Varð fyrir kynferðisofbeldi sem barn: „Gróf þetta bara lengst ofan í kjallara“ Stefán Árni Pálsson skrifar 12. janúar 2021 07:02 Hera Björk varð fyrir nauðgun aðeins 12 ára. Vísir/vilhelm Hera Björk Þórhallsdóttir söngkona var gestur í Bakaríinu á Bylgjunni á laugardaginn og ræddi þar við þau Svavar Örn og Evu Laufey um áföll og sigra á lífsleiðinni. „Ég lærði það að kunna meta það sem ég hef og hversu fjandi heppin ég er með fólkið mitt, þakið mitt yfir höfuðið, matinn á borðinu og vinnuna og bara lífið allt,“ segir Hera um árið 2020 sem var að enda. Hera söng ekki mikið á árinu en árið var gott í fasteignabransanum en hún starfar sem fasteignasali. Hera var í forsíðuviðtali Vikunnar í síðustu viku þar sem fyrirsögn viðtalsins var: „Var nauðgað tólf ára“ „Mér brá svolítið mikið þegar ég sá fyrirsögnina og fór beint í tilfinningu sem ég er búin að vera vinna í ansi lengi. Ég átti ekki von á því að þetta hefði svona mikil áhrif á mig. Maður veit aldrei svo sem þegar maður fer í svona viðtal hvað kemur á forsíðunni en þetta er staðreynd og þetta er svona stóra meinið í mínu lífi. Öll eigum við eitthvað áfall sem er sorglegt en kannski gerir það okkur öll af þeim manneskjum sem við erum í dag.“ Hún segir að sumir dagar séu betri en aðrir og aðrir dagar ansi aumir. „Svo er maður alin upp við það að allt eigi að vera í lagi og svolítið að sópa hlutunum undir teppið og ég náttúrulega gerði það alveg frá því að ég eignast þennan atburð inn í mitt líf. Ég ákvað að eignast þennan atburð algjörlega og bar ábyrgð á þessu sjálf þegar ég var tólf ára. Ég gróf þetta bara lengst ofan í kjallara, múraði yfir hann, parketlagði og setti síðan risastóran skenk og stól þar ofan á. Svo setti ég frekju Heru í stólinn sem ég rak alltaf í burtu þegar ég ætlaði að fara kíkja á þennan myrkra stað.“ Hera segist hafa lent á vegg árið 2003 þegar hún eignaðist drenginn sinn. „Ég hélt að ég væri með fæðingarþunglynd og varð í raun geðveik. Það mátti eiginlega enginn koma nálægt honum og ég var sannfærð um að það ætlaði einhver að meiða hann og gera honum eitthvað. Í kjölfarið fer ég til sálfræðings og ég settist við stólinn hjá þessari góðu konu og sagði við hana að ég væri nú líklega með fæðingarþunglyndi. Það er samt algjörlega á hinn veginn og þá er maður svolítið afhuga barninu og erfitt að tengjast því. Svo kemur þetta upp úr kafinu og þá fer ég í vinnu með þetta og síðan gat ég ekki horfst í augu við þessa tólf ára Heru. Það er síðan ekki fyrir en þegar ég lendi algjörlega á mínum persónulega botni, andlega botni fyrir svona fjórum árum síðan, á þessum tíma árið 2017 og þá fann ég að ég bara gat þetta ekki lengur og var buguð af þessari byrði. Það var út af líkamlegri vanlíðan og ég var orðin langt yfir 140 kíló og líkaminn var hættur að starfa og var öll orðin úr mér gengin,“ segir Hera sem byrjaði strax á unglingsárunum að leita í mat sér til huggunar. Algjört samfélagsmein „Ég fer þá í vinnu til að vinna úr þessu og varð að kyngja brjálæðislegum fordómum mínum gagnvart allskonar lausnum til að koma sér út úr þessum vítahring. Ég hitti síðan góða vinkonu mína sem segir við mig, hvað með aðgerð? Og ég fussa og sveigi. Nei, nei það er ekki fyrir mig og ég get þetta sjálf. Síðan læt ég undan sjálfri mér því þessi Hera var ekki í boði lengur. Ég fer í viðtal hjá lækni og fer í aðgerð í kjölfarið. Ég tek þessa ákvörðun og var þetta mín leið inn í sjálfsvinnuna, en eftir aðgerðina byrjaði sjálfsvinnan.“ Hún segir að þá hafi hún þurft að horfa á augun á tólf ára Heru. „Þetta er algjört samfélagsmein og þögnin nærir þetta,“ segir Hera sem hefur nú búið til kvikmynd um þetta ferli. „Ég settist niður með vinkonu minni henni Ingu Lind og spurði hvort þetta ferli væri ekki eitthvað sem við þurfum að eiga á teipi. Ég finn eftir því sem tíminn líður að þetta má ekki bara vera mín lífsreynsla inni í hausnum á mér. Fólk verður að fá að njóta þessa ef þetta er eitthvað fyrir þig, ef þú getur grætt á þessu.“ Kvikmyndin verður sýnd í næstu viku á Sjónvarpi Símans. Kynferðisofbeldi Tónlist Bakaríið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
„Ég lærði það að kunna meta það sem ég hef og hversu fjandi heppin ég er með fólkið mitt, þakið mitt yfir höfuðið, matinn á borðinu og vinnuna og bara lífið allt,“ segir Hera um árið 2020 sem var að enda. Hera söng ekki mikið á árinu en árið var gott í fasteignabransanum en hún starfar sem fasteignasali. Hera var í forsíðuviðtali Vikunnar í síðustu viku þar sem fyrirsögn viðtalsins var: „Var nauðgað tólf ára“ „Mér brá svolítið mikið þegar ég sá fyrirsögnina og fór beint í tilfinningu sem ég er búin að vera vinna í ansi lengi. Ég átti ekki von á því að þetta hefði svona mikil áhrif á mig. Maður veit aldrei svo sem þegar maður fer í svona viðtal hvað kemur á forsíðunni en þetta er staðreynd og þetta er svona stóra meinið í mínu lífi. Öll eigum við eitthvað áfall sem er sorglegt en kannski gerir það okkur öll af þeim manneskjum sem við erum í dag.“ Hún segir að sumir dagar séu betri en aðrir og aðrir dagar ansi aumir. „Svo er maður alin upp við það að allt eigi að vera í lagi og svolítið að sópa hlutunum undir teppið og ég náttúrulega gerði það alveg frá því að ég eignast þennan atburð inn í mitt líf. Ég ákvað að eignast þennan atburð algjörlega og bar ábyrgð á þessu sjálf þegar ég var tólf ára. Ég gróf þetta bara lengst ofan í kjallara, múraði yfir hann, parketlagði og setti síðan risastóran skenk og stól þar ofan á. Svo setti ég frekju Heru í stólinn sem ég rak alltaf í burtu þegar ég ætlaði að fara kíkja á þennan myrkra stað.“ Hera segist hafa lent á vegg árið 2003 þegar hún eignaðist drenginn sinn. „Ég hélt að ég væri með fæðingarþunglynd og varð í raun geðveik. Það mátti eiginlega enginn koma nálægt honum og ég var sannfærð um að það ætlaði einhver að meiða hann og gera honum eitthvað. Í kjölfarið fer ég til sálfræðings og ég settist við stólinn hjá þessari góðu konu og sagði við hana að ég væri nú líklega með fæðingarþunglyndi. Það er samt algjörlega á hinn veginn og þá er maður svolítið afhuga barninu og erfitt að tengjast því. Svo kemur þetta upp úr kafinu og þá fer ég í vinnu með þetta og síðan gat ég ekki horfst í augu við þessa tólf ára Heru. Það er síðan ekki fyrir en þegar ég lendi algjörlega á mínum persónulega botni, andlega botni fyrir svona fjórum árum síðan, á þessum tíma árið 2017 og þá fann ég að ég bara gat þetta ekki lengur og var buguð af þessari byrði. Það var út af líkamlegri vanlíðan og ég var orðin langt yfir 140 kíló og líkaminn var hættur að starfa og var öll orðin úr mér gengin,“ segir Hera sem byrjaði strax á unglingsárunum að leita í mat sér til huggunar. Algjört samfélagsmein „Ég fer þá í vinnu til að vinna úr þessu og varð að kyngja brjálæðislegum fordómum mínum gagnvart allskonar lausnum til að koma sér út úr þessum vítahring. Ég hitti síðan góða vinkonu mína sem segir við mig, hvað með aðgerð? Og ég fussa og sveigi. Nei, nei það er ekki fyrir mig og ég get þetta sjálf. Síðan læt ég undan sjálfri mér því þessi Hera var ekki í boði lengur. Ég fer í viðtal hjá lækni og fer í aðgerð í kjölfarið. Ég tek þessa ákvörðun og var þetta mín leið inn í sjálfsvinnuna, en eftir aðgerðina byrjaði sjálfsvinnan.“ Hún segir að þá hafi hún þurft að horfa á augun á tólf ára Heru. „Þetta er algjört samfélagsmein og þögnin nærir þetta,“ segir Hera sem hefur nú búið til kvikmynd um þetta ferli. „Ég settist niður með vinkonu minni henni Ingu Lind og spurði hvort þetta ferli væri ekki eitthvað sem við þurfum að eiga á teipi. Ég finn eftir því sem tíminn líður að þetta má ekki bara vera mín lífsreynsla inni í hausnum á mér. Fólk verður að fá að njóta þessa ef þetta er eitthvað fyrir þig, ef þú getur grætt á þessu.“ Kvikmyndin verður sýnd í næstu viku á Sjónvarpi Símans.
Kynferðisofbeldi Tónlist Bakaríið Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira