Sara Björk sannfærði Alexöndru um að þetta væri rétta skrefið fyrir hana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2021 12:31 Alexandra Jóhannsdóttir í fyrsta viðtalinu á EintrachtTV en þau verða væntanlega miklu fleiri í framtíðinni. Skjámynd/EintrachtTV. Landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir átti sinn þátt í því að liðfélagi hennar, inn á miðju íslenska landsliðsins, valdi þýsku deildina þegar hún leitaði að sínu fyrsta félagi í atvinnumennsku. Eintracht Frankfurt kynnti Alexöndru Jóhannsdóttur fyrir stuðningsmönnum í viðtali á heimasíðu þýska félagsins. Alexandra sagði þar meðal annars frá því hvernig fyrstu dagarnir hennar í Frankfurt hafa verið. „Fyrstu kynnin eru mjög góð og allir eru mjög almennilegir við mig. Það lítur allt mjög vel út,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir brosandi. Frankfurt er í sjötta sætinu í þýsku Bundelsligunni en keppni hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. „Ég bý í íbúð með tveimur öðrum stelpum í liðinu og þær hafa tekið rosalega vel á móti mér,“ sagði Alexandra en af hverju valdi hún þýsku deildina og lið Eintracht Frankfurt? Kaum in Frankfurt, schon vor der Kamera Alexandras erstes Interview bei EintrachtTV #SGE #EintrachtFrauen #DieLiga #MACHTLÄRMhttps://t.co/x8UPn7brCe— Eintracht Frankfurt Frauen (@EintrachtFrauen) January 19, 2021 „Ég er mjög hrifin af þýsku deildinni sem er sterkari en sú íslenska. Frankfurt er að standa sig vel og hér eru fullt af góðum leikmönnum. Þetta er gott tækifærið fyrir mig,“ sagði Alexandra. Spyrillinn forvitnaðist um hvaða væntingar Alexandra gerði til tímans hjá Eintracht Frankfurt. „Ég vonast til að vaxa sem leikmaður og verða betri,“ sagði Alexandra. „Sara hjálpaði mér mikið í þessu ferli og hún sannfærði mig um að taka þetta skref og koma hingað. Hún sagði mér frá þýsku deildinni og ég tók hennar ráðum og valdi að koma hingað, sagði Alexandra en það má sjá viðtalið við hana hér á EintrachtTV. Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira
Eintracht Frankfurt kynnti Alexöndru Jóhannsdóttur fyrir stuðningsmönnum í viðtali á heimasíðu þýska félagsins. Alexandra sagði þar meðal annars frá því hvernig fyrstu dagarnir hennar í Frankfurt hafa verið. „Fyrstu kynnin eru mjög góð og allir eru mjög almennilegir við mig. Það lítur allt mjög vel út,“ sagði Alexandra Jóhannsdóttir brosandi. Frankfurt er í sjötta sætinu í þýsku Bundelsligunni en keppni hefst aftur í febrúar eftir vetrarfrí. „Ég bý í íbúð með tveimur öðrum stelpum í liðinu og þær hafa tekið rosalega vel á móti mér,“ sagði Alexandra en af hverju valdi hún þýsku deildina og lið Eintracht Frankfurt? Kaum in Frankfurt, schon vor der Kamera Alexandras erstes Interview bei EintrachtTV #SGE #EintrachtFrauen #DieLiga #MACHTLÄRMhttps://t.co/x8UPn7brCe— Eintracht Frankfurt Frauen (@EintrachtFrauen) January 19, 2021 „Ég er mjög hrifin af þýsku deildinni sem er sterkari en sú íslenska. Frankfurt er að standa sig vel og hér eru fullt af góðum leikmönnum. Þetta er gott tækifærið fyrir mig,“ sagði Alexandra. Spyrillinn forvitnaðist um hvaða væntingar Alexandra gerði til tímans hjá Eintracht Frankfurt. „Ég vonast til að vaxa sem leikmaður og verða betri,“ sagði Alexandra. „Sara hjálpaði mér mikið í þessu ferli og hún sannfærði mig um að taka þetta skref og koma hingað. Hún sagði mér frá þýsku deildinni og ég tók hennar ráðum og valdi að koma hingað, sagði Alexandra en það má sjá viðtalið við hana hér á EintrachtTV.
Þýski boltinn Mest lesið Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Jenas missir annað starf Fótbolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Handbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Handbolti Fleiri fréttir Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Sjá meira