Talar opinskátt um geðhvörf enda engin skömm Stefán Árni Pálsson skrifar 8. janúar 2021 10:30 Anna Tara Edwards, Andri Snær og Högni við gerð myndarinnar Þriðji póllinn. Anton Smári Gunnarsson Högni Egilsson tónlistarmaður og tónskáld segist ekki hafa passað nægilega vel upp á sjálfan sig um tíma og varð að víkja tímabundið frá tónlistinni vegna veikinda. Í fyrra kom út heimildarmyndin Þriðji Póllinn sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum og veitti innsýn inn í líf Högna og veruleika fólks sem glímir við sjúkdóminn. Auk Högna er Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga, söguhetjan. Stiklu myndarinnar má sjá að neðan. Eva Laufey Kjaran hitti Högna nú á dögunum í notalegu stúdíói þar sem hann byrjar alla morgna á því að semja tónlist og ræddi við hann um ferilinn, hvernig hann byrjaði í tónlist og hljómsveitin Hjaltalín sló í gegn. Þá ræddi hann einnig um geðhvörf og hvernig hann lifir með sjúkdómnum. Hér að neðan má sjá viðtalið við Högna úr Íslandi í dag. „Það var bara af hendingu sem ég hitt einn af pródúsentunum í GusGus á klósetti og við fórum að tala um siglingar og áhuga á siglingum og hann bauð mér með sér í siglingum um karabíska hafið og síðan í kjölfarið hitti ég hann í kaffi og við fórum í stúdíó og við gerðum músík sem náði miklum hæðum,“ segir Högni um tímann í GusGus. Sitja heima og sauma „Ég ferðaðist með GusGus um víða veröld að syngja og spila. Það var mikið ævintýri og gaman en tók mig svolítið frá því sem var mitt upplag í tónlist og það var að sitja heima og sauma.“ Hann segir að tónleikaferðalagalífið með GusGus hafi tekið á og stundum svaf hann ekkert vegna fjörsins á næturlífinu. „Þú fórst í einhvern víking út í heim og komst fjórum, fimm dögum síðar með heiminn á herðum þér. Það hélt síðan áfram helgi eftir helgi og var mikið ævintýri og ótrúlega gaman og dásamlegur tími. Ég lærði rosalega mikið af strákunum í GusGus hvað varðar tónlist og lífið. Það gaf mér rosalega mikla breidd í tónlistinni en ég passaði ekki nægilega vel upp á sjálfan mig og þurfti að víkja úr hljómsveitinni út af heilsu. Ég greindist með geðhvörf og læknarnir sögðu að það væri ekki góður lífsstíll að vera vaka á næturnar að drekka og dópa,“ segir Högni. Högni hefur síðustu ár verið mjög opinskár með sinn sjúkdóm sem er til umfjöllunar í Þriðja pólanum. „Ég hef verið svolítið opinn með mínar geðraskanir og gert það í trú um það að það væri enginn skömm og ekkert að því. Þetta væru upplifanir hugans og mannsins og partur af eðli mannsins. Þetta var dramatískur tími og ég var svolítið þunglyndur sem ungur maður, í menntaskóla og upp yfir tvítugt og þá kom sjálfsvígslöngun. Síðan eiginlega kúventist tilveran og ég upplifði rosalega mikla hamingju og búmeraðist upp til skýja í svona maníu, oflæti eins og það heitir. Ég var 26 ára, 2011 og þurfti að takast á við það.“ Þú ert ekki þú sjálfur Högni lýsir maníunni svona: „Það er rosalega hástefnd tilvera. Þú færð sterka tilfinningu fyrir heiminum og finnst þú skynja allt milli himins og jarðar og ferð að lesa í heiminn á svolítið bókmenntalegan hátt. Þú ferð að sjá tákn og fólk í einhverju hlutverki og örlög sem þú ert að framfylgja. Þú upplifir einhvern veginn hærra meðvitundarstig og spennist rosalega upp. Þú færð tengingu í æðri máttarvöld en ekki kannski beint á góðan hátt, ekki af íhugun heldur meira af ofsa. Það skiptir miklu máli að aðgreina sjálfan þig frá þessu og fyrir aðstandendur almennt. Fyrir einstaklinga sem upplifa skömm af þessu verða sjá að þú ert í gíslingu sjúkdómsins. Þú ert ekki þú sjálfur og ég var það ekki. Ég var ekki ég sjálfur í þessum maníum, það var sjúkdómurinn sem var búinn að vakna og hélt mér í gíslingu.“ Hann segist alltaf þurfa að passa sig. „Þetta er svona ástand sem ég þarf að vera á varðbergi fyrir. Núna læri ég inn á þetta eins og sykursjúkur sem þarf að læra að vera með insúlínið sitt. Ég fékk hjálp í gegnum lækna og lyf og samtalsmeðferðir. Þú lærir að lifa en þetta tengist mjög inn í tilfinningalífið þitt. Vanlíðan kemur einnig af þessum félagslega þætti. Þú færð eftirsjá af því að þér finnst þú minni maður af því að þú ert að glíma við geðraskanir.“ Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira
Í fyrra kom út heimildarmyndin Þriðji Póllinn sem fjallar um geðhvörf með söngvum og fílum og veitti innsýn inn í líf Högna og veruleika fólks sem glímir við sjúkdóminn. Auk Högna er Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga, söguhetjan. Stiklu myndarinnar má sjá að neðan. Eva Laufey Kjaran hitti Högna nú á dögunum í notalegu stúdíói þar sem hann byrjar alla morgna á því að semja tónlist og ræddi við hann um ferilinn, hvernig hann byrjaði í tónlist og hljómsveitin Hjaltalín sló í gegn. Þá ræddi hann einnig um geðhvörf og hvernig hann lifir með sjúkdómnum. Hér að neðan má sjá viðtalið við Högna úr Íslandi í dag. „Það var bara af hendingu sem ég hitt einn af pródúsentunum í GusGus á klósetti og við fórum að tala um siglingar og áhuga á siglingum og hann bauð mér með sér í siglingum um karabíska hafið og síðan í kjölfarið hitti ég hann í kaffi og við fórum í stúdíó og við gerðum músík sem náði miklum hæðum,“ segir Högni um tímann í GusGus. Sitja heima og sauma „Ég ferðaðist með GusGus um víða veröld að syngja og spila. Það var mikið ævintýri og gaman en tók mig svolítið frá því sem var mitt upplag í tónlist og það var að sitja heima og sauma.“ Hann segir að tónleikaferðalagalífið með GusGus hafi tekið á og stundum svaf hann ekkert vegna fjörsins á næturlífinu. „Þú fórst í einhvern víking út í heim og komst fjórum, fimm dögum síðar með heiminn á herðum þér. Það hélt síðan áfram helgi eftir helgi og var mikið ævintýri og ótrúlega gaman og dásamlegur tími. Ég lærði rosalega mikið af strákunum í GusGus hvað varðar tónlist og lífið. Það gaf mér rosalega mikla breidd í tónlistinni en ég passaði ekki nægilega vel upp á sjálfan mig og þurfti að víkja úr hljómsveitinni út af heilsu. Ég greindist með geðhvörf og læknarnir sögðu að það væri ekki góður lífsstíll að vera vaka á næturnar að drekka og dópa,“ segir Högni. Högni hefur síðustu ár verið mjög opinskár með sinn sjúkdóm sem er til umfjöllunar í Þriðja pólanum. „Ég hef verið svolítið opinn með mínar geðraskanir og gert það í trú um það að það væri enginn skömm og ekkert að því. Þetta væru upplifanir hugans og mannsins og partur af eðli mannsins. Þetta var dramatískur tími og ég var svolítið þunglyndur sem ungur maður, í menntaskóla og upp yfir tvítugt og þá kom sjálfsvígslöngun. Síðan eiginlega kúventist tilveran og ég upplifði rosalega mikla hamingju og búmeraðist upp til skýja í svona maníu, oflæti eins og það heitir. Ég var 26 ára, 2011 og þurfti að takast á við það.“ Þú ert ekki þú sjálfur Högni lýsir maníunni svona: „Það er rosalega hástefnd tilvera. Þú færð sterka tilfinningu fyrir heiminum og finnst þú skynja allt milli himins og jarðar og ferð að lesa í heiminn á svolítið bókmenntalegan hátt. Þú ferð að sjá tákn og fólk í einhverju hlutverki og örlög sem þú ert að framfylgja. Þú upplifir einhvern veginn hærra meðvitundarstig og spennist rosalega upp. Þú færð tengingu í æðri máttarvöld en ekki kannski beint á góðan hátt, ekki af íhugun heldur meira af ofsa. Það skiptir miklu máli að aðgreina sjálfan þig frá þessu og fyrir aðstandendur almennt. Fyrir einstaklinga sem upplifa skömm af þessu verða sjá að þú ert í gíslingu sjúkdómsins. Þú ert ekki þú sjálfur og ég var það ekki. Ég var ekki ég sjálfur í þessum maníum, það var sjúkdómurinn sem var búinn að vakna og hélt mér í gíslingu.“ Hann segist alltaf þurfa að passa sig. „Þetta er svona ástand sem ég þarf að vera á varðbergi fyrir. Núna læri ég inn á þetta eins og sykursjúkur sem þarf að læra að vera með insúlínið sitt. Ég fékk hjálp í gegnum lækna og lyf og samtalsmeðferðir. Þú lærir að lifa en þetta tengist mjög inn í tilfinningalífið þitt. Vanlíðan kemur einnig af þessum félagslega þætti. Þú færð eftirsjá af því að þér finnst þú minni maður af því að þú ert að glíma við geðraskanir.“
Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Fleiri fréttir Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Sjá meira