Basti er brattur en viðurkennir verðugt verkefni: „Oft hringt í mig þegar enginn annar vill það“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. maí 2020 19:30 Sebastian ætlar sér með Fram í úrslitakeppnina að ári. Vísir/Fram Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Sebastian er öllum unnendum íslenska handboltans kunnur eftir langan feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Fram sem leikur í Olís deild karla á næstu leiktíð. Ræddi hann við Guðjón Guðmundsson, Gaupa, í Sportpakka Stöðvar 2 í kvöld, um verkefnið sem er framundan sem og hvernig það væri að vera kominn á heimaslóðir en Basti lék með Fram frá 1998 til 2002. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilara hér að neðan. „Ég neit því ekkert að maður hefur í gegnum tíðina átt pláss einhverstaðar í hausnum fyrir möguleikann að þjálfa þetta félag. Ég ólst upp í hverfinu og spilaði fótbolta fyrir Fram sem drengur svo ætli þetta sé ekki í fjórða skiptið sem ég kem aftur í Fram,“ sagði Sebastian kíminn. „Ég myndi ljúga því ef ég segði ekki að það myndi kitla hjartað að fá að þjálfa þarna.“ Sebastian hefur verið ófeiminn við að fara sínar eigin leiðir þar sem hann hefur þjálfað undanfarin ár. „Þar sem ég hef þjálfað eru hlutirnir eins og ég vill að þeir séu. Ég hef sterka skoðun á því hvernig kúltur á að vera og hvernig leikmenn eiga að æfa, spila og haga sér. Það koma breytingar með mér, sama hvort það sé þörf á þeim eða ekki.“ „Ég er lítið fyrir það að gera hlutina eins og aðrir. Ég þarf í fyrsta lagi að skilja hlutina og vita hvað ég er að gera út frá minni sannfæringu. Þá geri ég þá líka eins vel og ég get. Verð því bara að fá að standa og falla með mínum hugmyndum.“ „Ég hef verið að taka að mér oft ... það er oft hringt í mig þegar enginn annar vill það.“ Markmið liðsins er skýrt: Að komast í 8-liða úrslit Íslandsmótsins. Nú þegar hefur liðið fengið liðsstyrk frá Færeyjum og Fjölni. „Það er ekkert launungamál að ég ætla mér með liðið í 8-liða úrslit á næsta ári. Svo verður bara að koma í ljós hvernig uppbyggingin kemur þaðan. Það þarf að endurskoða hlutina eftir tímabilið, hvort markmiðin náðust og hvort við séum í stakk búnir til að taka næsta skref en fyrsta skrefið er klárlega að liðið sé þátttakandi í 8-liða úrslitum næsta vor.“ „Kannski er ekki hægt að bóka sæti í 8-liða úrslitum en ég hef fulla trú á leikmönnunum og þeirri hugmyndafræði og leikskipulagi sem við komum til með að innleiða hjá liðinu. Ég hefði ekki tekið þetta að mér ef ég hefði ekki trú á því að ég gæti komið liðinu í 8-liða úrslit,“ sagði Basti að lokum við Gaupa í sólinni á Suðurlandsbrautinni í dag. Klippa: Sebastian ræðir verðugt verkefni í Safamýrinni
Handbolti Íslenski handboltinn Olís-deild karla Sportpakkinn Fram Tengdar fréttir Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30 Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49 Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00 Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér úr“ Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Fótbolti Fleiri fréttir „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Sjá meira
Færeyskir landsliðsmenn í Fram Framarar halda áfram að safna liði fyrir næsta tímabil. Tveir færeyskir landsliðsmenn eru komnir til félagsins. 28. apríl 2020 13:30
Sebastian tekur við Fram Sebastian Alexandersson, betur þekktur sem Basti, hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Fram næstu þrjú árin. 14. mars 2020 12:49
Breki í fótspor föður síns og æskuvinar Framarar hafa fengið mikinn liðsstyrk fyrir næstu leiktíð í Olís-deild karla í handbolta en þeir hafa samið við Breka Dagsson, besta leikmann Fjölnis á síðustu leiktíð. 18. apríl 2020 17:00