Ábyrgð á pakkaferðum er tímaskekkja Þórir Garðarsson skrifar 2. apríl 2020 11:00 Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðamennska á Íslandi Neytendur Alþingi Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar í öndvegi/Tryggjum öruggt ævikvöld Brynjar Níelsson skrifar Skoðun Hverjir verja almannahagsmuni? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri skrifar Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitík í pípum sem leka Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Já ráðherra Karl Arnar Arnarson skrifar Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar skrifar Skoðun Loftslagsvandinn ekki á afslætti Steinunn Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Ykkar fulltrúar Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Fákeppni og almannahagsmunir Sonja Ýr Þorbergsdóttir,Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sameinumst um stóru málin Ingi Þór Hermannson skrifar Skoðun Sjálfboðavinna hálfan sólarhringinn Áslaug Inga Kristinsdóttir skrifar Skoðun Loftslag, Trump og COP29: hvað á Ísland nú að gera? Haraldur Tristan Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju VG? Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Opið bréf til Guðlaugs Þórs umhverfisráðherra Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun XB fyrir börn Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum sameinuð á móti ofbeldi gegn konum - #NoExcuse Helga Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hefðu getað minnkað verðbólguna Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna við veljum ekki „Reykjavíkurmódelið“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Er nauðsynlegt að velta þessu fjalli? Elín Fanndal skrifar Skoðun Kæru kjósendur í Suðvesturkjördæmi Alma D. Möller skrifar Skoðun Breytum þessu saman! Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn í fortíð og framtíð Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja, einangrunarhyggja og Evrópusambandsaðild Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur skrifar Sjá meira
Lög um pakkaferðir eru í dag einhver mesta tímaskekkja sem þekkist á neytendamarkaði. Sú ábyrgð er sett á ferðaskrifstofur að setja belti og axlabönd á kaupendur pakkaferða, þannig að þeir haldi að þeir séu gulltryggðir ef eitthvað fer úrskeiðis. Með þessum lögum gerir ríkisvaldið kröfur um viðskiptaöryggi sem gengur miklu lengra en þekkist almennt í viðskiptalífinu. Bílasali þarf enga tryggingu að setja fyrir því að viðskiptavinurinn fái bílinn afhendan, þó greiðsla hafi verið innt af hendi. Fyrirtæki sem byggir hús og selur er ekki krafið um tryggingu fyrir því að innborgun á verk skili sér til kaupandans. Hvers vegna ætti ferðaskrifstofa að leggja eigið fé að veði eða kaupa dýra tryggingu til að ferðafólk fái umsamda þjónustu þegar aðrar ódýrari og skilvirkari leiðir eru færar? Falskt öryggi Lögin um pakkaferðatryggingar geta veitt falskt öryggi. Þeir sem skipuleggja ferðir sínar sjálfir, bóka flug, hótel, bílaleigubíla, skoðunarferðir og annað ferðatengt fá ekki þessa ábyrgð. Enda þurfa þeir ekki á henni að halda þar sem kaupendur ferðaþjónustu njóta annarra víðtækra trygginga t.d. þegar þeir borga með kreditkortum. Þeir geta líka keypt forfalla- eða ferðatryggingar og oft eru ferðatryggingar innifaldar í heimilistryggingu. Það eru margar leiðir til að tryggja endurgreiðslu ef ferðamönnum tekst ekki að nýta fyrirframgreidda þjónustu. Þetta öryggi getur að sjálfsögðu einnig átt við um kaup á pakkaferðum. Sérstök ábyrgðartrygging í umsjá og eftirliti stjórnvalda er algjörlega óþarfi. Það sást vel þegar ferðaskrifstofa sem var svipt leyfi í desember síðastliðnum að viðskipavinir hennar fengu aðeins 10% af tapi sínu greitt úr ábyrgðartryggingunni. Arfleifð horfinna tíma Þessar lögbundnu ferðaskrifstofutryggingar eru arfleifð frá því fyrir mörgum áratugum þegar pakkaferðir í leiguflugi voru algengasti ferðamátinn og ferðalangar nánast bjargarlausir ef ferðaskrifstofa gat ekki staðið við afhendingu þjónustunnar og varð gjaldþrota. Þá kom ríkið til skjalanna með heimflutning og aðrar reddingar. Skekkir samkeppnisstöðuna Sjálfsagt geta flestir fallist á að óþarfi sé að skekkja samkeppnisstöðu ferðaskrifstofa með þessum kostnaðarsömu og óþörfu kröfum um ábyrgðartryggingar sem aðrir þurfa ekki að burðast með. En þá kemur að fjallgarðinum. Íslensku lögin um þetta byggjast á innleiðingu tilskipunar ESB frá 2015 um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun. Ísland neyðist til að burðast með þessar kröfur þangað til Evrópusambandið breytir þeim. Þar kemur að Guðlaugi Þór Einhverjum þætti það bratt fyrir Íslendinga að reyna að vinda ofan af Evrópureglum af því tagi sem margir halda ranglega að bæti neytendavernd en vinnur í raun gegn samkeppni. Að mínu mati er þetta verðugt viðfangsefni fyrir íslensku utanríkisþjónustuna, enda efa ég ekki eitt augnablik að þessar reglur teljast jafn vitlausar í öðrum Evrópulöndum. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra mætti að skaðlausu setja öflugan mannskap í þetta verkefni. Það er ekki eftir neinu að bíða. Höfundur er stjórnarformaður Gray Line
Skoðun Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir skrifar