðalangur í eigin landi Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 26. mars 2020 10:30 Garpur Elísabetarson ferðast einn um Ísland á tímum kórónuveiru. Vísir/Garpur Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Dag tvö í ferðadagbók hans má finna hér fyrir neðan. Í dag má segja að hringferðin í kringum Ísland hafi tekið af stað. Ég gisti á Hótel Rangá þar sem var hugsað mjög vel um mig. Ég byrjaði á því að kíkja á Nauthúsagil, sem er staður, þokkalega falinn mörgum. Ég var reyndar mest forvitinn að finna gönguskó dóttur minnar sem gleymdust þarna fyrir nokkrum mánuðum. Ég fann þá ekki. En það var ófært að ganga gilið, þannig ég lét mér nægja að fylla flöskuna af fersku vatni og halda áfram. Klippa: Dagur 2 - Ferðalangur í eigin landi Ég stoppaði stutt við Seljalandsfoss, þar sem vegurinn fyrir aftan fossinn var lokaður vegna snjóþyngdar. Því næst fór ég að Skógafossi. Þar var ég aleinn í heiminum og fylgdist ég með snjókornunum blandast vatninu í máttugum fossinum. Snjókornin við Skógafoss fönguðu athyglina.Vísir/Garpur Það góða við að vera einn á Skógafossi er að þá eru tröppurnar sem leiða mann upp fyrir fossinn auðar. Eitthvað sem ég hef aldrei fengið út af fyrir mig áður. Ég nýtti því tækifærið og hljóp upp. Eða, ég hljóp þar til ég gat ekki hlaupið lengur og skreið svo restina af þessum rúmlega 400 tröppum. Það voru engir ferðamenn sjáanlegir í Reynisfjöru í gær.Vísir/Garpur Ég endaði svo daginn í Reynisfjöru þar sem ég fylgdist dáleiddur með ógnvæglegum öldunum berja svarta sandinn. Það er auðvelt að gleyma sér í Reynisfjöru og auðvitað um leið stórhættulegt. Ég gisti í Vík í kvöld, eða rétt fyrir utan á Hótel Kötlu, en á morgun bíða mín nokkur ævintýri í kringum bæinn áður en ég held ferð minni áfram austur. Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Næstu daga ferðast Garpur Elísabetarson um landið. Garpur er aleinn en vopnaður myndavélum fyrir ferðadagbók, sem hann heldur úti hér á Vísi og í Bítinu á Stöð 2. Garpur heimsækir íslenskar náttúruperlur og hvetur Íslendinga til að kynnast landinu sínu betur. Einnig er hægt að fylgjast með Garpi á Instagram og á Facebook-síðunni Ferðalangur í eigin landi. Ferðalagið er unnið í samstarfi við Samtök ferðaþjónustunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Ferðalangur í eigin landi Ferðalög Tengdar fréttir Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30 Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru Kvikmyndagerðamaðurinn Garpur Elísabetarson er lagður af stað í einstakt ferðalag um landið. Garpur er aleinn en tók með sér nóg af myndavélum og drónum svo hann gæti deilt ferðasögunni sinni með öðrum. 24. mars 2020 14:30
Dagur eitt: Ferðalangur í eigin landi Garpur ferðast aleinn um Ísland á tímum kórónuveiru. Á leið sinni um landið tekur hann myndir og skrifar ferðadagbók hér á Vísi. 25. mars 2020 09:30