Spánverjar mega æfa á mánudag og keppni gæti hafist snemma í júní Sindri Sverrisson skrifar 28. apríl 2020 21:00 Það styttist vonandi í að Lionel Messi og aðrir geti hafið æfingar að nýju. VÍSIR/GETTY Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum. Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Spænsk stjórnvöld hafa tilkynnt að afreksíþróttafólk í landinu geti hafið einstaklingsæfingar 4. maí. Slakað verður á skilyrðum í nokkrum skrefum og standa vonir til að hægt verði að spila fótboltaleiki snemma í júní. Keppni í spænsku 1. deildinni í fótbolta var stöðvuð um miðjan mars vegna kórónuveirufaraldursins. Þá var 27 umferðum af 38 lokið. Samkvæmt AS er stefnt að því að þráðurinn verði tekinn upp að nýju 5. eða 12. júní. Leikmenn mega mæta á æfingasvæði síns félags frá og með 4. maí og æfa með bolta úti á velli, en þó ekki í hópum. Þann 18. maí á að leyfa allt að sex manna hópum að æfa saman, og stækka hópana í átta manns viku síðar. Ekki mega fleiri en tíu manns, að meðtöldum þjálfurum, vera á sama velli á sama tíma. Þann 1. júní er stefnt að því að venjulegar liðsæfingar á Spáni geti hafist að nýju. Samkvæmt AS er ætlast til þess að leikmenn haldi sig einangruðum frá öðrum en liðsfélögum sínum, með það í huga að hægt verði að spila fótbolta að nýju og klára tímabilið, en leikmenn hafa til þessa hafnað þeirri hugmynd. Frakkar hafa ákveðið að aflýsa sínu tímabili en Ítalir horfa til sams konar áætlunar og Spánverjar nú. Engin ákvörðun hefur verið tekin varðandi ensku úrvalsdeildina en vonir standa til að hægt verði að spila í júní. Keppni í Þýskalandi hefst hins vegar að nýju 9. maí ef að þýsk stjórnvöld gefa grænt ljós. Hvergi stendur til að áhorfendur verði á leikjunum.
Spænski boltinn Franski boltinn Ítalski boltinn Þýski boltinn Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45 Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00 Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Í beinni: Holland - Ísland | Fyrsti leikur stelpnanna á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Fleiri fréttir Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Sjá meira
Frakkar aflýsa tímabilinu: Byrja upp á nýtt í ágúst Samkvæmt fréttum frá Frakklandi þá verður franska fótboltadeildin sú fyrsta af þeim stóru fimm sem tekur þá ákvörðun að gefast upp í baráttunni við kórónuveiruna. 28. apríl 2020 13:45
Ítalir vonast til að geta hafið æfingar í maí Ítalir voru á meðal þeirra fyrstu til að stöðva deildina vegna kórónuveirufaraldursins. 13. apríl 2020 21:00
Planið sagt núna vera að spila alla leikina frá 8. júní til 27. júlí Líkurnar eru að aukast á að unnendur enska boltans fái sögulegt fótboltasumar þar sem verði nóg af fótbolta á mjög óvenjulegum tíma. 27. apríl 2020 09:00