Ekki hundleiðinlegt heldur mannskemmandi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 28. mars 2020 19:58 Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið. Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma. Við sem störfum í þessum geira vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin. Tæplega tíu þúsund íbúar landsins eru í sóttkví, og 850 einstaklingar í einangrun, sem stendur. Þar er ekki um eiginlega frelsissviptingu að ræða og í raun ekki hægt að bera aðstæður þeirra saman við dómþola sem sitja á bak við lás og slá. Aftur á móti eru kunnugleg stef sem birtast í viðtölum við þá sem eru í sóttkví og umfjöllun fjölmiðla um ástandið. „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt.“ „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar.“ „Hvernig á að brjóta upp einsleitnina.“ „Öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi.“ Þetta eru fjögur nýleg dæmi úr fjölmiðlum, fyrri tvö úr viðtölum og seinni úr umfjöllun um sóttkví. Dæmin eru nær óteljandi. Fólki líður illa í sóttkví, það er einsleitt, streituvaldandi og hefur veruleg neikvæð áhrif á andlega heilsu. Samt hafa flestir í sóttkví allt til alls, eru á eigin heimili, oftar en ekki með fjölskyldu sína með sér og endalaust úrval af afþreyingarefni. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafa ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafa raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini síðan neyðarstigi var lýst yfir. Afplánunarfangar eru meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum. Það er ekki hundleiðinlegt til lengdar heldur mannskemmandi. Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott. Afstaða vill hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta er erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir hreint út sagt skelfilegt. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Umræðan um það hversu gott þeir hafi það sem afpláni dóma í íslenskum fangelsum dúkkar upp reglulega og orðræðan um fimm stjörnu hótel með öllum helstu þægindum fylgir í kjölfarið. Hneykslast er yfir því að dæmdir menn fái að horfa á sjónvarpið, fara í sturtu á hverjum degi og hafi aðgang að síma. Við sem störfum í þessum geira vitum auðvitað betur en mögulega örlar á skilningi hjá fleirum þessi dægrin. Tæplega tíu þúsund íbúar landsins eru í sóttkví, og 850 einstaklingar í einangrun, sem stendur. Þar er ekki um eiginlega frelsissviptingu að ræða og í raun ekki hægt að bera aðstæður þeirra saman við dómþola sem sitja á bak við lás og slá. Aftur á móti eru kunnugleg stef sem birtast í viðtölum við þá sem eru í sóttkví og umfjöllun fjölmiðla um ástandið. „Sakna þess að geta ekki faðmað fólkið mitt.“ „Þetta er hundleiðinlegt til lengdar.“ „Hvernig á að brjóta upp einsleitnina.“ „Öllum ljóst að einangrunin sem sóttkvíin felur í sér er streituvaldandi.“ Þetta eru fjögur nýleg dæmi úr fjölmiðlum, fyrri tvö úr viðtölum og seinni úr umfjöllun um sóttkví. Dæmin eru nær óteljandi. Fólki líður illa í sóttkví, það er einsleitt, streituvaldandi og hefur veruleg neikvæð áhrif á andlega heilsu. Samt hafa flestir í sóttkví allt til alls, eru á eigin heimili, oftar en ekki með fjölskyldu sína með sér og endalaust úrval af afþreyingarefni. Skjólstæðingar Fangelsismálastofnunar hafa ekki ástvini sína sér við hlið. Þeir hafa raunar ekki fengið að sjá fjölskyldu eða vini síðan neyðarstigi var lýst yfir. Afplánunarfangar eru meira og minna inni í klefum sínum, vanvirkir vegna lamaðrar starfsemi í fangelsum. Það er ekki hundleiðinlegt til lengdar heldur mannskemmandi. Þegar ástandið er „eðlilegt“ er það að sama skapi bagalegt. Sálfræðiþjónusta er lítil sem engin, vinna af skornum skammti og hvatning til betrunar fjarlægur draumur. Fangelsin eru geymsla og enginn sem lokið hefur afplánun telur sig hafa haft það gott. Afstaða vill hvetja aðstandendur og vini til þess að gefa þeim gaum sem sitja inni, hafa samband og reyna að létta lund þeirra. Þetta er erfiður tími fyrir alla en ekki síst þá sem eru í fangelsum landsins. Það er ekki eftirsóknarvert að vera í fangelsi venjulega en um þessar mundir hreint út sagt skelfilegt. Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi.
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar