„Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 16. janúar 2021 11:46 Ásgeir Örn Hallgrímsson. Vísir/EPA Ásgeir Örn Hallgrímsson, fyrrum landsliðsmaður og nú spekingur Seinni bylgjunnar, segir að leikmenn Alsír taki upp á alls kyns brögðum til þess að koma hinu liðinu úr jafnvægi. Ísland mætir Alsír í dag á HM í Egyptalandi. Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur. HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Alsír hafði betur með einu marki fyrir Marokkó á meðan Ísland tapaði fyrir Portúgal. Stigin í dag eru því ansi mikilvæg og rætt var um leikinn í dag, í hlaðvarpinu Sportið í dag á föstudaginn. „Þetta eru alltaf mjög erfiðir leikir. Þetta er annað tempó og þeir gera öðruvísi hluti. Það kemur stundum bara eitthvað fautabrot sem þú ert bara: Hvað ertu að gera við mig? Þetta tíðkast ekki hjá okkur. Þú veist ekkert hvað er að gerast,“ sagði Ásgeir Örn. „Þetta er gegnum gangandi í leiknum hjá þeim. Sóknarleikurinn er oft að mér finnst óskynsamlegur. Stundum dettur allt með þeim og það sem maður er hræddur við er að þeir eru snöggir og líkamlega sterkir, hvort að við séum að fara vinna maður á mann.“ Guðjón Guðmundsson, Gaupi, segir að það sé mikilvægt að fá alvöru markvörslu og auðveld mörk í dag. „Lykillinn gegn Alsír er fyrst og fremst varnarleikur og hraðaupphlaup. Ég held að það sé algjör lykill á móti Alsír. Þú þarft að fá markvörslu. Ef við náum að stilla upp á teig á móti þeim þá hef ég ekki miklar áhyggjur.“ „Þú verður að spila góða vörn og fá auðveldu mörkin til að brjóta þá á bak aftur. Ef að það tekst ekki og þú ert í jöfnum leik í kannski fjörutíu mínútur, þá eru þeir stórhættulegir,“ sagði Gaupi. Ásgeir Örn tók aftur við. „Það eru bara tvö stig sem skipta máli og þú verður að klára þetta. Þú verður að hafa þetta hugarfar allan leikinn. Stundum er maður kýldur í síðuna tuttugu metrum frá boltanum og þú ert bara svo hissa að þú finnur ekki fyrir því,“ sagði Ásgeir Örn. Umræðuna má heyra eftir tuttugu og fimm mínútur.
HM 2021 í handbolta Tengdar fréttir Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00 Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02 Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Fleiri fréttir „Stolt af sjálfri mér“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Sjá meira
Sluppu síðast með skrekkinn gegn Alsír eftir martraðarbyrjun Strákarnir í íslenska handboltalandsliðinu mæta Alsír í öðrum leik sínum í F-riðli heimsmeistaramótsins í Egyptalandi í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi. 16. janúar 2021 11:00
Þetta er svona næstum því skylduverkefni Ísland mætir Alsír á HM í handbolta í Egyptalandi í kvöld. Ekkert nema sigur kemur til greina eftir slæmt tap gegn Portúgal í fyrsta leik mótsins. Jóhann Gunnar Einarsson, Seinni bylgjunnar, segir að um næstum því skylduverkefni sé að ræða. 16. janúar 2021 09:02