Milljarðar gætu búið við þrúgandi hita fyrir 2070 Kjartan Kjartansson skrifar 5. maí 2020 14:28 Hnattræn hlýnun gæti gert lífið á stöðum sem eru heitir fyrir eins og Ástralíu nær óbærilegir á seinni hluta þessarar aldar. Vísir/EPA Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni. Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Allt að þrír milljarðar jarðarbúa gætu búið á stöðum þar sem hiti verður nær óbærilegur vegna hnattrænnar hlýnunar af völdum manna fyrir árið 2070. Meðalhiti þar sem stór hluti mannkyns býr gæti þá verið yfir 29 gráðum. Flestir jarðarbúar búa á svæðum þar sem meðalhiti hefur verið á bilinu 11-15°C í þúsundir ára. Hluti mannkynsins býr þó á svæðum með meðalhita upp á 20-25°C. Ef fram fer sem horfir mun æ stærri hluti mannfólksins búa á svæðum sem er mörkum þess bærilega samkvæmt nýrri rannsókn. Hún byggist á manfjöldaspá Sameinuðu þjóðanna og sviðsmynd loftslagslíkana um þriggja gráðu hlýnun fyrir lok þessarar aldar, um það bil þá hlýnun sem útlit er fyrir að eigi sér stað jafnvel þó að ríki nái núverandi markmiðum sínum gagnvart Parísarsamkomulaginu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Tim Lenton, loftslagsvísindamaður við Exeter-háskóla á Englandi ogeinn höfunda greinar um rannsóknina, segir BBC að búist sé við mestri mannfjölgun á svæðum sem eru heit fyrir, sérstaklega í Afríku sunnan Saharaeyðimerkurinnar. „Þetta hliðrar allri dreifingu fólks til heitari svæða sem eru sjálf að verða hlýrri og þess vegna komumst við að því að meðalmanneskjan á plánetunni muni búa við um 7°C hlýrri aðstæður í heimi sem er 3°C hlýrri,“ segir Lenton. Þar á hann við svæði eins og Ástralíu, Indland, Afríku, Suður-Ameríku og hluta Miðausturlanda. Lenton segir niðurstöðurnar undirstrika hversu mikilvægt sé að takmarka hnattræna hlýnun eins og kostur sé. „Þetta er um milljarður manna fyrir hverja gráðu hlýnunar umfram þá sem þegar er orðin. Fyrir hverja gráðu hlýnunar gætum við forðast gríðarlega breytingu á lífsafkomu fólks,“ segir hann. Markmið Parísarsamkomulagsins er að takmarka hlýnun við 1,5-2°C á þessari öld miðað við tímabilið fyrir iðnbyltingu. Ljóst er að það markmið næst þó ekki nema ríki heims auki verulega metnað í aðgerðum til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun. Loftslagslíkön benda til þess að hnattræn hlýnun gæti náð allt að 3-5°C fyrir lok aldarinnar verði ekki dregið hratt úr losun. Svartsýnari sviðsmyndir byggja þó á því að nær ekkert verði gert til að draga úr losun á öldinni.
Loftslagsmál Tengdar fréttir Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Síðasti áratugur sá hlýjasti í sögunni Í nýrri skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar um stöðu loftslagsmálai eru staðfestar bráðabirgðaniðurstöður sem lagðar voru fram á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í desember síðastliðnum sem sýndu að árið 2019 var næst heitasta ár frá upphafi mælinga. 11. mars 2020 13:15