Bretar stefna að bóluefni í september og viðurkennt lyf gegn Covid gæti breytt afstöðu til faraldursins Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2020 18:36 Vísindamenn við Oxford-háskólann í Bretlandi munu byrja að prófa bóluefni gegn kórónuveirunni á mannfólki á morgun. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, greindi frá þessu í gær. Samhliða því tilkynnti hann að Oxford-teymið fái 20 milljónir punda, eða því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í rannsóknina. Ráðherrann sagði Oxford-teymið hafa unnið náið með eftirlitsaðilum og þannig hraðað ferlinu. Venjulega myndi það taka mörg ár að fá að prófa bóluefni á mönnum. Imperial-háskólinn í Bretlandi er einnig með bóluefni í vinnslu og hefur fengið 22,5 milljónir punda, eða því sem nemur um fjórum milljörðum króna, frá breska ríkinu í það verkefni. Hefur breska ríkið því sett tæpa 8 milljarða króna í þróun bóluefnis og heitið því að fjárfesta í verksmiðjum til að fjöldaframleiða það gangi allt eftir. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Breta, var ákveðinn þegar hann tilkynnti um bóluefnaprófanirnar í gær. Hann sagði Breta leggja allt í sölurnar.Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Breta hét því á blaðamannafundinum í gær að bóluefnið yrði tilbúið eins fljótt og auðið er. En hversu fljótt er það? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, hefur fylgst grannt með þróun mála og segir bresku vísindamennina vonast eftir bóluefni í september, margt þurfi þó að ganga upp. Það er í samræmi við það sem Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford-háskóla, hefur sjálf sagt. Gilbert leiðir rannsóknarteymið við Oxford sem vinnur að þróun bóluefnisins. Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. En þó bóluefni komi ekki til skjalanna strax stendur eftir önnur von sem gæti breytt mynd þessa heimsfaraldurs, það er að viðurkennd lækning finnist við veikindunum sem veiran veldur. Það ferli stendur yfir og gætu niðurstöður legið fyrir í sumar eða haust. Hraða ferlinu með „veiruferju“ „Þeir eru mjög stórhuga í þessu,“ segir Már Kristjánsson í samtali við fréttastofu um bresku bóluefnaþróunina og segir þetta gleðilegar fréttir sem berast frá Bretlandi. „Vísindamenn við Oxford háskólann hafa verið að vinna að ákveðnu sniði að bóluefni. Undir þeim kringumstæðum hafa þeir geta búið til hraðari umsóknarferil vegna þess að þeir eru með ákveðinn grunn sem kallað er, veiru-ferju, sem mun flytja sértæk eggjahvítuefni inn í líkamann. Sértæku eggjahvítuefnin úr Sars-kórónuveirunni, og setja inn í þessar ferjur og nota það sem bóluefni. Þá fer af stað tiltölulega stutt tilraun. Á sama tíma ætla þeir að gefa þetta í stærri hópum sem eru komnir áleiðis í veikindum sínum. Þetta er gert allt undir þeim gunnfána að flýta lærdómsferlinu.,“ segir Már. Djarft framtak Hann segir þetta ansi vogað framtak hjá Bretunum, sér í lagi í ljósi þekkingar vísindamanna á þróun bóluefna sem tekur að jafnaði ár og áratugi. Möguleiki sé jafnvel á því að hraða ferlinu í 12 til 18 mánuði. Að ætla að gera þetta undir þeim tíma sé ansi djarft. 80 hópar vísindamanna vinna nú að þróun bólefnis.Unsplash „Því þeir eru að fara af stað með mikla fjárfestingu, annars vegar í þekkingaröflun og rannsóknum sem er af því góða, en á sama tíma að efla möguleika verksmiðja þeirra að framleiða þetta. Þeirra áætlanir gera ráð fyrir því að þeir verði með milljón skammta af bóluefninu strax í september og þá væntanlega til nota fyrir fólk í Bretlandi. Þetta er ekki í hendi er mjög álitleg tilraun og verður spennandi að fylgjast með,“ segir Már. Sanna þarf virkni og byggja öflugri verksmiðjur Ef breska bóluefnið verður tilbúið í september segir Már það ekki endilega þýða að það muni standa heimsbyggðinni til boða á þeirri stundu. Standist bóluefnið allar kröfur þyrfti engu að síður ansi margt að ganga upp svo það stæði öllum til boða fyrir árslok. „Nú er þetta gert með vitneskju breskra heilbrigðisyfirvalda og fjármagnað að miklu leyti fyrir þeim. Það er ekki víst að eftirlitsstofnanir annarra landa væru eins ginkeypt fyrir efninu og það fer allt eftir því hvort þetta muni virka, mun þetta vernda, hefur þetta engar aukaverkanir til skemmri og lengri tíma, og það þarf að byggja upp miklu stærri og öflugri verksmiðjur til að framleiða þetta á heimsvísu. Jafnvel þó þetta færi mjög vel, þá er ennþá nokkur tími í þetta, ef allt fer á besta veg. Ef við gefum okkur það að allt muni falla með fólki þá er það innan marka þess mögulega en það eru mjög mörg ef þangað til,“ segir Már. Þrjú veirulyf prófuð Þó er annað sem getur glætt vonir fólks um betri tíma. Það er að lækning finnist við Covid-veikindunum á undan bóluefninu. Unnið er með nokkur veiruefni og nefnir Már þar malaríulyfið Hydroxychloroquine, japanska flensulyfið Favipiravir og bandaríska lyfið Ramdesivir. Allt eru þetta lyf sem hafa sértæka verkun gegn RNA-veirur á borð við kórónuveiruna. „Ef rannsóknir leiða það í ljós að þessi lyf eru áhrifarík í stærri rannsóknum en hafa verið birtar hingað til, þá er það bara í hendi og hægt að fara að gefa það í stórum stíl. En við erum bara ekki komin með upplýsingarnar sem við þurfum til að fara að ráðleggja það í stórum stíl,“ segir Már. Hann segir rannsóknir á bóluefni og veirulyfjum samkynja ferli sem tekur sinn tíma. Búast megi við frekari niðurstöðum um virkni þessara lyfja í sumar eða haust. „Þá getum við farið að tala saman,“ segir Már. Gæti viðurkennt lyf breytt viðbúnaði þjóða? En komi í ljós að eitthvert þessara lyfja sé viðurkennd meðferð við Covid-19 og hægt að gefa þau í stórum stíl, myndi það breyta viðbúnaði yfirvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Ef gilt lyf er í umferð myndi það þá minnka hættuna af þessum veikindum. Már segir þá staðreynd að áttatíu hópar vísindamanna vinni að því að þróa bóluefni geta vissulega hraðað leiðinni að réttu svari í þeim efnum. Vísir/Einar Árnason „Það er góð spurning,“ svarar Már en segir nokkra þætti myndu hafa áhrif á viðbrögð sóttvarnayfirvalda, þar á meðal mælingar á mótefni í blóði fólks í stóru þýði samfélagsins. „Ég held að niðurstaða þess muni ráða mjög miklu hvað sóttvarnalæknir mun leggja til. Ef það kemur í ljós að helmingurinn af samfélaginu er með mótefni, þá myndu lyf hafa meiri áhrif á þær ráðleggingar sem hann myndi veita, að mínu mati. Ef það kæmi í ljós að mótefna magn í samfélaginu væri afar lágt, eins og margar vísbendingar eru um, þá er ég ekki viss um að lyf muni breyta öllu um hans ráðstafanir, það kann að milda þær fyrr, en þetta yrði bara að skoðast í tilliti með niðurstöður rannsóknar,“ segir Már. Einstakt tækifæri á Íslandi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO gaf það út í vikunni að svo virtist vera sem aðeins lítill hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, hefði myndað mótefni við kórónuveirunni. Það sýndu mótefnamælingar í mörgum löndum. Már segir gögnin vissulega benda til þess en bendir á að á Íslandi sé einstakt tækifæri til að rannsaka mótefni í mjög smáu þýði á mjög skjótan hátt. Íslensk erfðagreining hefur hafið mótefnamælingar hér á landi, en aðeins í hópi þeirra sem hafa greinst með veiruna. Sóttvarnalæknir vill hefja almenna mótefnamælingu hér á landi, en til að mæla mótefni í fólki sem ekki hefur verið greint með veiruna þurfi næmari próf en þau sem Íslensk erfðagreining notar til að fá góða niðurstöðu. „Ef við höfum gott próf sem er mjög næmt, eigum við að fá þessar upplýsingar í sumar eða haust. Þá höfum við miklu betri upplýsingar. Ég tel enga ástæðu til svartsýni. Þetta er bara viðfangsefni og við þurfum að glíma við það eftir bestu getu,“ segir Már. Áttatíu hópar vísindamann um allan heim vinna að þróun bóluefnis og segir Már það gefa tilefni til bjartsýni. „Þeim mun fleiri sem koma að þessu, yfirleitt í tengslum við háskólastofnanir eða fyrirtæki þar sem yfirleitt allt skarpasta fólkið er að vinna. Ég held að allir séu að vinna baki brotnu og leggja sitt af mörkum. Auðvitað hefur það að segja varðandi að flýta fyrir fundi rétta svarsins.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bretland Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Sjá meira
Vísindamenn við Oxford-háskólann í Bretlandi munu byrja að prófa bóluefni gegn kórónuveirunni á mannfólki á morgun. Heilbrigðisráðherra Breta, Matt Hancock, greindi frá þessu í gær. Samhliða því tilkynnti hann að Oxford-teymið fái 20 milljónir punda, eða því sem nemur um 3,6 milljörðum íslenskra króna, í rannsóknina. Ráðherrann sagði Oxford-teymið hafa unnið náið með eftirlitsaðilum og þannig hraðað ferlinu. Venjulega myndi það taka mörg ár að fá að prófa bóluefni á mönnum. Imperial-háskólinn í Bretlandi er einnig með bóluefni í vinnslu og hefur fengið 22,5 milljónir punda, eða því sem nemur um fjórum milljörðum króna, frá breska ríkinu í það verkefni. Hefur breska ríkið því sett tæpa 8 milljarða króna í þróun bóluefnis og heitið því að fjárfesta í verksmiðjum til að fjöldaframleiða það gangi allt eftir. Matt Hancock, heilbrigðisráðherra Breta, var ákveðinn þegar hann tilkynnti um bóluefnaprófanirnar í gær. Hann sagði Breta leggja allt í sölurnar.Vísir/EPA Heilbrigðisráðherra Breta hét því á blaðamannafundinum í gær að bóluefnið yrði tilbúið eins fljótt og auðið er. En hversu fljótt er það? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans, hefur fylgst grannt með þróun mála og segir bresku vísindamennina vonast eftir bóluefni í september, margt þurfi þó að ganga upp. Það er í samræmi við það sem Sarah Gilbert, prófessor í bóluefnafræðum við Oxford-háskóla, hefur sjálf sagt. Gilbert leiðir rannsóknarteymið við Oxford sem vinnur að þróun bóluefnisins. Gilbert vill flýta ferlinu með því að fá sjálfboðaliða til að prófa bóluefnið og sjá hvort það virki. En þó bóluefni komi ekki til skjalanna strax stendur eftir önnur von sem gæti breytt mynd þessa heimsfaraldurs, það er að viðurkennd lækning finnist við veikindunum sem veiran veldur. Það ferli stendur yfir og gætu niðurstöður legið fyrir í sumar eða haust. Hraða ferlinu með „veiruferju“ „Þeir eru mjög stórhuga í þessu,“ segir Már Kristjánsson í samtali við fréttastofu um bresku bóluefnaþróunina og segir þetta gleðilegar fréttir sem berast frá Bretlandi. „Vísindamenn við Oxford háskólann hafa verið að vinna að ákveðnu sniði að bóluefni. Undir þeim kringumstæðum hafa þeir geta búið til hraðari umsóknarferil vegna þess að þeir eru með ákveðinn grunn sem kallað er, veiru-ferju, sem mun flytja sértæk eggjahvítuefni inn í líkamann. Sértæku eggjahvítuefnin úr Sars-kórónuveirunni, og setja inn í þessar ferjur og nota það sem bóluefni. Þá fer af stað tiltölulega stutt tilraun. Á sama tíma ætla þeir að gefa þetta í stærri hópum sem eru komnir áleiðis í veikindum sínum. Þetta er gert allt undir þeim gunnfána að flýta lærdómsferlinu.,“ segir Már. Djarft framtak Hann segir þetta ansi vogað framtak hjá Bretunum, sér í lagi í ljósi þekkingar vísindamanna á þróun bóluefna sem tekur að jafnaði ár og áratugi. Möguleiki sé jafnvel á því að hraða ferlinu í 12 til 18 mánuði. Að ætla að gera þetta undir þeim tíma sé ansi djarft. 80 hópar vísindamanna vinna nú að þróun bólefnis.Unsplash „Því þeir eru að fara af stað með mikla fjárfestingu, annars vegar í þekkingaröflun og rannsóknum sem er af því góða, en á sama tíma að efla möguleika verksmiðja þeirra að framleiða þetta. Þeirra áætlanir gera ráð fyrir því að þeir verði með milljón skammta af bóluefninu strax í september og þá væntanlega til nota fyrir fólk í Bretlandi. Þetta er ekki í hendi er mjög álitleg tilraun og verður spennandi að fylgjast með,“ segir Már. Sanna þarf virkni og byggja öflugri verksmiðjur Ef breska bóluefnið verður tilbúið í september segir Már það ekki endilega þýða að það muni standa heimsbyggðinni til boða á þeirri stundu. Standist bóluefnið allar kröfur þyrfti engu að síður ansi margt að ganga upp svo það stæði öllum til boða fyrir árslok. „Nú er þetta gert með vitneskju breskra heilbrigðisyfirvalda og fjármagnað að miklu leyti fyrir þeim. Það er ekki víst að eftirlitsstofnanir annarra landa væru eins ginkeypt fyrir efninu og það fer allt eftir því hvort þetta muni virka, mun þetta vernda, hefur þetta engar aukaverkanir til skemmri og lengri tíma, og það þarf að byggja upp miklu stærri og öflugri verksmiðjur til að framleiða þetta á heimsvísu. Jafnvel þó þetta færi mjög vel, þá er ennþá nokkur tími í þetta, ef allt fer á besta veg. Ef við gefum okkur það að allt muni falla með fólki þá er það innan marka þess mögulega en það eru mjög mörg ef þangað til,“ segir Már. Þrjú veirulyf prófuð Þó er annað sem getur glætt vonir fólks um betri tíma. Það er að lækning finnist við Covid-veikindunum á undan bóluefninu. Unnið er með nokkur veiruefni og nefnir Már þar malaríulyfið Hydroxychloroquine, japanska flensulyfið Favipiravir og bandaríska lyfið Ramdesivir. Allt eru þetta lyf sem hafa sértæka verkun gegn RNA-veirur á borð við kórónuveiruna. „Ef rannsóknir leiða það í ljós að þessi lyf eru áhrifarík í stærri rannsóknum en hafa verið birtar hingað til, þá er það bara í hendi og hægt að fara að gefa það í stórum stíl. En við erum bara ekki komin með upplýsingarnar sem við þurfum til að fara að ráðleggja það í stórum stíl,“ segir Már. Hann segir rannsóknir á bóluefni og veirulyfjum samkynja ferli sem tekur sinn tíma. Búast megi við frekari niðurstöðum um virkni þessara lyfja í sumar eða haust. „Þá getum við farið að tala saman,“ segir Már. Gæti viðurkennt lyf breytt viðbúnaði þjóða? En komi í ljós að eitthvert þessara lyfja sé viðurkennd meðferð við Covid-19 og hægt að gefa þau í stórum stíl, myndi það breyta viðbúnaði yfirvalda vegna kórónuveirufaraldursins? Ef gilt lyf er í umferð myndi það þá minnka hættuna af þessum veikindum. Már segir þá staðreynd að áttatíu hópar vísindamanna vinni að því að þróa bóluefni geta vissulega hraðað leiðinni að réttu svari í þeim efnum. Vísir/Einar Árnason „Það er góð spurning,“ svarar Már en segir nokkra þætti myndu hafa áhrif á viðbrögð sóttvarnayfirvalda, þar á meðal mælingar á mótefni í blóði fólks í stóru þýði samfélagsins. „Ég held að niðurstaða þess muni ráða mjög miklu hvað sóttvarnalæknir mun leggja til. Ef það kemur í ljós að helmingurinn af samfélaginu er með mótefni, þá myndu lyf hafa meiri áhrif á þær ráðleggingar sem hann myndi veita, að mínu mati. Ef það kæmi í ljós að mótefna magn í samfélaginu væri afar lágt, eins og margar vísbendingar eru um, þá er ég ekki viss um að lyf muni breyta öllu um hans ráðstafanir, það kann að milda þær fyrr, en þetta yrði bara að skoðast í tilliti með niðurstöður rannsóknar,“ segir Már. Einstakt tækifæri á Íslandi Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO gaf það út í vikunni að svo virtist vera sem aðeins lítill hluti allra í heiminum, eða um 2 til 3 prósent, hefði myndað mótefni við kórónuveirunni. Það sýndu mótefnamælingar í mörgum löndum. Már segir gögnin vissulega benda til þess en bendir á að á Íslandi sé einstakt tækifæri til að rannsaka mótefni í mjög smáu þýði á mjög skjótan hátt. Íslensk erfðagreining hefur hafið mótefnamælingar hér á landi, en aðeins í hópi þeirra sem hafa greinst með veiruna. Sóttvarnalæknir vill hefja almenna mótefnamælingu hér á landi, en til að mæla mótefni í fólki sem ekki hefur verið greint með veiruna þurfi næmari próf en þau sem Íslensk erfðagreining notar til að fá góða niðurstöðu. „Ef við höfum gott próf sem er mjög næmt, eigum við að fá þessar upplýsingar í sumar eða haust. Þá höfum við miklu betri upplýsingar. Ég tel enga ástæðu til svartsýni. Þetta er bara viðfangsefni og við þurfum að glíma við það eftir bestu getu,“ segir Már. Áttatíu hópar vísindamann um allan heim vinna að þróun bóluefnis og segir Már það gefa tilefni til bjartsýni. „Þeim mun fleiri sem koma að þessu, yfirleitt í tengslum við háskólastofnanir eða fyrirtæki þar sem yfirleitt allt skarpasta fólkið er að vinna. Ég held að allir séu að vinna baki brotnu og leggja sitt af mörkum. Auðvitað hefur það að segja varðandi að flýta fyrir fundi rétta svarsins.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bretland Bólusetningar Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Fleiri fréttir „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Um þriðjungur hefur kosið í flestum kjördæmum „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ „Förum ekki að stefna öryggi fólks í hættu“ Gríðarlegur kraftur í sjálfstæðisvélinni „En ég heyri alveg gríðarlegan stuðning víða“ Hröð barátta og skortur á dýpt Samtöl við kjósendur standa upp úr Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Heyrir fleiri segja þörf á VG á þingi Heldur aftur af sér svo hún gangi ekki um syngjandi Ölfusá orðin bakkafull af ís Á sér langa sögu eldfimra ummæla Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Sjá meira