„Ég vissi að það væri eitthvað að“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. apríl 2020 20:00 Andrea Eyland þáttastjórnandi Kviknar er höfundur bókarinnar Kviknar og umsjónarkona þáttanna Líf Kviknar og Líf dafnar. Vísir/Vilhelm „Það eru forréttindi að hafa orðið ófrísk fimm sinnum án allra vandkvæða,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Andrea var á persónulegri nótunum í þessum þætti og sagði frá eigin upplifun. „Ég hef fundið það í gegnum tíðina hvað það er ótrúlega mikilvægt að sinna andlegri heilsu, nánast meiri en líkamlegri, vegna þess að líða vel á meðgöngu er svo mikilvægt bæði fyrir sjálfa þig og maka þinn en sérstaklega barnið þitt. Ég hef gengið í gegnum erfiða hluti í mínum samböndum við mína barnsfeður á meðgöngum. Án þess að fara eitthvað nánar út í það þá held ég að ef ég vildi einhverju breyta varðandi mínar fyrstu þrjár meðgöngur, með stelpurnar mínar, að það hefði verið að hlúa betur að sjálfri mér.“ Fjórða meðganga Andreu var hennar allra besta og líkamlega og andlega var hún á frábærum stað. Fimm mánuðum eftir fæðingu drengsins varð hún aftur ófrísk og þessi fimmta meðganga átti eftir að reynast henni mjög erfið. „Það er eitthvað að“ „Það var á fjórða mánuði sem ég byrjaði að verða mjög þreytt og það sem ég tek út úr þeirri meðgöngu er að hlusta á innsæið.“ Andrea segir að hún hafi strax fundið að þessi meðganga væri mjög ólík fyrstu fjórum. „Ég fer til ljósmóðurinnar og segi, það er eitthvað að. Ég er þreytt. Alveg sama þó að ég væri með mörg börn heima, ég hafi nýverið verið búin að fæða barn og nýlega hætt með brjóstagjöf sem gekk ekki upp og þreytan og allt sem fylgir því. Þetta var eitthvað annað, þetta var ekki þreytan við að reka heimili eða fimmta meðgangan eða hvaða ástæða sem einhver kom með. Þetta var óeðlileg þreyta.“ Hún segist hafa rætt þetta við marga heilbrigðisstarfsmenn á meðgöngunni en upplifði þetta þannig að ekki væri tekið mark á því. „Ég barðist fyrir því að það væri hlustað á mig í marga mánuði og mér finnst það mjög leiðinlegt vegna þess að ég sem mjög ákveðin kona og verandi í mjög góðri tengingu við sjálfa mig og mína eigin líðan, ég vissi að það væri eitthvað að. En það var ekki hlustað á mig.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 26, 2020 at 3:11pm PST Grét heilan dag á bráðamóttökunni Það var svo heimilislæknir sem Andrea hitti sem uppgötvaði að ekki væri búið að mæla hjá henni járnið. „Það var járnstaðan sem var ekki mæld sama hvað ég kvartaði og kvartaði. Ég endaði á bráðamóttökunni í heilan dag grátandi. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á ganginum á bráðamóttökunni. En það var samt ekki mælt í mér járnið og það var ekki hlustað á mig.“ Andrea telur að hún hafi farið átta ferðir til læknis áður en þetta var mælt. „Ég endaði í járngjöf á spítalanum og það voru dældir í mig fjórir járnpokar. Þetta var náttúrulega bara undir lokin á meðgöngunni og þetta var búið að eyðileggja fyrir mér. Ég veit ekki, mögulega er þetta einstakt tilvik. En það er ekki eðlilegt að vera það þreytt að þú komist ekki fram úr rúminu með neinu móti og grátir dag eftir dag eftir dag og biðjir um hjálp án þess að fá neina.“ Andrea hvetur konur í sömu stöðu, með sömu einkenni, til að standa fast á sínu og láta vita ef líðan þeirra tengist meiru en eðlilegum fylgikvillum meðgöngu. „Ég reyndi að gera allt, ég reyndi að borða hollt, ég reyndi að hreyfa mig, allskonar. Það gekk ekkert upp vegna þess að þetta var staðan. Það vantaði í mig allt járn.“ View this post on Instagram Sérðu minnstu, meðal & stærstu bumbu? Að sakna meðgöngu. Bumbusakn . Held að margar konur kannist við svoleiðis og óteljandi alls ekki. Ef okkur líður vel á meðgöngunni getur komið yfir okkur tómleikatilfinning lengi vel eftir að barnið er fætt og við sjáum í hyllingum tímann sem við gátum strokið kúlunni, fundið spörk og ljómað út í loftið #lífkviknar #kviknar #blackandwhite #pregnant #9monthspregnant #iceland photo by @kamban A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 16, 2020 at 2:15am PST Konur hlusti á innsæið Hún minnir á að meðgöngur eru alls konar, raunin er alls konar. Sumar eiga bæði góðar og slæmar meðgöngur, aðrar eiga alltaf erfiðar. „Sumar konur elska bara að vera óléttar og þær mega það og eiga ekki að þurfa að draga fram einhverja ókosti við það að eiga barn.“ Andrea segir að það sé mikilvægt að leyfa allar upplifanir og tilfinningar. Hún segir að ófrískar konur geti gert margt til að láta sér líða vel á meðgöngu eins og að stunda líkamsrækt, borða hollan mat og svo framvegis. „Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta alltaf um að hlusta á eigið innsæi, vegna þess að við vitum hvað er best fyrir okkur.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum Kroppurinn ræðir Andrea líka við þau Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík og Auði Bjarnadóttur jógakennara og eiganda Jógasetursins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Leyniskjölin: Endaði með sprungnar háræðar og vökva í æð vegna uppkasta Kviknar Frjósemi Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira
„Það eru forréttindi að hafa orðið ófrísk fimm sinnum án allra vandkvæða,“ segir Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar. Nýjasti þátturinn nefnist Kroppurinn og er þar talað um allt sem tengist líkamanum á meðgöngu. Andrea var á persónulegri nótunum í þessum þætti og sagði frá eigin upplifun. „Ég hef fundið það í gegnum tíðina hvað það er ótrúlega mikilvægt að sinna andlegri heilsu, nánast meiri en líkamlegri, vegna þess að líða vel á meðgöngu er svo mikilvægt bæði fyrir sjálfa þig og maka þinn en sérstaklega barnið þitt. Ég hef gengið í gegnum erfiða hluti í mínum samböndum við mína barnsfeður á meðgöngum. Án þess að fara eitthvað nánar út í það þá held ég að ef ég vildi einhverju breyta varðandi mínar fyrstu þrjár meðgöngur, með stelpurnar mínar, að það hefði verið að hlúa betur að sjálfri mér.“ Fjórða meðganga Andreu var hennar allra besta og líkamlega og andlega var hún á frábærum stað. Fimm mánuðum eftir fæðingu drengsins varð hún aftur ófrísk og þessi fimmta meðganga átti eftir að reynast henni mjög erfið. „Það er eitthvað að“ „Það var á fjórða mánuði sem ég byrjaði að verða mjög þreytt og það sem ég tek út úr þeirri meðgöngu er að hlusta á innsæið.“ Andrea segir að hún hafi strax fundið að þessi meðganga væri mjög ólík fyrstu fjórum. „Ég fer til ljósmóðurinnar og segi, það er eitthvað að. Ég er þreytt. Alveg sama þó að ég væri með mörg börn heima, ég hafi nýverið verið búin að fæða barn og nýlega hætt með brjóstagjöf sem gekk ekki upp og þreytan og allt sem fylgir því. Þetta var eitthvað annað, þetta var ekki þreytan við að reka heimili eða fimmta meðgangan eða hvaða ástæða sem einhver kom með. Þetta var óeðlileg þreyta.“ Hún segist hafa rætt þetta við marga heilbrigðisstarfsmenn á meðgöngunni en upplifði þetta þannig að ekki væri tekið mark á því. „Ég barðist fyrir því að það væri hlustað á mig í marga mánuði og mér finnst það mjög leiðinlegt vegna þess að ég sem mjög ákveðin kona og verandi í mjög góðri tengingu við sjálfa mig og mína eigin líðan, ég vissi að það væri eitthvað að. En það var ekki hlustað á mig.“ View this post on Instagram A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 26, 2020 at 3:11pm PST Grét heilan dag á bráðamóttökunni Það var svo heimilislæknir sem Andrea hitti sem uppgötvaði að ekki væri búið að mæla hjá henni járnið. „Það var járnstaðan sem var ekki mæld sama hvað ég kvartaði og kvartaði. Ég endaði á bráðamóttökunni í heilan dag grátandi. Ég gat ekki staðið upp úr rúminu á ganginum á bráðamóttökunni. En það var samt ekki mælt í mér járnið og það var ekki hlustað á mig.“ Andrea telur að hún hafi farið átta ferðir til læknis áður en þetta var mælt. „Ég endaði í járngjöf á spítalanum og það voru dældir í mig fjórir járnpokar. Þetta var náttúrulega bara undir lokin á meðgöngunni og þetta var búið að eyðileggja fyrir mér. Ég veit ekki, mögulega er þetta einstakt tilvik. En það er ekki eðlilegt að vera það þreytt að þú komist ekki fram úr rúminu með neinu móti og grátir dag eftir dag eftir dag og biðjir um hjálp án þess að fá neina.“ Andrea hvetur konur í sömu stöðu, með sömu einkenni, til að standa fast á sínu og láta vita ef líðan þeirra tengist meiru en eðlilegum fylgikvillum meðgöngu. „Ég reyndi að gera allt, ég reyndi að borða hollt, ég reyndi að hreyfa mig, allskonar. Það gekk ekkert upp vegna þess að þetta var staðan. Það vantaði í mig allt járn.“ View this post on Instagram Sérðu minnstu, meðal & stærstu bumbu? Að sakna meðgöngu. Bumbusakn . Held að margar konur kannist við svoleiðis og óteljandi alls ekki. Ef okkur líður vel á meðgöngunni getur komið yfir okkur tómleikatilfinning lengi vel eftir að barnið er fætt og við sjáum í hyllingum tímann sem við gátum strokið kúlunni, fundið spörk og ljómað út í loftið #lífkviknar #kviknar #blackandwhite #pregnant #9monthspregnant #iceland photo by @kamban A post shared by Kviknar & Líf kviknar (@kviknar) on Jan 16, 2020 at 2:15am PST Konur hlusti á innsæið Hún minnir á að meðgöngur eru alls konar, raunin er alls konar. Sumar eiga bæði góðar og slæmar meðgöngur, aðrar eiga alltaf erfiðar. „Sumar konur elska bara að vera óléttar og þær mega það og eiga ekki að þurfa að draga fram einhverja ókosti við það að eiga barn.“ Andrea segir að það sé mikilvægt að leyfa allar upplifanir og tilfinningar. Hún segir að ófrískar konur geti gert margt til að láta sér líða vel á meðgöngu eins og að stunda líkamsrækt, borða hollan mat og svo framvegis. „Þegar allt kemur til alls þá snýst þetta alltaf um að hlusta á eigið innsæi, vegna þess að við vitum hvað er best fyrir okkur.“ Viðtalið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Í þættinum Kroppurinn ræðir Andrea líka við þau Vigni Bollason kírópraktor í Líf Kírópraktík og Auði Bjarnadóttur jógakennara og eiganda Jógasetursins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Leyniskjölin: Elskar líkamann fyrir það sem honum tókst að gera Leyniskjölin: Endaði með sprungnar háræðar og vökva í æð vegna uppkasta
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Frjósemi Mest lesið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Lífið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Hélt að hann væri George Clooney Lífið Fleiri fréttir Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Sjá meira