Frá Abu Dhabi til Íslands með lággjaldafélagi og einu stoppi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. maí 2020 10:53 Wizz air stefnir á stórsókn frá Abu Dhabi. Wiki commons Lággjaldaflugfélagið Wizz Air mun í sumar hefja flug frá fimm áfangastöðum flugfélagsins í Evrópu til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Flugfélagið flýgur til Íslands og munu landsmenn því geta flogið til Abu Dhabi með einni millilendingu. Nýjar vélar flugfélagsins eru jafnvel taldar geta boðið beint flug frá Íslandi til Abu Dhabi frá og með árinu 2023. Wizz Air mun hefja flug til borgarinnar frá Búkarest í Rúmeníu og Búdapest í Ungverjalandi þann 3. júní næstkomandi. Flugfélagið mun jafnframt fljúga til Abu Dhabi frá pólsku borginni Katowice, búlgörsku höfuðborginni Sofiu og Cluj-Napoca í Rúmeníu frá og með september. Forstjóri Wizz Air segir að ákveðið hafi verið að leggja aukinn metnað í þessar áætlanir, þrátt fyrir yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Flugfélagið sé með þessu að bjóða upp á áður óþekktan valkost í lággjaldaflugi og að Wizz Air bindi miklar vonir við Abu Dhabi. Flugfélagið sé jafnframt vel statt. „Þó svo að vélarnar yrðu kyrrsettar í 18 mánuði þá yrðum við áfram í rekstri, slík er lausafjárstaðan okkar,“ segir forstjórinn Józef Váradi. Til stendur að fljúga tvisvar í viku milli Abu Dhabi og fyrrnefndu borganna fimm en þegar fram líða stundir verður ferðum til Búdapest og Búkarest fjölgað í þrjár á viku. Ætlað er að leiðirnar fimm muni auka flutningsgetuna til og frá Abu Dhabi um næstum 200 þúsund ferðamenn á ári. Wizz Air flýgur Airbus A320-þotum þessa stundina en flugmálasérfræðingar telja að flugfélagið muni reiða sig á A321neo-vélar í fluginu til Abu Dhabi. Er þar um að ræða sömu vélar og WOW air heitið notaði í lengri ferðum þess, t.a.m. til vesturstrandar Bandaríkjanna. Þá hefur Wizz Air pantað Airbus A321XLR-þotur sem væntanlegar eru frá og með árinu 2023. Þær eru taldar gera flugfélaginu kleift að bjóða upp á enn lengri flugferðir; jafnvel alla leið frá Abu Dhabi til Íslands eða Kanaríeyja. Að sama skapi gæti Wizz Air reitt sig á vélarnar til að bjóða upp á flug á áfangastaði austar í Asíu. Evrópubúar, Íslendingar kannski þar með taldir, mega því búast við að geta flogið með lággjaldaflugfélagi langar vegalengdir með fáum viðkomustöðum áður en langt um líður. Fluggeta Airbus A321XLR-þotanna er talin vera rúmlega 8700 kílómetrar.gc maps Fréttir af flugi Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Lággjaldaflugfélagið Wizz Air mun í sumar hefja flug frá fimm áfangastöðum flugfélagsins í Evrópu til Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Flugfélagið flýgur til Íslands og munu landsmenn því geta flogið til Abu Dhabi með einni millilendingu. Nýjar vélar flugfélagsins eru jafnvel taldar geta boðið beint flug frá Íslandi til Abu Dhabi frá og með árinu 2023. Wizz Air mun hefja flug til borgarinnar frá Búkarest í Rúmeníu og Búdapest í Ungverjalandi þann 3. júní næstkomandi. Flugfélagið mun jafnframt fljúga til Abu Dhabi frá pólsku borginni Katowice, búlgörsku höfuðborginni Sofiu og Cluj-Napoca í Rúmeníu frá og með september. Forstjóri Wizz Air segir að ákveðið hafi verið að leggja aukinn metnað í þessar áætlanir, þrátt fyrir yfirstandandi kórónuveirufaraldur. Flugfélagið sé með þessu að bjóða upp á áður óþekktan valkost í lággjaldaflugi og að Wizz Air bindi miklar vonir við Abu Dhabi. Flugfélagið sé jafnframt vel statt. „Þó svo að vélarnar yrðu kyrrsettar í 18 mánuði þá yrðum við áfram í rekstri, slík er lausafjárstaðan okkar,“ segir forstjórinn Józef Váradi. Til stendur að fljúga tvisvar í viku milli Abu Dhabi og fyrrnefndu borganna fimm en þegar fram líða stundir verður ferðum til Búdapest og Búkarest fjölgað í þrjár á viku. Ætlað er að leiðirnar fimm muni auka flutningsgetuna til og frá Abu Dhabi um næstum 200 þúsund ferðamenn á ári. Wizz Air flýgur Airbus A320-þotum þessa stundina en flugmálasérfræðingar telja að flugfélagið muni reiða sig á A321neo-vélar í fluginu til Abu Dhabi. Er þar um að ræða sömu vélar og WOW air heitið notaði í lengri ferðum þess, t.a.m. til vesturstrandar Bandaríkjanna. Þá hefur Wizz Air pantað Airbus A321XLR-þotur sem væntanlegar eru frá og með árinu 2023. Þær eru taldar gera flugfélaginu kleift að bjóða upp á enn lengri flugferðir; jafnvel alla leið frá Abu Dhabi til Íslands eða Kanaríeyja. Að sama skapi gæti Wizz Air reitt sig á vélarnar til að bjóða upp á flug á áfangastaði austar í Asíu. Evrópubúar, Íslendingar kannski þar með taldir, mega því búast við að geta flogið með lággjaldaflugfélagi langar vegalengdir með fáum viðkomustöðum áður en langt um líður. Fluggeta Airbus A321XLR-þotanna er talin vera rúmlega 8700 kílómetrar.gc maps
Fréttir af flugi Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Viðskipti innlent Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira