Smithlutfall í sumum flugvélum allt að tíu prósent Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. janúar 2021 11:35 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, telur nauðsynlegt að grípa til frekari aðgerða á landamærunum vegna Covid-19. Vísir/Egill Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur lagt það til við Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, að allir þeir sem hingað ferðast þurfi að framvísa neikvæðu prófi vegna kórónuveirunnar áður en þeir leggja af stað hingað til lands. Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira
Prófið má ekki vera meira en 48 klukkustunda gamalt. Farþegarnir þurfa einnig að framvísa vottorði um prófið við komuna hingað til lands. Þá þurfa farþegar enn að velja á milli tvöfaldrar skimunar með fimm daga sóttkví á milli eða fjórtán daga sóttkvíar líkt og verið hefur. Þórólfur hafði áður lagt til við ráðherra að val um fjórtán daga sóttkví yrði afnumið og til vara, ef það væri ekki hægt, að skylda þá sem velja slíka sóttkví til að dvelja í farsóttarhúsi á meðan á sóttkví stendur. Fram kom í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag að heilbrigðisráðuneytið teldi ekki lagastoð fyrir þessum úrræðum. Því hefði hann lagt til leiðina um vottorðið. Sú tillaga er nú til skoðunar hjá ráðuneytinu. Fjölmargir hafa greinst með virkt smit á landamærunum og sagði Þórólfur það vekja upp áhyggjur. Þótt aðgerðir á landamærum hefðu skilað árangri þá þyrfti að grípa til frekari aðgerða vegna útbreiðslu faraldursins erlendis. Þá vísaði Þórólfur einnig í mikla útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis sem talið er mun meira smitandi en aðrir stofnar veirunnar. Þórólfur sagði dæmi um að hlutfall smitaðra í einstaka flugvélum væri allt upp í tíu prósent. Hann sagði að fyrir nokkrum vikum hefði hlutfall smitaðra á landamærum verið langt undir einu prósenti á heildina litið en nú væri það nokkuð yfir þeirri tölu. Því þyrfti að gera allt sem hægt væri til að koma í veg fyrir að smit kæmist inn í landið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Erlent Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Viðvaranir komnar í gildi og orðið ófært sums staðar Veður „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Innlent Fleiri fréttir Auðvelt val þótt hann geti ekki kosið sjálfan sig „Við verðum að fá öflugan vinstri flokk“ Gekk berserksgang í verslunarmiðstöð í Hafnarfirði Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Sjá meira