Fannst nakinn á flótta við fljót krökkt af krókódílum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. janúar 2021 10:29 Maður sagðist hafa verið villtur í fjóra daga en yfirvöld telja hann hafa verið á flótta undan réttvísinni. Skjáskot Ástralskur maður, Luke Voskresensky, sem talinn er hafa verið á flótta undan réttvísinni fannst fyrir tilviljun fyrr í vikunni þar sem hann sat nakinn á fenjavið við fljót nærri Darwin í Ástralíu. Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu. Ástralía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fljótið var krökkt af krókódílum og voru það tveir veiðimenn sem fundu Voskresensky þegar hann hrópaði á hjálp. Voskresensky sætir ákæru fyrir vopnað rán. Honum hafði verið sleppt gegn tryggingu en þurfti að ganga um með ökklaband. Talið er að hann hafi losað sig við bandið í liðinni viku og reynt að flýja en ekki komist lengra en að fyrrnefndu fljóti. Hann sætir nú annarri ákæru fyrir flóttatilraunina og fyrir líkamsárás. Fjallað er um málið á vef Guardian. Þar er rætt við þá Cam Faust og Kev Joiner sem voru að leggja krabbagildrur í fljótið á sunnudaginn þegar þeir heyrðu einhvern kalla á hjálp. Two fishermen have bizarrely stumbled across a naked fugitive in the Northern Territory, who had been hiding in a mangrove tree over croc-infested waters. The wanted man said he'd been eating snails and was desperate for water.The full story tonight at 6.00pm on #9News pic.twitter.com/8URzjwk3x3— 9News Australia (@9NewsAUS) January 5, 2021 Þeir fundu Voskresensky þar sem hann sat uppi í tré við fljótið kviknakinn. Hann sagði veiðimönnunum að hann hefði verið villtur í fjóra daga, hann hefði borðað snigla til að halda sér á lífið og notað fötin sín á leiðinni í allskonar hluti. „Okkur fannst þetta einhvern veginn ekki ganga upp,“ segir Faust um útskýringar Voskresesky á nekt hans. „Hann hafði búið sér til hreiður uppi í trénu, hann var bara um meter fyrir ofan fljótið sem var fullt af krókódílum svo það var vel gert hjá honum að lifa af.“ Joiner segir að þeir félagarnir hafi hikað áður en þeir tóku Voskresensky í bátinn sinn. „En svo sáum við í hversu slæmu ásigkomulagi hann var, allur skorinn, uppþornaður og frekar veikburða… þá töldum við betra að taka hann um borð. Við héldum að hann hefði kannski djammað aðeins of mikið á gamlárskvöld, villst af leið og gert eitthvað af sér þarna í skóginum,“ segir Joiner. Faust lánaði Voskresensky nærbuxurnar sínar og gaf honum bjór þegar hann kom um borð í bátinn. Sjúkrabíll beið svo í Darwin þegar þeir komu í land þar sem flutti Voskresensky á spítala. Þar fékk hann aðhlynningu og var svo settur undir eftirlit lögreglu.
Ástralía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira