Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar sagt upp Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. apríl 2020 11:54 Frá Keflavíkurflugvelli. Vísir/vilhelm Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Þrjátíu starfsmönnum Fríhafnarinnar, dótturfélagi Isavia, var í morgun sagt upp störfum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Isavia. Rúmlega hundrað starfsmönnum verður boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. 169 störfuðu hjá Fríhöfninni áður en gripið var til aðgerðanna í dag. Haft er eftir Þorgerði Þráinsdóttur framkvæmdastjóra Fríhafnarinnar í tilkynningu að tekjur félagsins hafi dregist saman um 98 prósent, nú í faraldri kórónuveiru. Frá upphafi faraldursins hafi verið lögð áhersla á að verja störf eins og hægt. „Um síðustu mánaðamót var tekin sú ákvörðun að segja ekki upp föstu starfsfólki en ráða ekki í sumarstörf hjá Fríhöfninni. Málin hafa hins vegar þróast þannig að nú er útlit fyrir að flugumferð muni verða afar takmörkuð næstu mánuði og tímabilið þar sem áhrifa Covid 19 gætir verði lengra en vonast var til.“ Engar sumarráðningar Isavia sagði upp 101 starfsmanni í lok mars vegna faraldursins og 37 til viðbótar boðið áframhaldandi starf í lægra starfshlutfalli. Í tilkynningu frá félaginu nú segir að til viðbótar við þær aðgerðir verði engar sumarráðningar „í framlínustörfum hjá Isavia í ár vegna áhrifa Covid 19“, en áður en til áhrifa faraldursins kom hafi verið áformað að ráða um 140 starfsmenn til sumarafleysinga. „Ekki eru fyrirhugaðar frekari aðgerðir hjá móðurfélagi Isavia og dótturfélögunum Isavia ANS og Isaiva Innanlands að svo stöddu,“ segir jafnframt í tilkynningu. Haft er eftir Sveinbirni Indriðasyni forstjóra Isavia í tilkynningu að ekki sé þó hægt að útiloka að grípa verði til frekari aðgerða síðar, óvissa um framhaldið í flugtengdum rekstri sé enn afar mikil. „Við höfum lagt mikla áherslu á mikilvægi þess að við verðum reiðubúin til að taka við flugumferð þegar þar að kemur. Þá höfum við einnig leiðir til að hafa áhrif á ákvarðanir flugfélaga þegar kemur að því að hefja flug til og frá Íslandi á ný. Við erum í þeirri stöðu fjárhagslega að geta enn sem komið er leyft okkur að horfa til haustsins en ekki einungis til næstu vikna eða örfárra mánaða.“ Nokkur þúsund manns hafa þannig þegar misst vinnuna nú rétt fyrir mánaðamót, einkum hjá fyrirtækjum tengdum ferðaþjónustu. Kynnisferðir tilkynntu í morgun um uppsagnir 150 starfsmanna sinna og Iceland Travel hefur sagt upp meirihluta starfsmanna sinna. Þá tilkynnti Icelandair um uppsagnir tvö þúsund manns í gær.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46 Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40 Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36 Mest lesið Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina Sjá meira
Meirihluta starfsmanna Iceland Travel sagt upp „Þar sem ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsemin taki við sér á ákveðnum tíma verðum við að ganga ansi nærri fyrirtækinu með uppsagnir og sem varúðarráðstöfun segja upp meirihluta starfsmanna félagsins,“ segir framkvæmdastjóri Iceland Travel 29. apríl 2020 11:46
Kynnisferðir segja upp 150 starfsmönnum Kynnisferðir hafa sagt upp 150 starfsmönnum, eða um 40 prósent starfsliðsins. 29. apríl 2020 10:40
Flugfreyjur með yfir þrjátíu ára starfsreynslu misstu vinnuna Rúmlega 95 prósent flugfreyja og -þjóna hjá Icelandair missa vinnuna um mánaðamótin þegar uppsagnir rúmlega tvö þúsund starfsmanna flugfélagsins taka gildi. Formaður Flugfreyjufélagsins segir uppsagnirnar fleiri en hún hefði óttast. 28. apríl 2020 16:36