Hefur áhyggjur af áhrifum faraldursins á stöðu vinnumála á Suðurnesjum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2020 13:16 Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur áhyggjur af stöðu vinnumála á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin. Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur þungar áhyggjur af stöðu atvinnumála á Suðurnesjum. Atvinnuleysi þar er tæp 14 prósent og telur hún það fara vaxandi á næstu dögum og vikum, sökum kórónuveirufaraldursins. „Ég hef stórkostlegar áhyggjur af svæðinu vegna þess að þetta áfall sem að kemur með faraldrinum kemur ofan í mikla dýfu sem að var dýpri á Suðurnesjum heldur en annars staðar á landinu, og byrjaði reyndar bara þegar WOW féll,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Hún birti í gær stöðuuppfærslu á Facebook þar sem hún lýsti áhyggjum sínum. Hún segir í samtali við fréttastofu að atvinnuleysi í Reykjanesbæ hafi fyrr í marsmánuði verið um 11 prósent. Það fari nú hratt vaxandi. „Uppsagnir eru ekki komnar frá fyrirtækjum sem við vitum að munu pakka saman á næstu vikum. Flugstöðin og flugvöllurinn, það eru þúsundir Suðurnesjamanna sem þar vinna og starfsemin þar er í frosti og verður þar á næstu vikum.“ Hún segir að stjórnvöld verði að bregðast sérstaklega við stöðunni í þessum landshluta. „Stjórnvöld verða að gera það og hefðu átt að vera búin að bregðast við fyrir löngu. Vegna þess að hér eru fjárframlög til dæmis til heilsugæslu og Heilbrigðisstofnunnar Suðurnesja lægst á hvern íbúa ef við horfum á allt landið. Við höfum verið svolítið vanrækt hvað þessa sjálfsögðu innviði varðar,“ segir Oddný og bætir við að sérstaklega þurfi að líta til þess hve illa búin Suðurnesin eru til að takast á við skell eins og þann sem nú blasir við sem fylgifiskur heimsfaraldurs. Vinnumálastofnun á mörgum vígstöðvum Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að eins og sakir standa hafi ekki verið gerðar sérstakar ráðstafanir fyrir Suðurnes vegna þess ástands sem nú vofir yfir. „Við höfum verið í samstarfi við bæjarstjórann í Reykjanesbæ áður en þetta skall allt á. Það hefur verið hlutfallslega mjög erfitt atvinnuástand þarna í töluvert langan tíma,“ segir Unnur í samtali við Vísi. Hún segir stóran hluta starfa á Suðurnesjum tengjast flugvellinum með einum eða öðrum hætti. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að undirbúningur við vinnu að vinnumarkaðsúrræðum, bæði á Suðurnesjum og annars staðar, sé hafinn. „Það er svo rosalega mikil atvinna sem tengist flugvellinum, og þar með farþegunum og ferðaþjónustu. Þetta eru bílaleigurnar, þjónusta við völlinn, verslanir þar og veitingastaðir. Þetta er svo ofboðslega stórt hlutfall. Þannig slær þetta svo illa.“ Hún segir þó að eins og staðan sé í dag fari öll orka Vinnumálastofnunar í að koma á fót úrræði stjórnvalda um bætur á móti minnkuðu starfshlutfalli. „Um leið og rykið sest aðeins í því, þá blasir við að taka þurfi til hendinni í einhvers konar vinnumarkaðsúrræðum. Þá verða Suðurnesin auðvitað mjög ofarlega á baugi. En við erum ekki komin þangað enn þá,“ segir Unnur. Hins vegar sé undirbúningur slíkrar vinnu farinn af stað á landsvísu, án þess að það sé bundið við Suðurnesin.
Vinnumarkaður Reykjanesbær Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira