Vinnumálastofnun nær ekki að greiða allt út á réttum tíma næstu mánaðamót Vésteinn Örn Pétursson skrifar 25. apríl 2020 15:23 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofunar, var gestur upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Lögreglan Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir næstkomandi mánaðamót verði ekki hægt að greiða öllum sem eru í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni á réttum tíma. Þetta kom fram í máli hennar á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis um kórónuveiruna hér á landi. „Þetta eru örugglega önnur mánaðamótin í röð þar sem að, og ég ætla að biðja fólk um að virða það við okkur, það munu ekki allir fá greitt á réttum tíma. Það er bara þannig. Við náum því ekki,“ sagði Unnur. Á fundinum í dag kom fram að nú væru rúmlega 53 þúsund manns í greiðsluþjónustu hjá stofnuninni. Þar af eru 18 þúsund í almenna kerfinu, þar af margir sem starfað hafa sjálfstætt. 35.600 manns hafa síðan sótt um greiðslur vegna minnkaðs starfshlutfalls. „Við vinnum eins hratt og við mögulega getum og það fá allir greitt sem eiga rétt á því. Vonandi verða þetta ekki miklar tafir, en einhverjar verða þær.“ Þá sagði Unnur einnig að djúp kreppa væri fram undan en að birta myndi til þegar ferðaþjónusta landsins kæmist aftur á skrið. Það væri hennar trú að atvinnugreinin yrði fljót að byggja sig upp aftur, eins og dæmin sönnuðu. Nefndi hún þar áskoranir sem ferðaþjónustan hefur mætt í kjölfar náttúruhamfara hérlendis, sem og eftir árásirnar á Bandaríkin 11. september 2001. Þá greindi Unnur frá því að verið sé að sögulegan fjölda af fólki inn en nýtt fólk þurfi tíma til að koma sér inn í málin og eftir tvær til þrjár vikur verði þjónustan farin að bera merki þessa liðsauka.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Félagsmál Mest lesið Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Innlent Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar Innlent Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Fleiri fréttir Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Sjá meira