Tom Brady fær 65 milljóna bónusgreiðslu fyrir sigurinn í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. janúar 2021 13:16 Tom Brady fagnar sigri á Green Bay Packers í gær. AP/Morry Gash 65 milljónir fyrir eina góða kvöldstund. Tom Brady fagnaði ekki bara sigri á Green Bay Packers í nótt heldur einnig veglegri bónusgreiðslu inn á bankareikninginn sinn. Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum. NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira
Tom Brady er búinn að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í Super Bowl leikinn á sínu fyrsta tímabili með félaginu. Brady gerði tveggja ára samning við Buccaneers síðasta sumar eftir að hafa spilað fyrstu tuttugu tímabil ferilsins með New England Patriots. Hinn 43 ára gamli Tom Brady er fyrir löngu búinn að slá flest met í boði í úrslitakeppni NFL-deildarinnar og stefnir nú á sjöunda NFL-titilinn. Þetta verður hans tíundi Super Bowl en enginn annar leikstjórnandi hefur spilað í fleiri en fimm. Here's how much Tom Brady just raked in thanks to 10th Super Bowl appearance https://t.co/PyZA3leLBr— FOX Business (@FoxBusiness) January 25, 2021 Brady hefur unnið allt og það margoft en það minnkar ekki hungur hans í meiri fótbolta og fleiri titla þótt allir jafnaldrar hans séu löngu búnir að leggja skóna á hilluna. Brady er heldur ekki alveg að gera þetta ókeypis. Tom Brady fær fimmtán milljónir Bandaríkjadala í hrein laun frá Tampa Bay Buccaneers en hann fékk að auki tíu milljónir dollara fyrir að komast í liðið. 25 milljónir Bandaríkjadala eru 3,2 milljarðar íslenskra króna. Brady er líka með alls konar frammistöðubónusa fyrir bæði sjálfan sig og liðið. Bucs win the NFC Championship. Tampa becomes the first team in 55 years to play a home Super Bowl. Tom Brady is now going to his 10th Super Bowl - 10th! - a record that always will stand. And as a kicker, Brady collects a half-million dollar incentive for doing it.— Adam Schefter (@AdamSchefter) January 24, 2021 Brady fékk þannig fimm hundruð þúsund dollara fyrir sigurinn á Green Bay Packers í nótt eða 65 milljónir íslenskra króna. Hann hefur þegar unnið sér 1,75 milljónir dollara fyrir að koma Tampa Bay Buccaneers alla leið í úrslitaleikinn um titilinn. Hann fær fimm hundruð þúsund dollara til viðbótar ef liðið verður meistari. Vinni Tampa Bay Buccaneers NFL-titilinn þá mun Brady því fá samtals 2,25 milljónir í bónusgreiðslur eða 291 milljón í íslenskum krónum.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Handbolti Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Handbolti Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Fótbolti Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Sport Jenas missir annað starf Fótbolti Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Fótbolti Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Körfubolti Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Fótbolti Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Enski boltinn Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Í beinni: Fram - FH | Sjóðheitir Framarar mæta meisturunum Í beinni: ÍR - Valur | Borche snýr aftur Í beinni: Haukar - Njarðvík | Haukar enn í leit að fyrsta sigrinum Í beinni: Tindastóll - Álftanes | Tvö heitustu lið landsins Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims Bein útsending: Höttur - KR | Höttur frumsýnir tvo nýja leikmenn Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld „Þær eru bara hetjur“ Finnskur landsliðsmaður til Keflavíkur Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Segir að Verstappen ætti að byrja með uppistand „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Hjólreiðamaður lést á nítján ára afmælisdaginn sinn Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Leikdagur í Innsbruck: Hvernig gekk að læra? Hnefahögg liðsfélaga gæti tekið frá honum HM Allt íþróttafólkið sem vill atkvæði á morgun Martin: Ætlaði alltaf að verða ungur faðir eins og pabbi sinn Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum „Stolt af sjálfri mér“ Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Kærður fyrir ofbeldi gegn syni sínum Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Þórir fær ekki keppnisleyfi fyrir tvo af leikmönnum sínum á EM Dagskráin í dag: Körfuboltaveisla Sjá meira