„Mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ára sambúð“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 13. janúar 2021 19:59 Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdarstjóri og verslunareigandi tekst við nýjar áskoranir lífinu full bjartsýni. Hún deilir því með lesendum hvað henni finnast heillandi og óheillandi eiginleikar í viðtalsliðnum Boneorðin 10. Mynd-Sunna Ben „Nýja árið er bara virkilega spennandi. Það er búið að vera mikil áskorun að læra að vera ein eftir nítján ár í sambúð en nýtt ár og ný tækifæri er klisja sem ég er bara spennt að nota óspart þessa dagana,“ segir Tinna Brá Baldvinsdóttir framkvæmdastjóri og eigandi verlslunarinnar Hrím í viðtali við Makamál. Tinna Brá er tveggja barna móðir og hefur verið í fyrirtækja og verslunarrekstri síðan hún opnaði verlsunina Hrím fyrir tíu árum síðan. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og er með BA gráðu í arkitektúr. Tinna segist vera haldin mikilli ferðaþrá þessa dagana og hún horfi með eftirvæntingu til sumarsins. „Ég er algjör ferðafíkill og lifi í voninni að geta stungið af til útlanda án þess að þurfa að fara í fimm daga sóttkví.” Framundan segir Tinna vera miklar breytingar í lífinu en hún horfi björtum augum á framtíðina og hlakki til að takast á við nýjar áskoranir og tækifæri. Ég hlakka mikið til að stunda og finna ný áhugamál en ég er mjög spennt að geta gefið mér tíma til dæmis í hjólreiðar, veiði og skíði núna í vetur. Þegar maður er barnlaus í viku þá líður mér eins og ég hafi töluvert fleiri tíma í sólarhringnum. Í viðtalsliðnum Boneorðin 10 deilir Tinna því með lesendum hvaða persónueiginleikar heilla hana upp úr skónum og hvaða eiginleikar heilla alls ekki. ON: Tónlist – Ég hlusta mjög mikið á tónlist og tengi mun betur við fólk sem hefur samskonar tónlistarsmekk og ég. Tónlist getur haft svo mikil áhrif á daginn minn. Ég var alltaf smá strákastelpa sem barn og unglingur og elskaði að hanga með strákunum að hlusta á þungt rokk og heillast enn af þannig tónlist. Svo er ég heppin að eiga svalan pabba sem var alltaf með góða tónlist í gangi, enda er ég með allar plöturnar hans í dag. Tjáning –Mér finnst fátt eins heillandi og þegar fólk er duglegt að hrósa og segja eitthvað fallegt við hvort annað. Karlmenn sem tjá tilfinningar sínar og opna sig eru töff. Svo er hreinskilni erfið en sigrar alltaf. Tattú – Það er bara sexí! Elska líka öll mín tattú. Lífsgleði – Lífið er stutt, það er svo margt meira spennandi en að hanga uppi í sófa. Elska fólk sem er til í skyndiákvarðanir og eru til í að stökkva með mér í spennandi en notaleg ævintýri. Að stunda útivist og fara á tónleika veitir mér mikla lífsgleði. Góður matur: Að fara út að borða, elda eitthvað geggjað eða bara ræða mat og drykki er eitthvað sem ég elska vandræðalega mikið. OFF: Símanotkun – Þegar menn geta ekki gengið án þess að horfa á símann sinn, ekki keyrt nema kíkja reglulega á símann og fleira finnst mér alveg OFF. Mont – þegar men eru sífellt að monta sig á því sem þeir eru að gera getur orðið mjög þreytt. Að þeir geri allt betur en aðrir og þess háttar. Að stunda enga hreyfingu- Hvernig er hægt að stunda enga hreyfingu? kíktu í sund, ræktina og helst á boxæfingu og ég kem með! Umgengni og sóðaskapur- Slæm umgengni á heimilum og drasl getur verið þreytandi til lengdar. Framkvæmdaleysi - Að vera týpan sem lætur sig dreyma en gera aldrei neitt í málunum. Hættu að láta þig dreyma og gerðu það sem þig langar til að gera. Það er ekkert eins heillandi og fólk sem æðir í hlutina og hendir sér í ævintýrin. Matgæðingur og lífkúnstner. Að fara út að borða, elda eða ræða mat og drykki er eitthvað sem Tinna segist elska að gera. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Tinnu hér. Að vera lífsglaður, geta tjáð sig og hrósað fólki eru eiginleikar sem Tinna segir vera mjög heillandi. Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01 Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Tinna Brá er tveggja barna móðir og hefur verið í fyrirtækja og verslunarrekstri síðan hún opnaði verlsunina Hrím fyrir tíu árum síðan. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á hönnun og er með BA gráðu í arkitektúr. Tinna segist vera haldin mikilli ferðaþrá þessa dagana og hún horfi með eftirvæntingu til sumarsins. „Ég er algjör ferðafíkill og lifi í voninni að geta stungið af til útlanda án þess að þurfa að fara í fimm daga sóttkví.” Framundan segir Tinna vera miklar breytingar í lífinu en hún horfi björtum augum á framtíðina og hlakki til að takast á við nýjar áskoranir og tækifæri. Ég hlakka mikið til að stunda og finna ný áhugamál en ég er mjög spennt að geta gefið mér tíma til dæmis í hjólreiðar, veiði og skíði núna í vetur. Þegar maður er barnlaus í viku þá líður mér eins og ég hafi töluvert fleiri tíma í sólarhringnum. Í viðtalsliðnum Boneorðin 10 deilir Tinna því með lesendum hvaða persónueiginleikar heilla hana upp úr skónum og hvaða eiginleikar heilla alls ekki. ON: Tónlist – Ég hlusta mjög mikið á tónlist og tengi mun betur við fólk sem hefur samskonar tónlistarsmekk og ég. Tónlist getur haft svo mikil áhrif á daginn minn. Ég var alltaf smá strákastelpa sem barn og unglingur og elskaði að hanga með strákunum að hlusta á þungt rokk og heillast enn af þannig tónlist. Svo er ég heppin að eiga svalan pabba sem var alltaf með góða tónlist í gangi, enda er ég með allar plöturnar hans í dag. Tjáning –Mér finnst fátt eins heillandi og þegar fólk er duglegt að hrósa og segja eitthvað fallegt við hvort annað. Karlmenn sem tjá tilfinningar sínar og opna sig eru töff. Svo er hreinskilni erfið en sigrar alltaf. Tattú – Það er bara sexí! Elska líka öll mín tattú. Lífsgleði – Lífið er stutt, það er svo margt meira spennandi en að hanga uppi í sófa. Elska fólk sem er til í skyndiákvarðanir og eru til í að stökkva með mér í spennandi en notaleg ævintýri. Að stunda útivist og fara á tónleika veitir mér mikla lífsgleði. Góður matur: Að fara út að borða, elda eitthvað geggjað eða bara ræða mat og drykki er eitthvað sem ég elska vandræðalega mikið. OFF: Símanotkun – Þegar menn geta ekki gengið án þess að horfa á símann sinn, ekki keyrt nema kíkja reglulega á símann og fleira finnst mér alveg OFF. Mont – þegar men eru sífellt að monta sig á því sem þeir eru að gera getur orðið mjög þreytt. Að þeir geri allt betur en aðrir og þess háttar. Að stunda enga hreyfingu- Hvernig er hægt að stunda enga hreyfingu? kíktu í sund, ræktina og helst á boxæfingu og ég kem með! Umgengni og sóðaskapur- Slæm umgengni á heimilum og drasl getur verið þreytandi til lengdar. Framkvæmdaleysi - Að vera týpan sem lætur sig dreyma en gera aldrei neitt í málunum. Hættu að láta þig dreyma og gerðu það sem þig langar til að gera. Það er ekkert eins heillandi og fólk sem æðir í hlutina og hendir sér í ævintýrin. Matgæðingur og lífkúnstner. Að fara út að borða, elda eða ræða mat og drykki er eitthvað sem Tinna segist elska að gera. Fyrir áhugasama er hægt að nálgast Instagram prófíl Tinnu hér. Að vera lífsglaður, geta tjáð sig og hrósað fólki eru eiginleikar sem Tinna segir vera mjög heillandi.
Bone-orðin 10 Ástin og lífið Tengdar fréttir Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01 Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01 Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Einhleypan: „Rétti aðilinn, gott spjall, daður og hlátur“ „Það er frekar rólegt yfir stefnumótamarkaðinum núna sem er kannski bara hið besta mál. Það er fínt að taka sinn tíma í þetta en jú, ég hef alveg farið á stefnumót.“ Þetta segir Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir verkefnastjóri Framsóknar í Suðurkjördæmi um stefnumót á tímum Covid-faraldurs. 10. janúar 2021 20:01
Stóð í skilnaði í miðjum heimsfaraldri en lítur björtum augum á framtíðina „Það er ekkert heillandi við það að vera á nákvæmlega sama stað og fyrir tíu árum síðan, að gera sömu hlutina og heimsækja alltaf sömu borgina þegar þú ferð erlendis. Hvaða sögur ætlarðu þá að segja seinna?“ Þetta segir Linda Sæberg í viðtali við Makamál. 7. janúar 2021 20:01
Kynhlutlaus fornöfn: „Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök“ „Ég hef upplifað óöryggi hjá fólki við að nota nýju fornöfnin. Besta leiðin til að ræða við fólk um þessi orð að mínu mati er að draga úr hræðslunni. Flestir vilja ekki særa fólk og eru hræddir við að gera mistök,“ segir Tótla I. Sæmundsdóttir fræðslustýra Samtakanna '78 í viðtali við Makamál. 10. janúar 2021 11:00