„Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun?“ Sindri Sverrisson skrifar 30. mars 2020 19:34 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. „Við gátum ekki tekið ákvörðun út frá því hvernig staðan væri núna, og hvaða félög ættu í hlut. Við tókum það allt út af borðinu. Við skoðuðum bara hvernig væri best að gera hlutina á þessum tímapunkti,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um það með hvaða hætti körfuboltatímabilinu var slitið á dögunum. Deildarmeistarar voru krýndir í Domino‘s-deildum karla og kvenna, en engir Íslandsmeistarar verða krýndir á þessu ári. Fjölnir féll úr Domino‘s-deild karla og Grindavík úr Domino‘s-deild kvenna, en Grindavíkurkonur áttu enn von um að halda sér uppi þegar tímabilinu var slitið vegna kórónuveirunnar. Í Sportinu í dag var Hannes spurður hvort að ekki hefði verið rétt að bíða með að taka ákvarðanir um það hvaða lið féllu, hvaða lið færu upp og hvort deildar- og Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hvort ekki hefði verið nóg að sinni að ljúka tímabilinu? „Nei, ég held ekki. Alveg sama hvaða ákvörðun hefði verið tekin, hvort sem það var þessi eða einhver önnur, þá getur maður ekki sagt til um þetta. Ég spyr mig enn þann dag í dag; var þetta rétt eða rangt? Og ég held að ég myndi gera það líka ef ég tæki þessa ákvörðun eftir 3 vikur eða 4 vikur. Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun? Stundum þarf maður að taka ákvarðanir þó að þær séu erfiðar. Stundum er ekkert betra að bíða með þær. Það er alltaf hægt að skoða allar ákvarðanir einhvern tímann seinna meir en ég held að við hefðum ekkert endilega komist að einhverri annarri niðurstöðu eftir 4-5 vikur. Við sjáum það þar sem að menn eru að taka þessar ákvarðanir seinna meir að það gerir þetta erfiðara í vöfum. Ég tek sem dæmi af félögum mínum af Norðurlöndunum sem ég er í miklu sambandi við, þeir segja sumir að þeir hefðu viljað gera þetta svipað og við, bara klára þetta strax alls staðar,“ sagði Hannes. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verið betra að taka af allan vafa strax,“ bætti hann við. Þjálfari karlaliðs Hamars hefur gagnrýnt það harðlega hvernig tekið var á málum varðandi það hvaða lið féllu úr efstu deild og hvaða lið færu upp úr 1. deild. Hamar og Höttur áttu fyrir höndum leik sem útlit var fyrir að réði úrslitum um hvort liðanna yrði efst í 1. deild, en Höttur var ofar þegar mótinu var slitið. „Þar fórum við yfir regluverkið, fyrst að þetta kláraðist ekki inni á vellinum. Það var ekki til regla hjá okkur eða öðrum sérsamböndum ÍSÍ, eða á Norðurlöndunum. Ég talaði við marga hjá FIBA líka, og þessi regla er ekki til. Þá fórum við bara að skoða hvernig reglan ætti að vera ef að tímabili er slitið eins og þurfti að gera núna. Þá ákváðum við að það yrðu krýndir deildarmeistarar, neðstu liðin féllu, eitt lið í hvorri deild, og síðan færi þá eitt lið upp. Að sama skapi ákváðum við að krýna ekki Íslandsmeistara, vegna þess að þá þarf að fara í gegnum úrslitakeppni. Í meistaraflokkunum eru mismunandi reglur eftir deildum, og við ákváðum að það væri sama regla yfir allar deildir,“ sagði Hannes. Klippa: Sportið í dag: Hannes um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir „Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00 Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Við gátum ekki tekið ákvörðun út frá því hvernig staðan væri núna, og hvaða félög ættu í hlut. Við tókum það allt út af borðinu. Við skoðuðum bara hvernig væri best að gera hlutina á þessum tímapunkti,“ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, um það með hvaða hætti körfuboltatímabilinu var slitið á dögunum. Deildarmeistarar voru krýndir í Domino‘s-deildum karla og kvenna, en engir Íslandsmeistarar verða krýndir á þessu ári. Fjölnir féll úr Domino‘s-deild karla og Grindavík úr Domino‘s-deild kvenna, en Grindavíkurkonur áttu enn von um að halda sér uppi þegar tímabilinu var slitið vegna kórónuveirunnar. Í Sportinu í dag var Hannes spurður hvort að ekki hefði verið rétt að bíða með að taka ákvarðanir um það hvaða lið féllu, hvaða lið færu upp og hvort deildar- og Íslandsmeistarar yrðu krýndir. Hvort ekki hefði verið nóg að sinni að ljúka tímabilinu? „Nei, ég held ekki. Alveg sama hvaða ákvörðun hefði verið tekin, hvort sem það var þessi eða einhver önnur, þá getur maður ekki sagt til um þetta. Ég spyr mig enn þann dag í dag; var þetta rétt eða rangt? Og ég held að ég myndi gera það líka ef ég tæki þessa ákvörðun eftir 3 vikur eða 4 vikur. Til hvers að bíða með svona erfiða ákvörðun? Stundum þarf maður að taka ákvarðanir þó að þær séu erfiðar. Stundum er ekkert betra að bíða með þær. Það er alltaf hægt að skoða allar ákvarðanir einhvern tímann seinna meir en ég held að við hefðum ekkert endilega komist að einhverri annarri niðurstöðu eftir 4-5 vikur. Við sjáum það þar sem að menn eru að taka þessar ákvarðanir seinna meir að það gerir þetta erfiðara í vöfum. Ég tek sem dæmi af félögum mínum af Norðurlöndunum sem ég er í miklu sambandi við, þeir segja sumir að þeir hefðu viljað gera þetta svipað og við, bara klára þetta strax alls staðar,“ sagði Hannes. „Ég held að í þessu tilfelli hafi verið betra að taka af allan vafa strax,“ bætti hann við. Þjálfari karlaliðs Hamars hefur gagnrýnt það harðlega hvernig tekið var á málum varðandi það hvaða lið féllu úr efstu deild og hvaða lið færu upp úr 1. deild. Hamar og Höttur áttu fyrir höndum leik sem útlit var fyrir að réði úrslitum um hvort liðanna yrði efst í 1. deild, en Höttur var ofar þegar mótinu var slitið. „Þar fórum við yfir regluverkið, fyrst að þetta kláraðist ekki inni á vellinum. Það var ekki til regla hjá okkur eða öðrum sérsamböndum ÍSÍ, eða á Norðurlöndunum. Ég talaði við marga hjá FIBA líka, og þessi regla er ekki til. Þá fórum við bara að skoða hvernig reglan ætti að vera ef að tímabili er slitið eins og þurfti að gera núna. Þá ákváðum við að það yrðu krýndir deildarmeistarar, neðstu liðin féllu, eitt lið í hvorri deild, og síðan færi þá eitt lið upp. Að sama skapi ákváðum við að krýna ekki Íslandsmeistara, vegna þess að þá þarf að fara í gegnum úrslitakeppni. Í meistaraflokkunum eru mismunandi reglur eftir deildum, og við ákváðum að það væri sama regla yfir allar deildir,“ sagði Hannes. Klippa: Sportið í dag: Hannes um ákvörðun KKÍ Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Sportið í dag Tengdar fréttir „Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00 Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30 „Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44 Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00 Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40 Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 96-104 | Mortensen kláraði Keflvíkinga Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti Uppgjörið: ÍR - Valur 84-83 | Dramatískur sigur nýliðanna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 74-93 | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Sjá meira
„Hugmyndin að spila leikinn er ein mesta vanvirðing við íslenskt heilbrigðiskerfi“ Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Horsens í Danmörku, segir að sú hugmynd um að spila hefði átt leik Hamars og Hattar í 1. deild karla eftir að samkomubannið var sett á, til þess að útkljá hvort liðið ætti að fara upp hafi verið vanvirðing við heilbrigðiskerfið. 28. mars 2020 18:00
Hamar telur ákvörðun KKÍ ólöglega Körfuknattleiksdeild Hamars telur ákvörðun Körfuknattleikssambands Íslands ólöglega en sambandið ákvað að keppni í körfubolta hér á landi yrði ekki kláruð. Þýddi það að Hamar fór ekki upp í Domino´s deild karla, sem stefndi í. 21. mars 2020 13:30
„Ætla að halda áfram að minna Hannes og stjórn KKÍ á þessa ömurlegu og röngu ákvörðun“ Þjálfari karlaliðs Hamars segir að sú ákvörðun stjórnar KKÍ að ljúka körfutímabilinu á þann hátt sem ákveðið var sé röng og ósanngjörn. 19. mars 2020 16:44
Hannes: Sparið stóru orðin „Í heildina skynja ég meiri ánægju,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í Sportinu í dag þegar hann var spurður hvernig formenn körfuknattleiksdeilda landsins hefðu tekið ákvörðun stjórnar KKÍ um lok tímabilsins. 18. mars 2020 20:00
Formaður KKÍ: „Langerfiðasta ákvörðun sem ég hef tekið“ Hannes S. Jónsson segir að það hafi verið erfið ákvörðun að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta. 18. mars 2020 15:40
Körfuboltatímabilið blásið af | Engir Íslandsmeistarar Ákveðið hefur verið að hætta keppni á Íslandsmótinu í körfubolta vegna kórónuveirufaraldursins. 18. mars 2020 14:02