Íslenskir karlmenn um bóndadaginn: Vilja góðan mat og „trít í svefnherberginu“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 21. janúar 2021 21:54 Makamál tóku tal af átta íslenskum karlmönnum og fengu að forvitnast um hvaða væntingar þeir hafa til bóndadagsins. Getty Bóndagurinn, fyrsti dagur Þorra, er þennan föstudag. Dagurinn þar sem hefð er fyrir því að gleðja og dekra við bóndann á heimilinu. Við getum öll verið óörugg þegar kemur að því að skipuleggja eitthvað fyrir maka okkar. Hvað er of mikið og hvað er of lítið? Hvað er það sem gleður hann mest á bóndadaginn? „Ég vil bara hvítlaukssteiktan humar og góðan bjór. Smá sexý trít og alls ekki blóm," segir einn viðmælenda Makamála þegar hann er spurður um óskir sínar á bóndadaginn. Samkvæmt þessum svörum hér að neðan þá væri mögulega hægt að taka þau saman í eina setningu: Bjór og bólfarir, ekkert vesen. Hér að neðan er hægt að sjá óskir þeirra átta viðmælenda sem Makamál náðu tali af í dag. „Ég væri geggjað til í að fá Rolex GMT Master II sem myndi meika hellings sens fyrir hana að gefa mér því þá gæti hún hætt að skamma mig fyrir að vera aldrei á réttum tíma. Ég yrði samt hellað sáttur við góðan bjór og hægt og rólegt lárétt dekur í svefnherberginu.“40 ára - Lögfræðingur „Sko, ég er kannski ómarktækur því mitt ástartungumál (love language) er ekki beint gjafir, heldur meira gæðastundir. Ef kærastan mín sýnir viðleitni á bóndadaginn þá er það eiginlega nóg fyrir mig. Ástin leynist í litlu hlutunum. Uppskriftin af deginum gæti kannski verið svona: Vakinn með kossi og ósk um gleðilegan bóndadag. Senda mér skilaboð á meðan ég er í vinnunni að hún elski mig. Leggja til að við borðum saman eitthvað sem hún veit að mér finnst gott. Svo að gera eitthvað skemmtilegt, sem okkur báðum finnst gaman, þegar barnið er sofnað."32 ára - Frumkvöðull „Ég myndi alltaf kjósa eitthvað trít frekar en að fá gjöf. Þegar kærustur reyna að kaupa græjur fyrir mann, þá kaupa þær alltaf næstum því það rétta. En karlmaður kann miklu betur að meta gott trít. Sérstaklega í svefnherberginu.“41 árs - Framkvæmdastjóri „Ég þarf ekkert gjafir, bara að finna svona sérstaka tilfinningu þennan dag. Til dæmis notalegt dekurkvöld með tásunuddi, andlitsmöskum og kremum. Jafnvel sleipiefni þegar líða tekur á kvöldið.“ 43 ára - Heildsali „Ég lít á þennan dag sem tækifæri til þess að njóta eitthvað saman og fá jafnvel einhverja upplifun frekar en pakka, þeir eru alveg óþarfir á þessum degi fyrir mér. Til dæmis væri góður matur, drykkir og spennandi kvöld alveg fullkomið.“39 ára - Tónlistarmaður „Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir þessa sérstöku daga eins og bóndadag og konudag. Hef ekki mikið verið að eltast við þá. En ég væri alveg til í uppáhalds réttinn minn, rækjupasta, sem konan mín eldar svo listilega. Svo einhvern góðan og vel sykraðan desert á eftir. Svo bara alvöru trít í svefnherberginu um kvöldið. Það væri nú ekki verra ef fjörið myndi teygja sig út fyrir svefnherbergið.“33 ára – Slökkviliðsmaður „Ég get ekki sagt að við höfum haldið bóndadaginn eitthvað sérstaklega hátíðlegan. Það hafa allir hins vegar gaman af því að fá einhverjar gjafir við svona tilefni. En fyrir mér er það engin nauðsyn. Ég væri frábær með rauðvínsflösku, osta og einhverja geggjaða mynd í tækinu. Þægileg upplifun fyrir báða aðila.“27 ára - Tónlistarmaður „Ég vil bara hvítlaukssteiktan humar og góðan bjór. Smá sexí trít og alls ekki blóm. Ég er ekkert að búast við neinni gjöf og fyndist það bara frekar kjánalegt. Bara kósý kvöld heima."36 ára - Fjölmiðlamaður Kynlíf Ástin og lífið Bóndadagur Tengdar fréttir „Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum“ „Við erum á smá krossgötum að ákveða næstu skref núna. Við búum í útlöndum vegna atvinnu mannsins míns sem spilar handbolta, ætlum aðeins að sjá til hvað við gerum næsta tímabil í þeim málum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 21. janúar 2021 19:59 Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52 Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég vil bara hvítlaukssteiktan humar og góðan bjór. Smá sexý trít og alls ekki blóm," segir einn viðmælenda Makamála þegar hann er spurður um óskir sínar á bóndadaginn. Samkvæmt þessum svörum hér að neðan þá væri mögulega hægt að taka þau saman í eina setningu: Bjór og bólfarir, ekkert vesen. Hér að neðan er hægt að sjá óskir þeirra átta viðmælenda sem Makamál náðu tali af í dag. „Ég væri geggjað til í að fá Rolex GMT Master II sem myndi meika hellings sens fyrir hana að gefa mér því þá gæti hún hætt að skamma mig fyrir að vera aldrei á réttum tíma. Ég yrði samt hellað sáttur við góðan bjór og hægt og rólegt lárétt dekur í svefnherberginu.“40 ára - Lögfræðingur „Sko, ég er kannski ómarktækur því mitt ástartungumál (love language) er ekki beint gjafir, heldur meira gæðastundir. Ef kærastan mín sýnir viðleitni á bóndadaginn þá er það eiginlega nóg fyrir mig. Ástin leynist í litlu hlutunum. Uppskriftin af deginum gæti kannski verið svona: Vakinn með kossi og ósk um gleðilegan bóndadag. Senda mér skilaboð á meðan ég er í vinnunni að hún elski mig. Leggja til að við borðum saman eitthvað sem hún veit að mér finnst gott. Svo að gera eitthvað skemmtilegt, sem okkur báðum finnst gaman, þegar barnið er sofnað."32 ára - Frumkvöðull „Ég myndi alltaf kjósa eitthvað trít frekar en að fá gjöf. Þegar kærustur reyna að kaupa græjur fyrir mann, þá kaupa þær alltaf næstum því það rétta. En karlmaður kann miklu betur að meta gott trít. Sérstaklega í svefnherberginu.“41 árs - Framkvæmdastjóri „Ég þarf ekkert gjafir, bara að finna svona sérstaka tilfinningu þennan dag. Til dæmis notalegt dekurkvöld með tásunuddi, andlitsmöskum og kremum. Jafnvel sleipiefni þegar líða tekur á kvöldið.“ 43 ára - Heildsali „Ég lít á þennan dag sem tækifæri til þess að njóta eitthvað saman og fá jafnvel einhverja upplifun frekar en pakka, þeir eru alveg óþarfir á þessum degi fyrir mér. Til dæmis væri góður matur, drykkir og spennandi kvöld alveg fullkomið.“39 ára - Tónlistarmaður „Ég hef nú aldrei verið mikið fyrir þessa sérstöku daga eins og bóndadag og konudag. Hef ekki mikið verið að eltast við þá. En ég væri alveg til í uppáhalds réttinn minn, rækjupasta, sem konan mín eldar svo listilega. Svo einhvern góðan og vel sykraðan desert á eftir. Svo bara alvöru trít í svefnherberginu um kvöldið. Það væri nú ekki verra ef fjörið myndi teygja sig út fyrir svefnherbergið.“33 ára – Slökkviliðsmaður „Ég get ekki sagt að við höfum haldið bóndadaginn eitthvað sérstaklega hátíðlegan. Það hafa allir hins vegar gaman af því að fá einhverjar gjafir við svona tilefni. En fyrir mér er það engin nauðsyn. Ég væri frábær með rauðvínsflösku, osta og einhverja geggjaða mynd í tækinu. Þægileg upplifun fyrir báða aðila.“27 ára - Tónlistarmaður „Ég vil bara hvítlaukssteiktan humar og góðan bjór. Smá sexí trít og alls ekki blóm. Ég er ekkert að búast við neinni gjöf og fyndist það bara frekar kjánalegt. Bara kósý kvöld heima."36 ára - Fjölmiðlamaður
Kynlíf Ástin og lífið Bóndadagur Tengdar fréttir „Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum“ „Við erum á smá krossgötum að ákveða næstu skref núna. Við búum í útlöndum vegna atvinnu mannsins míns sem spilar handbolta, ætlum aðeins að sjá til hvað við gerum næsta tímabil í þeim málum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 21. janúar 2021 19:59 Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52 Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56 Mest lesið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Einhleypa vikunnar: Ragna Sigurðardóttir Makamál Hvað syngur í Dadda Disco? Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál „Það er alveg hægt að vinna rifrildið, en þá tapar sambandið“ Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
„Ég er mjög skotin í honum og fæ ennþá kitl í magann yfir minnstu hlutum“ „Við erum á smá krossgötum að ákveða næstu skref núna. Við búum í útlöndum vegna atvinnu mannsins míns sem spilar handbolta, ætlum aðeins að sjá til hvað við gerum næsta tímabil í þeim málum,“ segir Elísabet Gunnarsdóttir í viðtali við Makamál. 21. janúar 2021 19:59
Saflát kvenna: Hvað er það að skvörta? „Það er alltaf erfitt að vera að bera saman fullnægingar, svolítið eins og að bera saman sársauka. En ef þú spyrð konur sem hafa upplifað skvört-fullnægingar þá lýsa þær henni yfirleitt sem mjög kröftugri og djúpri fullnægingu, en það er samt sem áður mjög einstaklingsbundið,“ segir Sigga Dögg kynfræðingur í viðtali við Makamál. 19. janúar 2021 19:52
Einhleypan: „Ætla að verða saksóknari þegar ég verð stór“ „Ég er sveitalúði í grunninn en hef búið á malbikinu um nokkurt skeið. Er til einhver titill sem nær yfir það?“ segir María Sjöfn Árnadóttir Einhleypa vikunnar þegar hún er spurð hvernig hún myndi titla sig. 20. janúar 2021 19:56