Grótta uppfærði samninga við leikmenn en enn eru engar fastar launagreiðslur Anton Ingi Leifsson skrifar 20. apríl 2020 21:00 Grótta leikur í fyrsta sinn í efstu deild á næsta tímabili. mynd/grótta Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Birgir Tjörvi Pétursson formaður knattspyrnudeildar Gróttu segir að leikmenn liðsins fái engar fastar launagreiðslur þó að þeir séu komnir upp í deild þeirra bestu. Þeir haldi áfram á svokölluðu bónuskerfi. Það var mikið rætt um þá leið sem Grótta fór fyrir um ári síðan að leikmenn liðsins í meistaraflokki karla myndu ekki fá neinar fastar greiðslur frá félaginu - heldur yrði spilað fyrir stoltið. Liðið stillti upp ungu liði sem var nýliði í fyrstu deild karla og kom öllum að óvörum og fór upp um deild. Birgir Tjörvi ræddi hugmyndafræði Gróttu í samtali við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag. „Við erum ekki að borga fastar launagreiðslur og höfum ekki gert það undanfarin ár. Þannig er okkar rekstrarmódel. Við getum ekki ráðist í skuldbindingar sem við eigum ekki efni á að standa við og það var sú leið sem við fórum. Við lentum svo í þessari ótrúlegu stöðu að fara upp í efstu deild og þurftum að endursemja við alla okkar menn,“ sagði Birgir Tjörvi. Eins og áður segir þá komst Grótta upp í Pepsi Max-deild karla eftir magnaða framgöngu í Inkasso-deildinni og við það breyttust aðeins hlutirnir. Þó varð ekki algjör kúvending á rekstrinum. „Þegar þú ert kominn á nýjan stað taka kannski við einhver ný lögmál og við fórum yfir þetta aftur en niðurstaðan var sú sama. Við erum að reyna að koma til við móts við auknar kröfur og þá vinnu sem þeir þurfa að leggja í þetta. Við uppfærðum samningana en í meginatriðum erum við enn á þeim stað að við borgum ekki fastar laungreiðslur. Laun á leikmönnum eru nánast engin.“ „Við tókum þá ákvörðun að vera með bónuskerfi. Það eru auðvitað mörg lið með það en þær hanga saman við ásókn á leiki og tekjur á leikdegi og þess háttar. Auðvitað er hefðbundin uppbygging varðandi árangur og þess háttar.“ Klippa: Sportið í dag - Formaður Gróttu um launamálin hjá félaginu Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Sportið í dag Kjaramál Seltjarnarnes Grótta Mest lesið Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira